Fréttablaðið - 13.01.2014, Side 17

Fréttablaðið - 13.01.2014, Side 17
Ég tók þátt í sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu síðastliðið haust og eftir hana setti ég Golu á laggirnar. Nafnið Gola tengist textíl í mínum huga, líkt og þegar þvotturinn bærist í golunni. Henni fylgir líka nota- leg tilfinning um milt sumar,“ útskýrir Margrét Oddný Leópoldsdóttir textíl- hönnuður, en hún hannar símunstur sem prentuð eru á löbera og á pappír. Margrét hafði lengi ætlað sér að vinna munstur og prenta á tau en hugn- aðist ekki að leita út fyrir landsteinana eftir prentþjónustu. Þegar slík þjónusta bauðst á Íslandi í haust átti hún safn af munstrum sem hún dreif í prentun. „Ég hafði notað sumarið til að búa til munstur upp úr náttúrunni í heimahög- unum, Grábrókarhrauni í Norðurárdal, og þegar Textílprentun Íslands var opnuð fór ég af stað. Ég gerði munstur út frá hreindýramosa í nokkrum út- færslum og línuteikningu upp úr venju- legum mosa sem ég stækkaði upp. Þá gerði ég líka munstur út frá smágerð- um smjörvíði sem varð þó að stór- gerðri línuteikningu,“ segir Margrét og viðurkennir að vera „alltaf með nefið ofan í jörðinni“. „Ég hef tekið ljósmyndir af nátt- úrunni í áratugi og mun líklega alltaf leita innblásturs í hana.“ Margrét leggur áherslu á munstur- gerð og þó hún saumi sjálf löberana segist hún ekki ætla að einskorða sig við borðdúka. „Gola mun ekki endilega snúast um textílvörur heldur allt mögulegt en stefnan er að selja munstruð efnin í metratali. Þá getur fólk saumað úr því það sem það vill. Ég reyni að hanna alltaf mismunandi útgáfur svo fleiri finni eitthvað sem hentar. Núna er ég að þróa nýtt munstur upp úr mosanum sem verður frekar dökkt.“ Margrét lærði textílhönnun við LHÍ og kenndi um tíma munsturgerð við skólann. Henni er umhugað um að munsturgerð og textílprentun festi sig í sessi hér á landi og er með nám- skeið í munsturgerð í bígerð. „Ég veit ekki til þess að neinn annar sé að hanna munstur á efni og selja í metra- vís á landinu í dag en á námskeiðinu langar mig að kenna fólki að vinna eigin munstur sem það getur svo látið prenta,“ segir hún. Nánar má forvitnast um hönnun Margrétar á www.gola.is. ■heida@365.is MOSI Í MUNSTUR ÍSLENSK HÖNNUN Margrét Oddný Leópoldsdóttir textílhönnuður vinnur símunstur upp úr mosanum í Grábrókarhrauni og prentar á tau. MUNSTURGERÐ Margrét Oddný Leópoldsdóttir hannar símunstur og lætur prenta á tau í metravís. MYND/GVA ÍSLENSK HÖNNUN Smjörvíðir og hreindýra- mosi eru meðal munstra á efnum Margrétar. Efnin eru prentuð hjá Textílprentun Íslands. MYND/GVA 12 DRAUMAR ARKITEKTA Nú stendur yfir sýning í anddyri Norræna hússins þar sem finnska arkitekta- stofan friman.laaksonen arkkitehdit sýnir óframkvæmdar draumsýnir og verk. Friman.laaksonen AB er í eigu tveggja arkitekta sem búsettir eru í Helsinki, Kimmo Friman og Esa Laaksonen, en þeir eru báðir meðlimir í Félagi finnskra arkitekta; SAFA. Veldu öruggt start með TUDOR.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.