Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 53

Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 53
MÁNUDAGUR 13. janúar 2014 | MENNING | 21 Fáðu ÚTRÁS fyrir DansGleðina! Öll skráning & nánari upplýsingar á dancecenter.is. Facebook/DanceCenter RVK. dancecenter@dancecenter.is – Sími 777 3658 Vorönnin hefst 13. janúar með sjóðheitum tímum hjá DanLidi DanceCenter & erlendum gestakennurum OPIÐ HÚS fyrstu vikuna í REYKJAVÍK þegar önnin hefst! Vertu með frá byrjun! Skráning á dancecenter.is! Glæsileg sýning í lokin! REYKJAVÍK-KÓPAVOGUR-GARDABÆR-HAFNARFJÖRDUR Break | Hip Hop | NÝTT! YogaMoves & LatinFittness | JazzFunk | Nútímadans | Jazzballett | Barnadansar: Mini-Hip Hop, Jazzballett, ballett KENNSLUSTAÐIR REYKJAVÍK: Grensásvegur 14, Mjóddin - Álfabakka 14, 3.hæð KÓPAVOGI: HK, 2.hæð, Digranesvegi GARÐABÆ: Ásgarði, 2.hæð HAFNARFJÖRÐUR: FH, Kapplakrika YogaMoves Kolla Júlí Nína Lilja JavierGuðrún Bryndís Halla BÆKUR ★★★★ ★ Kamilla vindmylla Hilmar Örn Óskarsson BÓKABEITAN Kamilla vindmylla og leiðinn úr Esjunni, eftir Hilmar Örn Óskars- son, er önnur bókin um hina mál- glöðu og bráðskemmtilegu Kamillu Írisi Hörpudóttur Thomsen. Í upp- hafi bókar er hún á leið heim frá föður sínum, sem býr í Noregi, og fær sæti við hliðina á jakkafata- klæddum viðskiptamanni. Sá er ekki jafnspenntur fyrir því að halda uppi samræðum og hún, sem talar alla leiðina til Íslands. Þarna fá þeir lesendur, sem ekki þekkja Kamillu úr fyrri bók, tækifæri til að kynnast henni rækilega. Sagan fjallar um baráttu vísinda- mannsins Elíasar Emils, Kamillu og vina þeirra við óþokkann Júlíus Janus, sem hefur stolið einni af upp- finningum Elíasar; sendi sem getur stýrt hugsunum fólks. Júlíus vill nota hann til að láta öllum leiðast jafnmikið og honum sjálfum. Þegar á líður kemur ýmislegt í ljós sem tengir þá Emil og Júlíus. Titill bókarinnar er leikur að orðum. Í fljótu bragði mætti ætla að um væri að ræða leiðina úr Esjunni en í raun er engin innsláttar villa hér á ferð heldur fjallar bókin um leiðann úr Esjunni. Þetta er reyndar í takt við bókina sjálfa því hún einkennist öðru fremur af miklum orðaleikjum og virðast allar persónurnar hafa jafnmikil völd á þeim. Hugsanlega er jafnvel næst- um því of mikið af orðaglensi í bók- inni, en það er algjört matsatriði. Persónusköpun er annars mjög skemmtileg, þó hugsanlega séu ívið margar persónur þátttakendur í sögunni. Það orsakast þó væntan- lega af því að þetta er önnur bókin um krakkana og þeir verða auð- vitað allir að vera með í þessari líka. Aukapersónurnar eru margar hverjar sprenghlægilegar, til dæmis má nefna fréttakonu eina sem fékk mig til að skella upp úr við lestur bókarinnar. „Góði karlinn“ og „vondi karlinn“ eru dæmigerðar staðaltýpur, en sér- staklega vel heppnaðar sem slíkar. Kaflarnir sem fjalla um Júlíus Janus eru meira að segja uppfullir af kaldhæðnislegum athugasemdum um hinn dæmigerða óþokka, sem er bráðfyndið og vel heppnað. Söguþráðurinn er frekar dæmi- gerður en það sem vegur þyngra er sprenghlægileg persónusköpun og sögumannsrödd. Boðskapur bókar- innar er einfaldur og góður: Það er hundleiðinlegt og jafnvel beinlínis hættulegt að láta sér leiðast. Bókina prýða skemmtilegar myndir eftir Erlu Maríu Árnadóttur. Halla Þórlaug Óskarsdóttir NIÐURSTAÐA: Sprenghlægileg bók fyrir krakka á öllum aldri. Persónur vel heppnaðar og söguþráður gengur upp. Spreng- hlægilegar persónur „Það er hugmyndin að hafa þetta bæði sögustund og námskeið fyrir fólk frá unglingsaldri og upp úr.“ Þetta segir Ólöf Sverrisdóttir, leikari og sögukona, um þá nýjung Borgarbókasafnsins að efna til sögu- stunda fyrir fullorðna og kynna um leið aðferðir til að gæða sögur lífi og litum. Stundirnar heita Orða- gull og verða á dagskrá á miðvikudögum milli 17 og 18 í Kamesi aðalsafns, Tryggvagötu 15. Þar verður Ólöf í aðalhlutverki. „Alltaf verður sögð saga og svo er ég með alls konar æfingar fyrir fólk sem vill læra að forma sögur og fá þær til að flæða.“ Orðagull hefst eftir morgundaginn, þar er ekkert þátttökugjald og eru allir velkomnir. - gun Að gæða sögu lífi og litum Borgarbókasafnið er með ókeypis sögustundir fyrir fullorðna, þá fyrstu 15. janúar. Ólöf Sverrisdóttir segir námskeiðið ætlað fólki á öllum aldri. Alltaf verður sögð saga og svo er ég með alls konar æfingar fyrir fólk sem vill læra að forma sögur og fá þær til að flæða. SÖGUKONA Ólöf hefur áralanga reynslu af að segja sögur, meðal annars í Æringja, sögubíl Borgarbókasafnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.