Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.02.2014, Blaðsíða 10
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 EFNAHAGSMÁL „Ég veit engin dæmi þess að forsætisráðherrar erlend- is gagnrýni sína seðlabanka svona hart,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideild- ar Landsbankans. Deildin birti Hagsjá sína í gær þar sem fram kemur að ekki verði betur séð en að sú staða sé upp komin að ríkis- stjórn landsins vantreysti Seðla- bankanum til að gegna lögbundn- um skyldum sínum. Í ritinu Peningamál sem birt var á miðvikudag sagði Seðlabankinn að nauðsynlegt yrði, vegna fyrir- hugaðra aðgerða ríkisstjórnarinn- ar um skuldalækkanir íbúðalána, að beita stjórntækjum peninga- stefnunnar, það er stýrivöxtum, af mun meiri hörku en ella hefði verið þörf á, en engu að síður yrði ómögulegt að hemja verðbólgu- áhrif aðgerðanna að fullu. Daníel segir að með þessu séu ríkisstjórnin og Seðlabankinn að toga hvort í sína áttina. „Það var niðurstaða Rannsóknarskýrslu Alþingis að þegar þenslan var sem mest á sínum tíma var Seðlabank- inn að reyna að draga úr henni á meðan verið var að lækka skatta og fara í aðrar þensluhvetjandi aðgerðir í ríkisfjármálunum. Það myndaðist síðan almenn sátt um það eftir hrunið að það hefðu verið ákveðin mistök að Seðlabankinn hefði verið einn í baráttunni við verðbólguna og samstaða um það að vinna saman að markmiðinu,“ segir Daníel. Hann segir skuldalækkunina hafa talsvert verðbólguhvetjandi áhrif að mati Seðlabankans og fyrir vikið þurfi hann að beita stjórntækjum sínum af hörku. „Það er skrítið að ríkisfjármálin taki ekki meira tillit til þess að við erum ekki búin að ná verðbólgu- markmiðinu,“ segir Daníel. Hagfræðideildin segir einnig í Hagsjánni að viðbrögð forsætis- ráðherra í ræðu á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs veki athygli, þar sem hann lýsti furðu á forgangs- röðun Seðlabankans og bætti við að hann hefði verið búinn að panta allt aðra greiningu sem enn væri beðið eftir. Deildin segir þannig komið upp vantraust milli ríkis- stjórnarinnar og Seðlabankans sem muni óhjákvæmilega veikja trú markaðsaðila, almennings og alþjóðlegra matsfyrirtækja á að hér takist að koma á langþráðum efnahagslegum stöðugleika og stefnu í stjórn efnahagsmála. „Við sjáum þessi viðbrögð og það ekki í fyrsta skiptið og það bend- ir til þess að ekki sé mikið traust þarna á milli og þá aðallega í aðra áttina. Greiningaraðilar erlend- is horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki samstiga og það er hið versta mál,“ segir Daníel að lokum. fanney@frettabladid.is Sojapylsurnar frá Hälsans Kök eru frábærar á grillið. Holl og bragðgóð tilbreyting. HOLLAR PYLSUR INNIHALD Prótein úr hveiti (42%) og soja (32%). Jurtaolía, eggjahvítuduft, salt (1,8%), glúkósi, maltódextrín, laukduft, sterkja, ger, krydd, hvítlauksduft. Telur vantraust í garð Seðlabanka skaðlegt Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir ríkisstjórnina og Seðlabank- ann ósamstiga. Ríkisfjármálin þurfi að taka mið af verðbólgumarkmiði. Vantraust veiki trú markaðsaðila og matsfyrirtækja á efnahagslegum stöðugleika. VIÐSKIPTAÞING Forsætisráðherra furðar sig á forgangsröðun við greiningar Seðla- bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Greining- araðilar er - lendis horfa á þetta samspil og sjá að menn eru ekki sam - stiga og það er hið versta mál. