Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 42
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 Framan af tíma- bili var þetta þungt og mjög erfitt. Ég fékk mjög lítið að spila. Ásgeir Örn Hallgrímsson, leikmaður PSG. DOMINOS-DEILDIN Úrvalslið kvenna: Hildur Björg Kjartansdóttir, Snæfelli Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Lele Hardy, Haukum Hildur Sigurðardóttir, Snæfelli Besti þjálfarinn: Andy Johnston, Keflavík Dugnaðarforkurinn: Marín Laufey Davíðsdóttir, Hamri Úrvalslið karla: Ragnar Nathanaelsson, Þór Þ. Pavel Ermolinskij, KR Michael Craion, Keflavík Martin Hermannsson, KR Elvar Már Friðriksson, Njarðvík Besti þjálfarinn: Finnur Freyr Stefánsson, KR Dugnaðarforkurinn: Darri Hilmarsson, KR Besti dómarinn: Sigmundur Már Herbertsson HANDBOLTI Ekkert varð af því að Aron Kristjánsson tilkynnti EM-hópinn sinn í gær. Sökum meiðslavandræða mun hann ekki gera það fyrr en á morgun og liðið heldur svo til Danmerkur á föstudag. „Arnór Atlason og Arnór Gunnars æfðu með okkur í dag [í gær] og litu vel út. Ég reikna því með að þeir verði klárir. Þórir Ólafsson lítur líka vel út með framhaldið,“ segir Aron Kristjáns- son landsliðsþjálfari en fleiri leikmenn eru að glíma við meiðsli. „Guðjón Valur er tæpur og kemur ekki í ljós með hann fyrr en á síðustu stundu. Hann þarf að fara varlega með sín meiðsli. Ólafur Bjarki er líka spurningarmerki og verður það áfram. Gaui og Óli eru stóru spurningar- merkin hjá okkur núna,“ segir Aron en Ólafur Bjarki meiddist í æfingamótinu í Þýskalandi þar sem hann hafði verið að spila vel. Það hefur verið nóg að gera hjá læknum og sjúkraþjálfurum liðsins síðustu daga og verður það áfram úti í Danmörku. „Við berum auðvitað fyllsta traust til okkar sterka sjúkrateymis, að það haldi leikmönnum gangandi. Það eru fjórir í því teymi og verður nóg að gera hjá þeim.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Norðmönnum á sunnudag. - hbg Guðjón Valur og Ólafur Bjarki eru stóru spurningarmerkin ÁHYGGJUR Undirbúningur þjálfarans hefur ekki verið auðveldur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Lele Hardy, leikmaður Hauka, voru í gær útnefnd bestu leikmenn í fyrri hluta Dominos-deilda karla og kvenna. Hardy hefur borið höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í deild- inni en hún er bæði stiga- og frá- kastahæst. Hún hefur skorað rúm 30 stig og tekið rúm 20 fráköst að meðaltali í leik. Þá er hún í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar eða 5,87 að meðaltali í leik. Haukar eru í öðru sæti deild- arinnar með 20 stig, rétt eins og Keflavík, en Snæfell er á toppnum með 24 stig. Keflavík og Snæfell eiga tvo leikmenn hvort í úrvalsliðinu og Keflvíkingar besta þjálfarann. Elvar Már hefur einnig farið á kostum í vetur en hann er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinn- ar og með flest stig allra Íslend- inga eða tæplega 25 að meðaltali í leik. Hann er svo í þriðja sæti stoðsendingalistans með 7,18 að meðaltali í leik. Njarðvík er í fjórða sæti Dom- ino‘s-deildar karla með fjórtán stig en KR trónir á toppnum með fullt hús stiga. KR-ingar áttu tvo fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferð- arinnar sem og besta þjálfarann. - esá Elvar og Hardy valin best BEST Lele Hardy með sín verðlaun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BESTUR Elvar Már hefur spilað frábær- lega í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Norska dagblaðið Verdens Gang birti í gær átján manna úrvalslið knattspyrnumanna frá Norður- löndunum. Ísland á tvo leikmenn í byrjunarliði sem og besta þjálfarann. Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason komast báðir í byrjunarliðið hjá VG en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Aron Einar Gunnarsson eru á bekknum. Þá er Lars Lagerbäck settur sem þjálfari liðsins. Blaðamenn VG hafa greinilega mestar mætur á danska landsliðinu en alls komust sjö Danir í hópinn, þar af sex í byrjunarliðið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eiga aðeins einn leik- mann hvert í byrjunarliðinu en Svíar eru með þrjá menn á bekknum þar að auki. - esá Ísland á fi mm í Norðurlandaúrvalinu SPORT HANDBOLTI „Ég er nokkuð sáttur við minn spiltíma undanfarið,“ segir línumaðurinn Róbert Gunn- arsson, sem ásamt Ásgeiri Erni Hallgrímssyni hefur lífsviður- væri sitt hjá franska liðinu Paris Saint-Germain. Landsliðsmenn- irnir gengu í raðir félagsins sum- arið 2012 og urðu franskir meist- arar með liðinu síðastliðið vor. Ári fyrr var liðið hársbreidd frá falli en síðan hefur miklu verið kostað til hjá liðinu sem er í eigu fjárfestingarfélags frá Katar. „Það kemur fyrir að ég spila ekki neitt og svo spila ég kannski allan næsta leik. Það hefur ekki verið neinn taktur í þessu,“ segir Róbert. Ásgeir Örn er öllu ósátt- ari við sitt hlutskipti á hægri vængnum en þó hefur aðeins verið að birta til. „Framan af tímabili var þetta þungt og mjög erfitt. Ég fékk mjög lítið að spila,“ segir Ásgeir Örn. „Ég er ekki sáttur en maður er ánægður ef þetta er að verða betra.