Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 20146 Annríki – Þjóðbúningar og skart“ er rekið af hjónunum Guðrúnu Hildi Rosen kjær, klæðskera og kjólameistara, og Ásmundi Kristjánssyni gullsmið. Þar er boðið upp á fjölbreytta þjón- ustu við íslenska búninga og skart; nýsaum og lagfæringar á gömlum búningum og nýsmíði og lagfær- ingar á gömlu silfri. Í boði eru fjöl- breytt námskeið í þjóðbúningagerð og handverki sem þeim tengjast; baldýringu, knipli, flauelsskurði, perlusaumi og fleiru. Námskeið í tóvinnu og jurtalitun verða í boði með vorinu. Á haustönn 2013 luku þrjátíu nemendur þjóðbúningasaumi á námskeiðum í Bíldudal og í Ann- ríki, en alls voru saumaðir fimm- tíu búningar á námskeiðum 2013. Nú eru 35 konur á þriggja ára nám- skeiðum við saum á fald- og skaut- búningum og hefur eftirspurn stór- aukist. Það er talsverð aukning frá fyrri árum og gleðilegt að finna áhugann sem fólk sýnir glæsileg- um menningararfi Íslendinga. Á vorönn eru í boði námskeið í upphluts- og peysufatasaum, gerð herrabúninga og barna búninga. Baldýringarnámskeið hefst um miðjan febrúar. Vegna mikillar eftir spurnar á fald- og skautbún- ingsnámskeiði verður boðið upp á búningakynningu í Annríki, Suður götu 73 í Hafnarfirði, laugar- daginn 25. janúar frá klukkan 14-17, þar sem tekið verður við skráning- um á námskeið. Nýtt fald- og skaut- búningsnámskeið hefst laugardag- inn 1. febrúar og er áhugi á nýju námskeiði í gerð víravirkis á ís- lenska búninga fáist næg þátttaka. Frekari upplýsingar hjá Hildi í síma 5111573 eða 8981573 eða á annriki@simnet.is. Upplýsingar um námskeið og fleira á fésbók- inni undir „Annríki – Þjóðbúning- ar og skart“. Á vorönn eru í meðal annars í boði námskeið í upphluts- og peysufatasaum. Glæsilegur arfur „Annríki – Þjóðbúningar og skart“ býður upp á fjölbreytt námskeið í þjóðbúningagerð og handverki sem þeim tengjast, fyrir konur, karla og börn. Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá Annríki að öllum námskeiðum lýkur með veglegum útskriftarsamkomum þar sem nemendur, kennarar og velunnarar koma saman til að gleðjast yfir frábærum árangri og glæsilegum búningum. MYND/ÚR EINKASAFN Rauði kross Íslands býður upp á námskeiðið Á flótta sem hefur þann tilgang að draga úr fordómum fólks gagnvart innflytjendum. Mark- mið verkefnisins er meðal annars að efla vitund um mannréttindi og draga úr fordómum með tilliti til kynþáttar, trúar, stjórnmálaskoðana og kyns. Verkefnið gefur þátttakendum tækifæri til að kynnast og upplifa líf milljóna manna um heim allan, líf flóttafólks og hælisleitenda í formi hlutverkaleiks. „Þátttakendur taka virkan þátt í leiknum sem tekur einn sólarhring. Í upphafi leiksins fá þátttakendur nýtt nafn, þjóð- erni, vegabréf og jafnvel nýja fjölskyldu, fullorðin kona gæti til dæmis verið sjö ára strákur í leiknum. Leikurinn hefst þannig að farið er frá Sómalíu og honum lýkur þegar hæli er fengið á Íslandi,“ segir Steindór Gunnar Steindórsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum í Reykja- vík. „Ég get í raun ekki sagt neitt mikið meira um leikinn, fyrsta reglan í leiknum er að ekki má tala um hvað gerist í leiknum.“ Þó má greina frá því að á meðan leiknum stendur upplifa þátttak- endur það óöryggi, vantraust, þreytu og annað sem fylgir því að vera á flótta. Þátttakendurnir eru settir í þá aðstöðu að þeir séu óvelkomnir, þolendur skrifræðis og fordóma, háðir neyðaraðstoð auk þess sem þeir verða að gera sig skiljanlega á framandi tungumálum og vera komnir upp á náð og miskunn fólks sem ber enga virðingu fyrir þeim. „Þátttakendur leiksins frá því við byrjuðum með hann hér á landi skipta hundruðum og árangurinn af honum hefur verið mikill. Við höfum verið í góðu samstarfi við framhaldsskólana en leikurinn hent- ar best fyrir þann aldur og upp úr.