Fréttablaðið - 14.02.2014, Page 18

Fréttablaðið - 14.02.2014, Page 18
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ESB-ríkin hafa undirgengist skuldbind- ingar um hlutdeild umhverfisvænnar orku árið 2020. Mörg ríkjanna eiga langt í land með að ná þeim markmiðum og eru því áhugasöm um að finna leiðir til þess. Því velta ýmsir því fyrir sér með hvaða hætti íslensk orka fáist seld undir þeim ívilnunarkerfum sem ríkin nota en sá möguleiki að fá gott verð fyrir raforkuna er ein helsta röksemdin fyrir tengingu Íslands í gegnum sæstreng við evrópska orkukerfið. Lagning sæstrengs frá Íslandi hefði áhrif á mörgum sviðum þjóðlífsins og því er lykilatriði að leita sáttar um svo stóra ákvörðun. Með það að leiðarljósi skipaði ég sem iðnaðarráðherra þverpólitískan ráðgjafarhóp á árinu 2012 með fulltrú- um allra þingflokka og helstu hagsmuna- aðila. Má þar nefna fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, náttúruverndar- samtökum, aðilum vinnumarkaðarins og Neytendasamtökunum. Sá hópur skilaði í júní 2013 skýrslu og komst að sameigin- legri niðurstöðu án mótatkvæða og án sérálita sem er nokkuð sérstakt í svona stórum, þverpólitískum hópi. Atvinnuveganefnd Alþingis hefur fjallað um skýrslu ráðgjafarhópsins og er sammála um að vinna þurfi áfram að málinu í samræmi við tillögur hópsins. Nefndin bendir þeim til viðbótar m.a. á að huga þurfi að uppbyggingu innviða hér á landi er varða húshitunarkostnað og dreifingu raforku. Slóðin á skýrslu ráð- gjafarhópsins er: http://www.althingi.is/ altext/143/s/pdf/0059.pdf og á nefndarálit atvinnunefndar: http://www.althingi.is/ altext/143/s/pdf/0592.pdf. Ljóst er að mörg álitamál þarf að skýra áður en ákvörðun er tekin um lagningu strengsins og hagkvæmni slíkrar teng- ingar þarf að greina. Þó að framleiðsla endurnýjanlegr- ar raforku og útflutningur hennar um sæstreng falli vel að áherslum græns hagkerfis mun lagning sæstrengs senni- lega auka þrýsting á byggingu nýrra virkjana og háspennulína. Lög um rammaáætlun og lög um náttúruvernd eru því undirstaða allrar umræðu um auðlindina og nýtingu hennar. Ég skora á iðnaðar- og viðskiptaráð- herra að hún haldi áfram með málið eins og það byrjaði, í þverpólitískum farvegi með breiðri þátttöku hagsmunaaðila. Sæstrengur? ORKUMÁL Oddný G. Harðardóttir alþingismaður ➜ Lagning sæstrengs frá Íslandi hefði áhrif á mörgum sviðum þjóð- lífsins og því er lykilatriði að leita sáttar um svo stóra ákvörðun. Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti F réttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að þrátt fyrir ákvæði laga og aðalnámskrár grunnskóla fengju börn inn- flytjenda afar takmarkaða kennslu í eigin móðurmáli. Um sex prósent barna í íslenzkum grunnskólum hafa annað móðurmál en íslenzku. Alls konar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að börn fái haldgóða kennslu í eigin móður- máli, þar með talinni réttritun og málfræði, annars ná þau aldrei góðum tökum á öðrum tungumálum. Þar með talin er íslenzkan, sem er lykill barna innflytjenda að velgengni í námi og starfi í framtíðinni. Í bæjarfélögum þar sem hlut- fall innflytjenda er hvað hæst á Íslandi er ekki séð um að börn þeirra fái kennslu í eigin móður- máli. Margir skólastjórar sem Fréttablaðið ræddi við viður- kenna þörfina, en benda á að ekki séu til peningar í þessa kennslu og hæfa kennara vanti. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenzkra sveitar- félaga, sagðist hafa orðið var við það strax eftir efnahagshrun að móðurmálskennsla var skorin niður. „Fyrir hrun var almennt viðurkennt út frá kennslufræðilegum sjónarmiðum að það ættu sem flestir skólar að sinna þessum málum. En þegar minni pen- ingur er til þá breytist öll forgangsröðun.