“ Allir átján eru frábærir Ásgeir Örn minnir á að leik- mannahópur liðsins sé afar sterk- ur. Þjálfarinn Philippe Gardent sé duglegur að minna á það sé hann spurður út í hlutverk sitt. „Við erum með átján leikmenn í hópnum og allir frábærir. Það er ekki eins og ég sé bara með kjúk- lingunum á bekknum. Við erum allir landsliðsmenn með yfir 100 landsleiki og lykilmenn þar,“ segir Ásgeir Örn, sem er uppal- inn hjá Haukum í Hafnarfirði en hélt í atvinnumennsku til Lemgo í Þýskalandi árið 2005. „Þetta snýst ekki endilega um að maður sé of lélegur. Það eru bara of margir góðir í liðinu sem býr til vandræði hjá þeim sem spila of lítið.“ Þakkar fyrir landsliðshlutverkið Ásgeir Örn og Róbert voru í eld- línunni með íslenska landsliðinu á fjögurra þjóða móti í Þýskalandi um liðna helgi. Mikil ábyrgð er á herðum Ásgeirs Arnar í ljósi þess að Ólafur Stefánsson hefur lagt skóna á hilluna og Alexand- er Petersson gefur ekki kost á sér vegna meiðsla. „Það er annað en hjá félags- liðinu svo það er ljómandi fínt. Maður þakkar fyrir það og reyn- ir að nýta tækifærið eins vel og maður getur,“ segir örvhenta skyttan sem verður þrítug á árinu. EM í Danmörku hefst um helgina en töluvert er um meiðsli í herbúðum Íslands. Arnór Atla- son og Guðjón Valur Sigurðsson fóru til að mynda ekki með lands- liðinu í æfingaferðina til Þýska- lands um liðna helgi og sömu sögu er að segja um hornamanninn Arnór Þór Gunnarsson. Þá geng- ur Aron Pálmarsson ekki heill til skógar frekar en Ólafur Bjarki Ragnarsson og Þórir Ólafsson. Róbert segir það ekki hjálpa að velta sér upp úr því neikvæða heldur verði að horfa fram á veg- inn. Óreyndari leikmenn verði að nota tækifærið sem þeim bjóðist í Danmörku og láta ljós sitt skína. Ætti að vera eitt besta lið heims Þegar umræðan berst að gengi Parísarliðsins á tímabilinu renna tvær grímur á okkar menn. Mik- ils var vænst af liðinu sem er með landsliðsmenn í hverri stöðu. Má nefna Danann Mikkel Hansen, Frakkana Daniel Narcisse og Luc Abalo og Króatana Igor Vori og Marko Kopljar sem dæmi. Allt leikmenn í fremstu röð í heim- inum. Róbert minnir á að liðið deili toppsætinu í deildinni og sé komið áfram í bikarnum. Hins vegar hafi liðið tapað tveimur deildarleikjum í desember sem eigi ekki að geta gerst. „Sérstaklega ekki tveimur í röð,“ skýtur Ásgeir Örn inn í. Þá hefur liðið tapað tveimur leikjum og gert jafntefli í riðla- keppni Meistaradeildar sem er ekki alveg á pari við lið sem ætla mætti að væri eitt það besta í heimi. „Við ættum að vera eitt af fjór- um bestu liðum í heimi. Við erum það á pappírnum en það þarf að spila rétt úr því. Það er misjafnt hvernig það gengur,“ segir línu- maðurinn sem verður 34 ára í maí. Hann hefur verið í atvinnu- mennsku í áratug en hann hóf atvinnumannsferilinn með liði AGF í Árósum árið 2003. „Ég hef verið í liðum sem voru ekkert sérstök á pappírnum en árangurinn verið góður út af góðu skipulagi og samspili. Við erum ekki bara kennitölur þarna inni á. Við erum líka manneskj- ur og þá er oft betra að hafa sjö miðlungsmenn sem ná saman en sjö stjörnur sem ná ekki saman.“ Róbert og Ásgeir Örn verða í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu á EM en fyrsti leik- ur strákanna okkar er gegn Nor- egi á sunnudag. Leikið er í Ála- borg á Jótlandi og Ungverjaland og Spánn eru einnig með Íslandi í riðli en þrjú efstu liðin komast áfram í millriðlakeppnina. kolbeinntumi@frettabladid.is Meðalmenn geta myndað sterkara lið en stjörnurnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson verða að óbreyttu í stórum hlutverkum með landsliðinu á EM í Danmörku. Báðir gætu hugsað sér meiri spiltíma með stjörnuliði Paris Saint-Germain í Frakklandi en segja útlitið hafa batnað undanfarnar vikur. Parísarliðið ætti að vera eitt af fj órum bestu í heimi. MIKIL ÁBYRGÐ Ásgeir Örn þarf að fylla í skarð Alexanders Peterssonar sem gaf ekki kost á sér í landsliðið vegna meiðsla. NORDICPHOTOS/GETTY BARÁTTUJAXL Róbert Gunnarsson hefur gegnt lykilhlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár og verður engin breyting þar á í Danmörku. NORDICPHOTOS/GETTY Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.