Fréttablaðið - 13.01.2014, Qupperneq 4
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
VIÐSKIPTI Konur eru um 23 prósent
aðalmanna í stjórnum íslenskra
fyrirtækja, og hefur hlutfall
kvenna hækkað lítillega á síðasta
ári, samkvæmt samantekt sem
Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið.
Um 22 prósent aðalmanna voru
konur í september 2012.
Alls voru tæplega 33 þúsund
fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá
í desember í fyrra. Samtals sitja
rúmlega 50 þúsund aðalmenn í
stjórnum þessara fyrirtækja.
Af þeim eru um 38.600 karlar en
11.600 konur.
Konur eru mun vinsælli vara-
menn en aðalmenn í stjórnum.
Alls eru um 33 þúsund varamenn
skráðir í stjórnir íslenskra fyrir-
tækja, þar af rúmlega 14 þúsund
konur, eða um 51 prósent.
Konur voru um 10 prósent stjórn-
armanna í fyrirtækjum árið 2009,
þegar Samtök atvinnulífsins, Félag
kvenna í atvinnulífinu og Við-
skiptaráð efndu til sérstaks átaks
til að hvetja fyrirtæki til að fjölga
konum í stjórnum fyrirtækja. Þeim
hefur því fjölgað verulega frá því
sem þá var.
Samantekt Creditinfo nær til
allra fyrirtækja, en lög sem tóku
gildi í september á síðasta ári gera
þær kröfur að hlutfall hvors kyns
í stjórnum fyrirtækja með 50 eða
fleiri starfsmenn sé 40 prósent.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for-
maður Félags kvenna í atvinnulíf-
inu, segir það ekki koma á óvart að
svo litlar breytingar hafi orðið á
síðasta ári. Hún segir að sú þróun
sem þó hafi orðið gæti tengst því að
fyrirtæki sem falli undir lögin hafi
breytt samsetningu sinna stjórna.
„Andrúmsloftið og vilji til verka
er komið, en það átti enginn von
á miklum breytingum strax. Við
erum að breyta um stefnu á risa-
vöxnu skipi og það tekur tíma,“
segir Þórdís.
Hún segir vitað að stór hluti
íslenskra fyrirtækja sé í eigu karl-
manna, og í mörgum tilvikum séu
eigendurnir einu stjórnarmennirnir.
Herferðin til að auka hlut kvenna í
stjórnum og stjórnendastöðum bein-
ist að stærri fyrirtækjum með fleiri
stjórnarmenn og stjórnendum.
Creditinfo vann samantekt fyrir
Fréttablaðið í fyrra byggt á upplýs-
ingum frá september 2012. Á þeim
fimmtán mánuðum sem liðu milli
samantekta fyrirtækisins hefur
konum í stjórnum fyrirtækja fjölgað
um eitt prósentustig. Með hæfilegri
einföldun mætti því segja að fjölgi
konum með sama hraða á næstu
árum muni það taka 32 ár að koma
hlutfalli kvenna í stjórnum í um það
bil 50 prósent.
Þegar einstakir hópar fyrirtækja
eru skoðaðir má sjá að hjá Félaga-
samtökum og annarri þjónustu-
starfsemi eru konur í meirihluta í
stjórnum, og eru rúmlega 54 prósent
aðalmanna í stjórnum. Hlutfallið er
líka talsvert yfir meðaltali hjá fyrir-
tækjum sem sinna fræðslustarf-
semi, heilbrigðis- og félagsþjónustu
og rekstri veitingastaða og veitinga-
reksturs, eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd. brjann@frettabladid.is
Hlutfall kvenna lítið breyst á ári
Um 23 prósent stjórnarmanna í íslenskum fyrirtækjum eru konur samkvæmt samantekt sem Creditinfo vann fyrir Fréttablaðið. Konum
hefur fjölgað um eitt prósentustig á því rúma ári sem liðið er frá síðustu samantekt. Tekur tíma að breyta um stefnu segir formaður FKA.
