Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 36
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 ➜ Rekinn! Charlie var rekinn úr Two and a Half Men í mars árið 2011. Hann talaði í kjölfarið opinberlega mjög illa um Chuck Lorre og kallaði hann meðal annars trúð og maðk. Leikarinn stefndi síðan Warner Bros og Chuck Lorre og krafðist hundrað milljóna dala í bætur. Í september sama ár náðust samningar milli allra aðila málsins. ➜ Partí með klámmyndastjörnu Charlie borgaði klámmyndastjörnunni Kacey Jordan þrjátíu þúsund dollara, tæplega þrjár og hálfa milljón króna, fyrir að djamma með sér á heimili sínu í Hollywood í janúar árið 2011. Djamm- aði leikarinn í 36 klukkutíma samfellt og neytti ýmissa fíkniefna að sögn Kacey. Enduðu herlegheitin með því að hann var fluttur á spítala og grátbað fyrrver- andi eiginkona hans, Denise Richards, hann um að fara í meðferð. ➜ Tapaði sér í beinni Leikarinn missti algjörlega tökin í út- varpsþætti Alex Jones árið 2011 þegar hann talaði um sjálfan sig eins og hann væri guð, úthúðaði Chuck Lorre, yfir- framleiðanda Two and a Half Men, og lét meira að segja ófögur orð falla um Thomas Jefferson, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta. ➜ Kom öllum á óvart Charlie leysti Michael J. Fox af hólmi í sjónvarps- þáttunum Spin City árið 2000 vegna veikinda Michaels. Áhorfendur héldu að Charlie myndi ekki standa sig en hann sló í gegn og var tilnefndur til tvennra ALMA- verðlauna og vann sín fyrstu Golden Globe-verðlaun. ➜ Ég er kvæntur– djók! Leikarinn dvaldi hér á landi síðustu helgi með kærustu sinni, Brett Rossi. Hann setti mynd af sér og Brett á Twitter og skrifaði undir að þau hefðu gift sig á landinu. Nokkrum dögum síðar sagði blaðafulltrúi hans að það væri bara grín og að leikarinn hefði gert þetta til að pirra fyrrverandi eiginkonu sína, Denise Richards. Hann var rekinn úr skólanum nokkrum vikum fyrir útskrift vegna lélegra einkunna og lélegrar mætingar. Hann ákvað að verða leikari og tók sér sviðs- nafnið Charlie Sheen. Fjölskyldan flutti til Kaliforníu og Charlie sótti miðskólann í Santa Monica. Þar bjó hann til Super 8-myndir með bróður sínum Emilio og leikurunum Rob Lowe og Sean Penn. UMDEILDASTI LEIKARI Í HEIMI Leikarinn og ærslabelgurinn Charlie Sheen heimsótti landið nýverið. Hann er einn umdeildasti leikari í heimi og ákvað Fréttablaðið að líta yfi r nokkrar af eft irminnilegustu stundum hans– bæði góðar og slæmar. Carlos Irwin Estévez fæddist 3. september árið 1965 í New York. SKEMMTILEGAR STAÐREYNDIR UM CHARLIE Donna Peele (1995–1996) Parið gifti sig 3. september árið 1995. Sama ár var nafn Charlies á lista hjá fylgdarkvennaþjónustu sem rekin var af hinni umdeildu Heidi Fleiss og Donna og Charlie skildu ári seinna. Denise Richards (2002–2006) Denise og Charlie gengu í það heilaga 15. júní árið 2002 og eiga saman tvær dætur, Sam og Lolu. Denise sótti um skilnað í mars árið 2005 og sakaði Charlie um að misnota áfengi og fíkniefni og fyrir að hóta henni barsmíðum. Skilnaðurinn gekk í gegn í nóvember árið 2006 eftir hatramma forræðisdeilu. Brooke Mueller (2008–2011) Leikarinn