Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 46
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 34 Þórdís Nadia Semichat er á leið- inni í starfsnám í Túnis. Starfs- námið er hluti af námi hennar á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Íslands. Í starfsnáminu verð- ur hún aðstoðarleikstjóri kvik- myndaleikstjórans Saber Zamm- ouri við gerð heimildarmyndar. „Heimildarmyndin fjallar um listasenuna í Túnis og hvernig hún hefur breyst eftir byltingu,“ segir Þórdís Nadia. Faðir Nadiu er frá Túnis „Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi fara þangað var að mig langaði til að prófa að búa þarna í einhvern tíma til þess að fá dýpri tengingu við rætur mínar,“ segir hún. „Ég er auðvitað þaðan líka þótt ég sé uppalin á Íslandi.“ Nadia setti sig í samband við Saber í gegnum Facebook „Ég var að reyna að byggja mér upp tengslanet þarna, en vegna þess að ég kann ekkert í arabísku og mjög lítið í frönsku gekk mér illa að gúggla listamenn. Þá brá ég á það ráð að nota Facebook til að leita að listamönnum. Það endaði með því að ég komst í sam- band við myndlistarmann sem er götulistamaður. Hann gerir graff- ítí og málverk og er víst á mik- illi uppleið. Ég talaði við hann og útskýrði að ég væri að leita mér að starfsnámi, og spurði hvort hann gæti bent mér á einhvern til þess að vinna með. Hann vís- aði mér á þennan leikstjóra sem ég komst svo í starfsnám hjá,“ segir hún. Þórdís Nadia lenti í Túnis í gær „Ég veit rosalega takmarkað um þetta enn sem komið er, en ég held að listasenan hafi orðið kröftugri eftir byltingu. Fólk bjó við einræði í svo mörg ár þar til forsetanum var steypt af stóli árið 2011. Það var í raun ekkert málfrelsi. Ég fór til Túnis árið 2010, rétt áður en byltingin hófst. Þegar ég spurði innfæddan vin minn úti á götu hvað honum fynd- ist um forsetann yppti hann bara öxlum og sagðist ekki geta talað um það. Svo þegar við vorum komin afsíðis sagði hann: „Mér finnst hann hræðilegur og hann ætti að fara í fangelsi.“ Hann treysti sér ekki til að segja þetta úti á götu af ótta við að einhver heyrði til hans.“ Foreldrar Þórdísar Nadiu eru kvíðnir yfir ferðalagi hennar „En ég er með frekar gott innsæi og ég treysti því bara,“ segir hún. „Ég hef allavega ekki slæma til- finningu fyrir þessu fólki sem ég er búin að vera í samskiptum við. Fólk á það til að vera óþarflega áhyggjufullt vegna þess að Túnis er svo framandi.“ ugla@frettabladid.is Ég er auðvitað þaðan líka þótt ég sé uppalin á Íslandi. Þórdís Nadia Semichat Vildi öðlast dýpri teng- ingu við föðurlandið Þórdís Nadia Semichat fann sér starfsnám í Túnis í gegnum Facebook. Faðir Nadiu er þaðan en hún segir að foreldrar sínir séu kvíðnir fyrir ferðalagi hennar. FÓLK BJÓ VIÐ EINRÆÐI Þórdís við mynd af fyrrverandi forseta Túnis árið 2010. Mynd af honum varð að hanga uppi á öllum veitingastöðum í Túnis fyrir byltingu. MYND/EINKASAFN LENTI Í GÆR Þórdís veit takmarkað um landið enn sem komið er. MYND/EINKASAFN „Ég setti mér það markmið að safna einni milljón króna sem myndi renna til góðs málefnis,“ segir uppi- standarinn Rökkvi Vésteinsson. Hann hefur staðið fyrir fjölda uppistanda síðastliðin ár, en frá árinu 2007 hefur allur peningur- inn, sem komið hefur inn, runnið í sjóðinn. „Ég hef ekki fengið neinar tekjur af uppistandinu síðan 2007 en það er frábært að geta stutt gott mál- efni.“ Þegar hann hélt Iceland Comedy Festival í nóvember náði hann markmiðinu. Tæplega 78 prósent af fénu rann til Barnaspítala Hringsins en einn- ig styrkti hann Landgræðsluna, Mæðrastyrksnefnd, Styrktarfélag krabbameinsjúkra barna, Styrktar- félag langveikra barna, Unicef og Samtök gegn einelti. „Ég var kominn á ákveðinn punkt þar sem uppistandsbransinn var hættur að vera skemmtilegur fyrir mig vegna leiðinda sem ég hafði lent í, en ég náði að snúa því við og gera þetta aftur ánægjulegt með að setja mér þetta markmið.“útskýrir Rökkvi. Grínaði til góðs í rúmlega sex ár Rökkvi Vésteinsson gaf eina milljón króna í gott málefni. Hann safnaði féinu með því að standa fyrir fj ölda uppistanda og stóð söfnin yfi r í rúm sex ár. GOTT GRÍN Rökkvi Vésteinsson uppi- standari grínaði til góðs í rúm sex ár. „Uppáhalds íslenski myndlistarmað- urinn minn er Ásmundur Ásmunds- son, vegna þess að hann getur greint kjarnann frá hisminu, og sér í gegnum holt og hæðir.“ Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur og mynd- listarkona. BESTI MYNDLISTAR- MAÐURINN „Já, ég var að byrja á næstu bók,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Vísinda-Villi Naglbítur. Vísindabók Villa sem kom út á síð- asta ári vakti mikla lukku og var hún í þriðja sæti yfir mest seldu bækur ársins 2013. „Ætli maður sé ekki að svara ákveðnu kalli eftir meiri fróðleik,“ bætir Villi við. Hann segist sjálfur hafa rosalega gaman af þessu. „Ég er svo innilega forvitinn sjálfur og er að læra svo mikið sjálfur. Ég hef svo gaman af því að kynna vísindi fyrir börnum, það er svo gaman að gera þau forvitin.“ Villi segist ekki gera ráð fyrir miklum áherslubreytingum í næstu bók og telur að hún verði í líkingu við fyrri bókina. „Ég stóð í snjóskafli eftir matarboð hjá móður minni á jóladag og fór þá að hugsa út í bókina.“ Villi var þó alveg fram á aðfangadag að vinna í því að kynna fyrri bókina. „Þegar ég byrjaði að skrifa fann ég að þetta var enn í puttunum, mér fannst eins og ég væri bara nýbúinn með fyrri bókina.“ Hann vonast til þess að bókin komi út 10. október. „Fyrri bókin kom út 10. október þann- ig að það væri gaman.“ - glp Villi byrjaður á næstu bók Vísindabók Villa stal senunni fyrir jólin og var þriðja mest selda bókin hér á landi en nú hefur Villi sest niður og hafi st handa við Vísindabók númer tvö. SKRIFAR Á NÝ Vísindabók Villa 2 lítur dagsins ljós á árinu. MYND/EINKASAFN EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREY ÚTSALA TILBOÐ TVENNU ÚTSALA AFSLÁTTUR 30% SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G ÚTSALA AFSLÁTTUR 15%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.