HLUTFALL KVENNA Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA*
*Miðað við stöðu hlutafélagaskrár 11. desember 2013 Hlutfall kvenna Fjöldi
fyritækja
Hlutfall karla
54.1% 45.9% 598
839
4.916
3.408
4.413
2.104
2
3.224
71
84
49
37.2% 62.8%
36.1% 63.9%
31.0% 69.0%
29.1% 70.9%
27.4% 72.6%
25.4% 74.6%
22.9% 77.1%
22.7% 77.3%
21.8% 78.2%
20.4% 79.6%
20.0% 80.0%
17.6% 82.4%
16.6% 83.4%
15,5% 84,5%
7.4% 92.6%
23.1% 76.9% 32.920
15,5% 84,5%
20.0% 80.0%
18.9% 81.1%
13,8% 86,2%
412
1.382
662
1.525
312
2.162
1.969
901
3.887
Félagasamtök og önnur
þjónustustarfsemi
Fræðslustarfsemi
Heilbrigðis- og félagsþjónusta
Rekstur gististaða og
veitingarekstur
Heild- og smásöluverslun, við-
gerðir á vélknúnum ökutækjum
Menningar-, íþrótta- og
tómstundastarfsemi
Sérfræðileg, vísindaleg og
tæknileg starfsemi
Leigustarfsemi og
ýmis sérhæfð þjónusta
Fasteignaviðskipti
Óþekkt starfsemi
Framleiðsla
Landbúnaður,
skógrækt og fi skveiðar
Opinber stjórnsýsla og
almannatryggingar
Upplýsingar og fj arskipti
Fjármála- og
vátryggingastarfsemi
Vatnsveita, fráveita,meðhöndlun
úrgangs og afmengun
Flutningar og geymsla
Rafmagns-, gas- og hitaveitur
Byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð
Námugröft ur og vinnsla
hráefna úr jörðu
Öll fyrirtæki
1.928 tonn af kartöflum voru flutt inn
fyrstu tíu mánuði síðasta árs.
Það er mun minna en á sama
tímabili árið áður, þegar flutt voru
inn 3.161 tonn. Heimild: Hagstofa Íslands
Andrúms-
loftið og vilji
til verka er
komið, en það
átti enginn
von á miklum
breytingum
strax.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Félags kvenna í atvinnulífinu
Veðurspá
Miðvikudagur
8-15 m/s, hvassara SA-til.
VONSKUVEÐUR SYÐRA Áfram hvasst á sunnanverðu landinu næsta sólarhringinn
og stormur eða rok við suðurströndina. Úrkoma verður að mestu bundin við
suðaustan og austanvert landið en úrkomulítið í öðrum landshlutum.
1°
18
m/s
3°
18
m/s
5°
15
m/s
6°
25
m/s
Á morgun
8-18 m/s, en 15-25 syðst á landinu.
Gildistími korta er um hádegi
0°
-1°
0°
-2°
-2°
Alicante
Basel
Berlín
17°
10°
4°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
4°
7°
9°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
3°
3°
21°
London
Mallorca
New York
11°
18°
10°
Orlando
Ósló
París
25°
-7°
11°
San Francisco
Stokkhólmur
16°
-4°
2°
16
m/s
3°
18
m/s
0°
13
m/s
3°
16
m/s
0°
10
m/s
1°
16
m/s
-6°
18
m/s
0°
-1°
1°
-2°
-3°
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
STJÓRNMÁL Leiðtogar Samfylkingar, Bjartrar
Framtíðar og Pírata vilja halda þjóðar-
atkvæðagreiðslu um áframhald aðildar-
viðræðna við Evrópusambandið (ESB)
samhliða sveitarstjórnarkosningum
sem munu fara fram í vor.
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingar, segir tímasetninguna góða
því þá ættu skýrslur aðila vinnumark-
aðarins annars vegar og ríkisstjórnar-
innar hins vegar um stöðu við-
ræðnanna að liggja fyrir.
Guðmundur Steingrímsson,
formaður Bjartrar framtíðar, er
einnig hlynntur því að kjósa samhliða sveitar-
stjórnarkosningum og Birgitta Jónsdóttir,
kapteinn Pírata, tekur í sama streng.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs, segir
það koma til greina að halda atkvæða-
greiðsluna í vor. „Einhvern botn þarf að
fá í málið því við getum ekki verið í ein-
hverju limbói með það,“ segir hún.
Bjarni Benediktsson, for maður
Sjálfstæðisflokksins og
efnahags- og fjármálaráð-
herra, segir ríkisstjórnar-
flokkana ætla að bíða eftir
skýrslu sem verið er að vinna um málið áður
en ákvörðun um atkvæðagreiðslu verði tekin.
„Það hefur ekki verið rætt neitt á milli
stjórnarflokkana varðandi framkvæmd
þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Bjarni.
Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra við vinnslu
fréttarinnar í gær. Hann sagði í
há degisfréttum RÚV í gær að hann teldi
að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild
að ESB ætti að snúast um það hvort
Íslendingar vilji ganga í sambandið
eða ekki, en ekki hvort halda eigi
viðræðum áfram. - hg
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki rætt framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB:
Vilja kjósa um aðildarviðræður í vor
BJARNI BENEDIKTSSONÁRNI PÁLL ÁRNASON
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Hólmfríður Bjarnadóttir, eða
Hófý eins og við flest þekkjum
hana, fararstjóri Bændaferða,
verður á skrifstofu
Bændaferða 13. - 17. janúar
kl. 10:00 - 16:00.
Það er því alveg upplagt að kíkja
í Síðumúlann í kaffi, hitta Hófý og
fá upplýsingar um ferðirnar.
Bændaferðir · Síðumúla 2
F E R Ð I R F Y R I R A L L A
Hófý, fararstjóri Bændaferða
verður á skrifstofunni 13. - 17. janúar