“ Að leik loknum ættu þátttakendur að hafa öðlast nýja sýn á heim flóttamanna sem mun vonandi aðstoða þá við að skilja og hafa samúð með þeim og jafnvel hvetja einhverja til að bjóða sig fram til aðstoðar. Næsti leikur er fyrirhugaður í febrúar eða mars en nánari upp- lýsingar má fá á heimasíðu Rauða krossins. Flóttamaður í sólarhring Þátttakendur á námskeiðinu fá að upplifa það hvernig það er að vera flóttamaður frá Sómalíu í leit að hæli á Íslandi. MYND/GETTY Íslensk i hlut i alfræðigagna- grunnsins Wikipediu varð tíu ára gamall undir lok síðasta árs. Af því tilefni var haldið málþing í Landsbókasafni í desember þar sem ákveðið var að halda vikuleg Wikipediu-kvöld í vetur. Að sögn Hrafns Malmquist, starfsmanns Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns, er markmiðið að veita áhugasömum leið- beiningar um það hvernig hægt er að taka þátt í að byggja upp Wiki- pediu, hvort sem fól k v i l l skrifa nýtt efni frá grunni e ð a l a g- f æ r a o g bæta á eldra e f n i . „V i ð viljum auka ný- liðun í þeim hópi sem setur efni inn í grunn- inn. Hugsunin er sú að fólk geti komið hingað, tekið þátt og próf- að sig áfram. Hér er hægt að fá að- stoð og leiðbeiningar frá vönum Wiki pediu-notendum því fyrir marga er ekki auðvelt að stíga fyrstu skrefin. Ekki er nauðsyn- legt að skrifa texta frá grunni því alltaf þarf að lagfæra málfar og lesa yfir texta annarra. Svo er lítið mál að bæta inn eigin myndum, skýringarmyndum og teikning- um við eldri greinar.“ Hlutlaust sjónarhorn Strangt til tekið gilda engar reglur um hver megi setja inn hvaða efni í grunninn. „Það þarf þó að vera þriðji aðili sem fjallar hlutlaust um við- fangsef nið og h æ g t þ a r f að vera að sannreyna innihald- i ð m e ð viður- kenndum heimild- u m. E i n grunnregl- an er sú að fjalla verður um efnið frá hlutlausu sjónar- horni og það verður að vera markvert að einhverju leyti. Þannig þýðir ekki að setja inn fróðleik um eigið bílskúrs- band. Svo er endalaust hægt að hafa skoðun á málfari, uppröðun textans og svo framvegis.“ Íslendingar ekki duglegir Gagnagrunnurinn Wikipedia fór í loftið árið 2001 og er stærsti ókeypis gagnagrunnur heims. Hann inniheldur í dag yfir 30 milljónir greina á 287 tungu- málum. Níu tungumál eiga þar yfir milljón greinar, þar af inni- heldur enska útgáfan tæplega fjórar og hálfa milljón greina. Ís- lendingar hafa þó verið eftirbát- ar nágrannaþjóða sinna þegar kemur að uppbyggingu eigin Wiki pediu-gagnagrunns að sögn Hrafns. „Helsta ástæða þess að við ákváðum að byrja á þessum vikulegum kvöldum er sú að Ís- lendingar eru ekki nógu duglegir við að sinna þessum málum. Heilt yfir hefur dregið úr vextinum frá sumrinu 2008 sem er visst áhyggjuefni að mínu mati.“ Fyrsta Wikipediu-kvöld árs- ins var haldið síðasta fimmtu- dag og stefnt er að því að halda þau áfram varanlega. „Við sem stöndum að kvöldunum erum einnig að undirbúa stofnun stað- bundins félags með viðurkenn- ingu frá móðurfélaginu í Banda- ríkjunum. Það félag mun hafa umboð til að tala við söfn og fleiri aðila varðandi ýmsar heimildir. Það er því fullt af spennandi verk- efnum fram undan.“ Wikipediu-kvöld verða haldin alla fimmtudaga milli kl. 20-22 í tölvuverinu á 3. hæð í Þjóðar- bókhlöðunni. Allir geta skrifað söguna Gagnagrunnur Wikipediu geymir um 30 milljónir greina. Allir geta sett þar inn nýtt efni og bætt við eldri greinar. Í síðasta mánuði var haldið upp á tíu ára afmæli íslensku Wikipediu-síðunnar. Fram undan eru vikuleg Wikipediu-kvöld þar sem áhugasömum verður kennt að bæta við grunninn. Ætlunin er að auka nýliðun í þeim hópi sem setur efni inn í grunninn. „Hugsunin er sú að fólk geti komið hingað, tekið þátt og prófað sig áfram,“ segir Hrafn Malmquist, starfsmaður Landsbókasafns Íslands – Háskólasafns. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.