Fréttablaðið - 13.01.2014, Side 15

Fréttablaðið - 13.01.2014, Side 15
MÁNUDAGUR 13. janúar 2014 | SKOÐUN | 15 Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is 2014bætur Skilafrestur á launamiðum og öðrum gögnum vegna framtals 2014 er til 30. janúar. Sé skilað á rafrænu formi lengist fresturinn til 10. febrúar. Auðlegðarskattur Á nettóeign einhleypings umfram 75 milljónir kr. og að 150 milljónum kr. og nettóeign hjóna umfram 100 milljónir kr. og að 200 milljónum kr. er lagður 1,5% auðlegðarskattur. Á nettóeign umfram 150 milljónir kr. hjá einhleypingi og 200 milljónir kr. hjá hjónum er lagður 2% auðlegðarskattur. Auðlegðarskattur er lagður á einstaklinga í síðasta sinn við álagningu 2014. Auðlegðarskattur er ekki lagður á félög. Fjármagnstekjuskattur Skattur á fjármagnstekjur er 20%. Frítekjumark vegna vaxtatekna er 100.000 kr. á mann (verður 125.000 kr. við álagningu 2015). Frádráttur vegna leigutekna manna af íbúðarhúsnæði er 30% af leigutekjum. Frítekjumark gildir ekki um arð, söluhagnað og leigutekjur af öðru en íbúðarhúsnæði. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra er 9.911 kr. á ein- staklinga sem fæddir eru 1944 og síðar og eru með tekjur yfir 1.559.003 kr. á ári. Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs. Útvarpsgjald Útvarpsgjald er 19.400 kr. á einstaklinga sem fæddir eru 1944 og síðar og eru með tekjur yfir 1.559.003 kr. á ári. Undanþegin eru börn innan 16 ára aldurs. Skattlagning lögaðila Tekjuskattur hlutafélaga, einkahlutafélaga og samvinnu- félaga er 20% við álagningu 2014. Tekjuskattur annarra lögaðila er 36% og gildir það m.a. um sameignar- og samlagsfélög, þrotabú og dánarbú. Virðisaukaskattur Almennt skattþrep ................................................... 25,5% Sérstakt skattþrep ................................................... 7,0% Aðilar með rekstur undir 1.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili eru undanþegnir skráningarskyldu á virðisauka- skattsskrá. Endurgreiðsla virðisaukaskatts Á árinu 2014 verður framhaldið 100% endurgreiðslu á virðis aukaskatti vegna vinnu við byggingu, endurbætur og viðhald á íbúðar- og frístundahúsnæði til eigin nota. Stjórn RIFF, sem skipuð var árið 2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menn- ingar- og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóð- legu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbygg- ingu hátíðarinnar á alþjóðavett- vangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörð- un sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu af rekstri slíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“ hags- munaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heim- inum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykja- víkurborg sem kveðið var á um. Menningar- og ferðamálaráð hefur lagt mikla áherslu á sam- starf við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís. Stjórn RIFF legg- ur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heim- ili kvikmyndanna, Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnar- menn RIFF hafa rætt við full- trúa Bíó Paradísar um langtíma- samninga og Giorgio Gossetti, aðaldagskrárstjóri RIFF, ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmynda- gerðarmanna og formanni Heim- ilis kvikmyndanna, Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi með fulltrú- um Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember sl. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar með helstu hags- munaaðilum kvikmyndaiðnaðar- ins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákveða dagsetningu þessa fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og upp- byggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorð- um um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuð- borgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlend- is frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu með framsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðar- korti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru vel- viljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis, m.a. frá MEDIA-áætl- un Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undan- farin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahags- aðstæður tókst að halda glæsi- lega hátíð 2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíð- ina og hafa farið afar lofsamleg- um orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ með ákvörðun Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur- borgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram. Virðingarfyllst, Stjórn Alþjóðlegrar kvikmynda- hátíðar í Reykjavík – RIFF Baltasar Kormákur Elísabet Ronaldsdóttir Hrönn Marinósdóttir Max Dager Skúli Valberg Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF ➜ Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi , þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ með ákvörðun Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur- borgar. AF NETINU Jólasaga úr feðraveldisríki Í dag [laugardag] var lítill drengur jarðsunginn í Álaborg. Hann hét Rasmus og lét lífið þann 16. desember sl. Hann var fjögurra ára. Foreldrar hans höfðu staðið í umgengnisdeilu. Pabbinn á sér fortíð, hefur setið inni vegna afbrota sem hann framdi áður en drengurinn fæddist, og móð- irin taldi hann vanhæfan til að umgangast börn. Dómstólar voru ekki sammála og höfðu þann 12. desember úrskurðað honum eðililega umgengni. Umgengnis- úrskurðurinn kvað m.a. á um að barnið skyldi vera hjá föður sínum yfir jólin. Carsten, faðir drengsins, taldi víst að það væri eitthvað mikið að hjá barnsmóður hans og mánudaginn 16. desember sendi hann félagsmálayfir- völdum tölvupóst og bað þau að grípa inn í. [...] Carsten reyndist sannspár. Líklega hefði Rasmus litli orðið eldri en fjögurra ára ef hann hefði verið hjá þessum ómögulega pabba sínum þann 16. desember. En hann var hjá mömmunni. Og mamma hans tók hann í fangið og kyrkti hann til bana. http://blog.pressan.is/evahauks Eva Hauksdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.