“ Ummæli Soffíu Vagnsdóttur, skólastjóra í Bolungarvík, eru sjálfsagt lýsandi fyrir afstöðu margra í málinu. Hún segir að þar í bæ sé lögð áherzla á að foreldrar taki ábyrgð á tungumála- kennslu barna sinna. „Þeir tóku ákvörðunina um að flytja til annars lands og þurfa að taka ábyrgð á því.“ Soffía segir að fyrir nokkuð mörgum árum hafi pólskum börnum verið boðið upp á móðurmáls- kennslu, en svo hafi því verið hætt af því að misrétti hafi fólgizt í því að bjóða ekki upp á öll tungumálin. Það er hægt að segja sem svo að það sé á ábyrgð innflytjenda að kenna börnum sínum móðurmálið. Þeir hafa þó ekki frekar en margir íslenzkir foreldrar forsendur til að bjóða þeim upp á þá kennslu og þjálfun sem menntaður kennari myndi gera. Það er alveg sjónarmið að það séu einfaldlega ekki til peningar fyrir þessari kennslu. Það er hægt að rökstyðja að bjóða ekki upp á hana út frá fjárhagssjónarmiðum. Fólk þarf þá bara að átta sig á hverjar afleiðingarnar eru líklegar til að verða. Aðeins um 80% barna innflytjenda skrá sig í framhaldsskóla, samanborið við 96% barna innfæddra Íslendinga. Miklu lægra hlutfall innflytjenda klárar framhaldsskólann. Meginástæðan er að þessa krakka skortir íslenzkukunnáttu til að ná nógu góðum tökum á náminu. Þá færni fá þau ekki nema hafa líka tök á eigin máli. Hvatning til að bjóða börnum innflytjenda upp á nám í móður- málinu kemur meðal annars frá alþjóðastofnunum, til dæmis ECRI, Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi. Ástæðan er reynsla frá ríkjum þar sem minnihlutahópar innflytjenda hafa vegna ónógrar tungumálakunnáttu lent undir í menntakerfinu og fest í framhaldinu í láglaunastörfum. Þetta ýtir undir fátækt og félagsleg vandamál meðal innflytjenda, sem stundum brýzt út í afbrotum, óánægju og ofbeldi. Auðvitað eigum við fremur að læra af reynslu nágrannalandanna og gera allt sem við getum til að hindra slíka þróun en að vakna upp við vondan draum eftir nokkur ár eða áratugi. Börn innflytjenda fá ekki kennslu í móðurmálinu: Vandamáli ýtt inn í framtíðina Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Fortíðin gerð upp Margir hafa furðað sig á ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í vikunni. Þar skaut hann föstum skotum að nokkurn veginn öllum sem sátu í salnum, Seðlabankanum, Sam- tökum atvinnulífsins, lífeyrissjóðum og fleirum. Nokkuð margir hafa furðað sig á á efnistökum ræðunnar, sem var verulega á skjön við bæði tilefnið og yfirskrift þingsins sem var uppbygging alþjóðageirans á Íslandi. Formaður Viðskipta- ráðs sagði í samtali við Vísi í gær að þeir sem hefðu setið þingið hefðu verið forviða, en að forsætis- ráðherra hefði þarna líklegast verið að gera upp fortíðina gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hann er svolítið mikið í því, ráðherrann. Kannski ætti hann bara að blása til eigin þings þar sem hann færi yfir það helsta sem angrar hann þá stundina í stað þess að hertaka aðra viðburði. Sóknartækifæri Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra á þinginu í gær hvort hann hygðist beita sér fyrir því að tollar á landbúnaðarvörum sem ekki eru framleiddar hér á landi verði felldir niður og hvort það væri ekki eðlilegt og sanngjarnt. Sigurður sagðist að sjálfsögðu myndu gera það. Nei, djók. Hann sagði umræðuna um málið hafa verið afspyrnusérkennilega, kallaði hana áróður og furðaði sig á orðalaginu ofurtollar sem fleygt hefur verið fram. Hann ræddi síðan fram og aftur um tolla á skyri í Evrópusam- bandinu, Bandaríkjunum, innflutning frá Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. Hins vegar sagði hann eitt sem kom á óvart, sem var að hann vildi skoða málið og hefði sett af stað tollahóp til að skoða sóknartækifæri í tollamálum. Vonandi er skilningur ráðherra á sóknartækifærum eitthvað í líkingu við skilning flestra landsmanna. Íslensk- ir kengúrubændur þurfa ekki frekari tækifæri. fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.