Fréttablaðið - 13.01.2014, Page 20
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar og námskeið MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbirgir@365.is, s. 512-5432
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Rannsóknarspurning mín var hvort sölufólk upp-lifði kynbundinn mun á
kauphegðun ferðafólks í minja-
gripaverslunum á Íslandi,“ segir
Ingibjörg sem sjálf hefur unnið
í ferðaþjónustu
lengi og hefur
rekið gistihúsið
Ta n g a h ú s á
Borðeyri, ásamt
Á s d í s i G u ð -
mundsdóttur í
níu ár.
Hún ákvað að
skrifa um þetta
efni hún þegar hún sat kúrsinn
Minjagripir og alþýðulist hjá Dr.
Guðrúnu Helgadóttur. „Vitað er
að mikil tengsl eru milli ferðalaga
og minjagripaverslunar. Þegar ég
fór að kynna mér málið komst ég
að því að til eru nýlegar erlend-
ar rannsóknir um kynbundinn
mun á kauphegðun ferðamanna
á minjagripum en hins vegar
engar hér á landi. Ég ákvað því að
gera eigindlega rannsókn með er-
lendu rannsóknirnar sem fræði-
legan bakgrunn,“ lýsir Ingibjörg.
Hún sendi f y rirspurnir á
nok k rar minjagripaverslanir
þar sem hún falaðist eftir viðtali
við reynslumesta starfsfólkið
og fékk að lokum viðtöl við sex
konur sem samanlagt höfðu 71
árs starfsaldur. „Ég útbjó hálf-
opinn spurningalista og tók við-
töl í gegnum síma,“ lýsir Ingibjörg
sem var mjög ánægð með svörin,
enda voru konurnar fullar af
reynslu og áhuga.
Konur lengur að ákveða sig
Í ritgerð Ingibjargar kemur fram
að sölufólk upplif ir nokkurn
mun milli kynja þegar kemur að
kauphegðun, aðsókn, tíma sem
er varið til kaupanna, ástæðu
þeirra og því hvernig valið farið
fram. „Þetta samræmist að mestu
niður stöðum erlendu rann-
sóknanna nema þegar kemur
að ástæðu kaupanna. Í erlendu
rannsók nunum kemur fram
að gjafaáform eru sterkari hjá
konum en körlum. Hér á landi
virðast karlar skora hærra á þeim
skala. Þeir virðast aðallega versla
minjagripi til gjafa en konur jafnt
til gjafa og til minningar,“ segir
Ingibjörg.
Mun f leiri konur eru meðal
viðskiptavina en karlar en mun-
urinn er þó ekki afgerandi. „Þá
er munur á því hvernig konur
og karlar bera sig að við kaup-
in. Konur verja meiri tíma í að
skoða og máta og velta fyrir sér
ný tingar möguleikum meðan
karlar eyða styttri t íma, eru
ákveðnari og vita hvað þeir
vilja,“ segir Ingibjörg. Karlar leita
einnig mest að merktum vörum á
borð við boli og húfur með áletr-
un en konur horfi víðar yfir svið-
ið og horfi á minjagripi með nota-
gildi í huga. „Þá leita þær frekar
eftir aðlaðandi gjafaumbúðum
og útlitið virðist skipta þær meira
máli.“
Íslenskir jólasveinar vinsælir
Að mati sölukvennanna sem
Ingibjörg ræddi við hefur orðið
mikil aukning í minjagripa-
sölu samhliða síauknum ferða-
mannastraumi. „Þær greina frá
því að eftirspurn eftir þjóðlegum
og íslenskum munum með teng-
ingu við áfangastað hefur aukist
mikið,“ segir Ingibjörg en bendir
á að stór hluti minjagripa í dag sé
innfluttur.
„Konurnar minntust allar á
hve mikil eftirspurn væri eftir ís-
lenska jólasveininum, bæði stytt-
um og bókum. Þá þekkja ferða-
menn iðulega vel til jólasvein-
anna og virðast hafa kynnt sér þá
áður en þeir komu til landsins,“
greinir Ingibjörg frá. Hún segir
mikilvægt að minjagripaverslanir
bjóði upp á vandaða minjagripi
við hæfi ólíkra markhópa. „Það
er mikilvægt fyrir eigendur þess-
ara verslana að gera ráð fyrir að
kauphegðun viðskiptavinanna er
kynjuð,“ segir hún .