kvæntist Brooke þann 30. maí árið 2008 og stuttu síðar fæddust þeim tvíburasynirnir Bob og Max. Charlie sótti um skilnað í nóvember árið 2010 og í maí árið eftir tók lögreglan tvíburana af Charlie. Í kjölfarið fékk Brooke nálgunarbann á leikarann. Skilnaður parsins gekk í gegn 2. maí árið 2011 en stuttu áður flutti Charlie inn með klámmyndastjörnunni Rachel Oberlin og fyrirsætunni og graf- íska hönnuðinum Natalie Kenly og kallaði þær gyðjurnar sínar. Rachel fór frá Charlie í apríl árið 2011 og Natalie í júní sama ár. ➜ Eiginkonur Charlies Sheen LÆTUR SÉR EKKI LEIÐAR Charlie hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðustu ár. ➜ Drukkinn á setti Charlie var afar stressaður þegar hann lék á móti Michael Douglas í kvikmynd- inni Wall Street árið 1987. Hann leitaði þá í áfengi til að peppa sig upp. „Ég byrj- aði að drekka öllum stundum. Myndin var tekin í New York þannig að ég var á börunum til þrjú eða fjögur á nóttunni og reyndi síðan að mæta klukkan sex á sett og leika á móti Michael Douglas,“ lét leikarinn hafa eftir sér í viðtali. ➜ Skaut unnustuna Charlie trúlofaðist leikkonunni Kelly Preston árið 1990 en innan nokkurra mánaða endaði hún á sjúkrahúsi þar sem Charlie hafði óvart skotið hana í handlegginn. Charlie heldur því fram að Kelly hafi verið að færa til fötin hans og að skot hafi hlaupið úr byssu sem hann geymdi í buxnavasa sínum. ➜ Setti fatalínu á markað Leikarinn setti fatalínuna Sheen Kidz á markað árið 2005 og sótti innblástur í dætur sínar tvær. Slagorðið er Von, Ást, Draumar og einbeitti Charlie sér að íþróttafötum fyrir börn. Óljóst er hve virkt fyrirtækið er núna en vörur fyrir 15,5 milljónir dollara, tæpa tvo milljarða króna, seldust á fyrsta starfsárinu. ➜ Sálin á tíu milljónir Charlie lét einu sinni hafa það eftir sér að hann myndi skrifa endurminningar sínar og opna sig upp á gátt en hann vildi tíu milljónir dollara fyrir að skrifa hana, rúman milljarð króna. ➜ Hæst launaði leikarinn Ærslabelgurinn landaði hlutverki Charlies Harper í CBS-gamanþættinum Two and a Half Men árið 2003 en karakter hans var að hluta til byggður á honum sjálfum. Hann hlaut ALMA- verðlaunin, þrjár Emmy-tilnefningar og tvær Golden Globe-tilnefningar fyrir hlutverk sitt. Auk þess varð hann hæst launaði leikarinn í sjónvarpi í Banda- ríkjunum og fékk borgaðar 1,8 milljónir dollara, tæplega 210 milljónir króna, fyrir hvern þátt. Charlie er yngsti sonur leikarans Martins Sheen og listakonunnar Janet Templeton. Hann á tvo eldri bræður, Emilio Estévez og Ramon Estévez, og yngri systur, Renée Estévez. Öll systkinin eru leikarar. Hann birtist fyrst í kvikmynd árið 1974 þegar hann var níu ára, The Execution of Private Slovik sem faðir hans lék í. Fyrsta stóra hlut- verkið hans var í mynd Olivers Stone, Platoon, árið 1986. Árið 2011 setti hann á markað rafsígar- etturnar NicoSheen en hann var einnig andlit vörunnar. Charlie fékk leikkon- una Winonu Horowitz til að breyta nafninu sínu í Winona Ryder eftir að þau hlustuðu á lagið Riders on the Storm með hljóm- sveitinni The Doors.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.