Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 46

Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 46
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 20148 GRÓSKA Í FATAHÖNNUN Fatahönnun er vinsælt fag hjá bæði stúlkum og piltum. Fagið er kennt í Listaháskóla Íslands. Linda Björg Árnadóttir er fagstjóri deildarinnar. Samkvæmt því sem segir á heimasíðu skólans leggur fatahönnunardeild skólans áherslu á evrópska avant-garde hefð í tísku. Breskir tískuskólar, sem þykja þeir bestu í heimi, eru fyrirmynd en deildin hefur einnig sterk tengsl við París og fara nemendur fatahönn- unardeildar þangað í starfsnám. Fatahönnunardeildin leggur áherslu á tengsl við atvinnulífið og iðnaðinn og vinnur ýmis verkefni fyrir íslensk fyrirtæki í fataiðnaði. Náminu lýkur með BA-prófi. Mikil gróska er í þessari grein hér á landi. Íslensk fatahönnun er eftir- sótt. Margir íslenskir fatahönnuðir hafa gert það gott erlendis. Árið 2001 var stofnað fagfélag fatahönn- uða. Félagið hefur tekið þátt í HönnunarMars frá upphafi með samsýningum þar sem sýnt er úrval hönnunar félagsmanna. NÁMSTÆKNI FYRIR BÖRN Enginn fæðist með kunnáttuna til að læra. Foreldrar þurfa að kenna börnum sínum að læra eins og þeir kenna þeim að hjóla. Í báðum til- fellum þarf fyrst að sýna barninu réttu aðferðirnar og svo þarf að æfa þær. Gott er ef barnið kemst upp á lag með að nota ákveðnar námstækniaðferðir eins og til dæmis þessar hér. Að fylgjast með í kennslustundum. Að taka niður glósur. Að skipuleggja verkefnin. Að biðja um hjálp ef þörf er á. Að fá góðan nætursvefn. Vel vakandi Bóklestur langtímum saman getur valdið óheyrilegri syfju. Best er að forðast að læra á stöðum sem eru of notalegir og valda almennri værð og syfju. Til að halda augnlokunum opnum og huganum vökulum er vænlegast að lesa við borð og sitja á hörðum stól. Þá er gott ráð að skvetta köldu vatni á andlitið ef svefn- inn sækir að, eða fara út undir bert loft til að hoppa, gera armbeygjur eða annað sem hressir mann við. Ef allt um þrýtur er ráðlagt að leggja sig í óþægilegum stól í 20 mínútur því ellegar er hætta á að þreytan yfirvinni góðan ásetning og nemandinn sofi til morguns. skráðu þig núna D A L E C A R N E G I E N Á M S K E I Ð Komdu í hóp með þeim sem ná árangri. Njóttu þín betur í mannlegum samskiptum og lærðu að hafa góð áhrif á aðra. Á hverjum degi sérðu fólk sem skarar fram úr í athafnalífinu, í stjórnsýslu, íþróttum, fjölmiðlum eða menningu og listalífi. Þetta fólk er í hópi þeirra 20.000 Íslendinga sem notið hefur góðs af þjálfun Dale Carnegie. Skráðu þig núna og nýttu hæfileika þína til fulls. Ármúla 11, 108 Reykjavík ı Sími 555 7080 ı www.dale.is Meira sjálfstraust Betri samskipti Örugg framkoma Leiðtogahæfni 555 70 80 H R I N G D U N Ú N A EÐA S K R Á Ð U Þ I G Á w w w.d a l e . i s // Ókeypis kynningartímar fyrir ungt fólk 10-15 ára 12. janúar, 21. janúar og 27. janúar 16-25 ára 12. janúar, 21. janúar og 27. janúar Skráðu þig á dale.is/ungtfolk // Ókeypis kynningartímar fyrir fullorðna Þriðjudaginn 14. janúar Fimmtudaginn 16. janúar Fimmtudaginn 23. janúar Laugardaginn 25. janúar Sjáðu fleiri dagsetningar kynningartíma á dale.is Dale Carnegie námskeiðið kom mér virkilega á óvart. Ég átti von á að öðlast meira öryggi til að tala fyrir framan hóp af fólki og bæta færni mína í mannlegum samskiptum. En námskeiðið gaf mér svo miklu meira. Meðal annars lærði ég aðferðir til að draga úr streitu og að bæta minnið. Mikilvægast var þó að ég lærði að vera sanngjarnari við sjálfa mig og kynntist frábæru fólki. Næsta markmið er að koma eiginmanninum og unglingunum á námskeið. // Kolbrún Björnsdóttir (Kolla), þáttastjórnandi á Stöð 2 ÍS L E N S K A S IA .I S D A L 6 71 54 0 1/ 14 Til að halda augnlokunum opnum og huganum vökulum er vænlegast að lesa við borð og sitja á hörðum stól. Þá er gott ráð að skvetta köldu vatni á andlitið ef svefninn sækir að, eða fara út undir bert loft til að hoppa GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.