Ánægð með fjarnámið
Ingibjörg mun útskrifast með
BA-gráðu í ferðamálafræði í vor
en hún hefur stundað fjarnám
við Háskólann á Hólum. „Ég fer
í staðbundnar lotur og fer því á
Hóla tvisvar til þrisvar á önn í tvo
til þrjá daga í senn. Það er yndis-
legt að koma á staðinn og hitta
hópinn. Starfsfólkið er frábært og
mjög vel haldið utan um okkur
fjarnemana. Þá hefur námið mikil
tengsl við praktíkina og kúrsarnir
eru fjölbreyttir,“ segir Ingibjörg
sem einnig er sauðfjárbóndi
með 500 fjár á Kollsá II í Hrúta-
firði. Hún telur ekki loku fyrir það
skotið að hún muni halda áfram í
námi í framtíðinni. „Það er aldrei
of seint að læra,“ segir Ingibjörg
glaðbeitt en sjálf heldur hún upp
á fimmtugsafmæli í vor.
Kannaði kauphegðun ferðafólks
Kauphegðun ferðafólks í minjagripaverslunum á Íslandi er mismunandi eftir kyni. Þessu komst Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir að í
BA-ritgerð sinni í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.
Kauphegðun ferðafólks er mismunandi eftir kyni. NORDICPHOTOS/GETTY
Ingibjörg Rósa
Auðunsdóttir.
Heilabúið þarf eldsneyti þegar setið er langtímum saman yfir skóla-
bókum. Þá er mikilvægt að vanda valið á nasli og millibita. Hér
koma dugandi heilræði fyrir metnaðarfulla námsmenn.
● Líkaminn þarfnast eldsneytis allan daginn. Borðið því reglulega og
jafnt yfir daginn.
● Forðist að eiga snakk, ídýfur og sælgæti til að freistast til að borða.
● Veljið hollt snarl á kvöldin og borðið létt til að seðja sætindaþörfina.
Eigið til nóg af freistandi ávöxtum, heilkornabrauði, osti, jógúrti og
súpum í stað íss, kjúklingavængja og sætabrauðs.
● Standið upp á klukkutíma fresti og farið á stjá til að skerpa einbeit-
ingu og örva blóðflæði, efnaskipti og súrefnisflæði til heilans. Borð-
ið ekki til að halda ykkur vakandi.
● Takið hlé til að borða í stað þess að maula umhugsunarlaust yfir
skólabókunum. Finnið til raunverulegs hungurs og finnið til
ánægjulegrar seddu eftir skipulagða máltíð.
● Skammtið á diska í stað þess að borða beint upp úr umbúðum.
Pokinn verður þá tómur á örskotsstundu og stórar máltíðir veita
blóðstreymi til maga í stað heila.
● Prótínrík fæða skerpir hugsun; kjöt, baunir, mjólkurafurðir, prótín-
stangir og hnetur. Ofneysla á kolvetnum veldur syfju.
● Drekkið nóg af vatni og forðist orkuríka eða koffínríka drykki sem
geta dregið úr gæðum svefns og aukið streitu.
● Forðist þungar máltíðir fyrir svefninn og borðið helst
ekkert tveimur tímum fyrir háttinn til að forðast melt-
ingartruflanir og þreytu að morgni. Best er að borða
litla skammta með reglulegu millibili yfir daginn.
● Heitur matur og drykkir valda betri seddu. Hafið
því skyndisúpur eða grauta á takteinum.
● Forðist kyrrsetu. Hún kallar á snakk og óhollustu en
hreyfing kallar á hollustu.
Nartað yfir skruddunum
Þá er munur á
því hvernig
konur og karlar bera sig
að við kaupin. Konur
verja meiri tíma í að
skoða og máta og velta
fyrir sér
nýtingarmöguleikum
meðan karlar eyða
styttri tíma, eru
ákveðnari og vita hvað
þeir vilja.