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans BELGÍA Umdeilt frumvarp um líkn- ardráp á börnum var samþykkt á belgíska þinginu í gær með 86 atkvæðum gegn 44. Tólf þing- menn sátu hjá. Belgía verður þar með fyrsta landið sem heimilar líknardráp án þess að tilgreina lágmarksaldur, en í Hollandi eru í gildi lög sem heimila líknardráp á börnum eldri en tólf ára, að því tilskildu að for- eldri gefi samþykki sitt. Skilyrði líknardráps í Belgíu verða þau að barnið sé haldið banvænum sjúkdómi, engin lækn- ing sé möguleg og þjáningar séu óbærilegar. Þá þarf barnið að hafa ítrekað beðið um að fá að deyja, og foreldrar, læknar og geðlækn- ar þurfa að veita samþykki sitt áður en ákvörðun er tekin. Samkvæmt skoðanakönnunum eru þrír af fjórum íbúum lands- ins sáttir við nýju lögin, en and- stæðingar þess hafa harðlega gagnrýnt frumvarpið. Leiðtogar kirkjunnar hafa sagt lögin siðlaus. Um sama leyti og þingmenn ræddu frumvarpið í gær tók lög- reglan í Belgíu ákvörðun um að rannsaka þurfi hvort einn helsti talsmaður líknardráps í Hollandi, hin 81 árs gamla Els Borst-Eilers, hafi verið myrt. Hún fannst látin á mánudag í bílskúr sínum. Borst-Eilers var heilbrigðisráð- herra Belgíu á árunum 1994 til 2002 og átti einna stærstan þátt í að belgíska þingið samþykkti lög- leiðingu líknardráps árið 2001. - gb Belgíuþing samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta umdeilt frumvarp: Líknardráp á börnum lögleyft í Belgíu ÍTALÍA Enrico Letta sagðist í gær ætla að segja af sér sem forsæt- isráðherra Ítalíu eftir átakafund í flokki hans, Lýðræðisflokknum, þar sem yngri flokksbróðir hans gerði harða hríð að honum. Matteo Renzi, sem er borgar- stjóri í Flórens, náði formanns- kjöri á síðasta flokksþingi og gaf skýrt til kynna að hann vildi einnig hreppa forsætisráðherraembættið. Það sem réð úrslitum um afsögn- ina var að Renzi lýsti því yfir að hann væri hættur að styðja stjórn- ina, sem fyrir stóð afar tæpt á ítalska þinginu. Þar sem Renzi er formaður flokksins var stjórnin í raun fallin. Renzi hefur gagnrýnt Letta fyrir að hafa ekki náð nógu góðum árangri við að koma efnahagslífi Ítalíu upp úr djúpri kreppu síðustu ára. Atvinnuleysi á Ítalíu hefur ekki verið jafn mikið í fjörutíu ár og samdrátturí efnahagslífi hefur verið 9 prósent. Renzi gerir sér nú vonir um að Giorgio Napolitano forseti feli honum að mynda nýja ríkisstjórn eftir að Letta hefur afhent honum uppsögn sína. - gb Forsætisráðherra Ítalíu lét undan þrýstingi frá formanni eigin flokks: Renzi vonast til að taka við ENRICO LETTA Segir af sér sem for- sætisráðherra í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FYLGST MEÐ Á ÞINGPÖLLUM Einn áheyrenda kallaði þingmenn morðingja eftir að frumvarpið hafði verið sam- þykkt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AFGANISTAN Bandaríkjastjórn segist afar ósátt vegna þess að stjórnvöld í Afganistan slepptu 65 föngum úr haldi. Fangarnir höfðu setið inni í Bagram-fangelsinu, sem Bandaríkin höfðu stjórnað þangað til á síðasta ári þegar afgönsk stjórnvöld tóku við. Bandaríkjamenn segja fangana bera ábyrgð á dauða fjölda manns, bæði almennra borgara og hermanna, þar á meðal bandarískra her- manna. Afganir segjast hins vegar ekki hafa getað haldið mönnunum lengur í fangelsi vegna þess að sönnunargögn vanti. Þá segir Hamid Karzai, forseti Afganistans, að þessi ákvörðun komi Bandaríkjamönnum ekkert við. Enn er talið að um 70 fangar séu í Bagram-fangelsinu. - gb Tugum fanga sleppt vegna skorts á sönnunum: Bandaríkin ósátt FANGELSIÐ Í BAGRAM Forseti Afganistans segir málið ekki koma Bandaríkjamönnum neitt við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Vladímír Pútín Rússlandsforseti tók í gær á móti Abdel-Fatta el Sissi, æðsta yfir- manni egypska hersins, og lýsti jafnframt yfir stuðningi við for- setaframboð hans. El Sissi er hermálaráðherra Egyptalands og steypti síðastliðið sumar Mohammed Morsi Egypta- landsforseta af stóli. Pútín sagðist jafnframt vilja efla tengsl ríkjanna, sem hafa verið í lágmarki áratugum saman. - gb El Sissi í heimsókn í Moskvu: Pútín styður framboð Sissis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.