Fréttablaðið - 14.02.2014, Síða 24
14. febrúar 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Ástkær bróðir minn,
KRISTINN KATRÍNARSON
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 6. febrúar.
Hann verður jarðsunginn í dag, föstudag, frá Fríkirkjunni í
Reykjavík kl. 13.00.
Eiríkur Katrínarson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓNU GÍSLADÓTTUR
Gullsmára 5, Kópavogi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Karitas, Ljóssins og
göngudeildar líknardeildar Landspítalans ásamt öllu því góða
fólki sem kom að því að hjálpa til við umönnun.
Gunnar Guðjónsson
Þuríður Gunnarsdóttir Eyjólfur Magnús Kristinsson
Gísli Rúnar Gunnarsson Helga Bjarnadóttir
Gunnar Örn Gunnarsson Pilar Olivares Villalonga
Kolbrún Klara Gunnarsdóttir
Sólrún Ása Steinarsdóttir
Hákon Fannar Steinarsson
Bjarni Berg Gíslason
Þökkum innilega auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og
útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Kambi í Reykhólasveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Barmahlíðar á
Reykhólum fyrir einstaka hlýju og umönnun síðustu árin.
Guðbjörg Karlsdóttir Kristján Magnússon
Jóhanna Karlsdóttir Karl Bjarnason
Sumarliði Karlsson Guðlaug Óskarsdóttir
Sigrún Karlsdóttir Hafsteinn Runólfsson
Halldór Karlsson G. Sæbjörg Jónsdóttir
Björgvin Karlsson Guðrún Bóel Hallgrímsdóttir
Kristín Haraldsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR
sjúkraliði,
(f.17.6. 1923)
lést á Droplaugarstöðum 1. febrúar. Útförin
fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hulda Hauksdóttir Helgi Skaftason
Stella Hauksdóttir Magnús Viðar Helgason
Ása Jórunn Hauksdóttir
Haukur Hauksson Jemer Gill
Ólafur Haukur Berglind Björgúlfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANN GÍSLASON
tannlæknir,
Flókagötu 47, Reykjavík,
lést á Landakoti laugardaginn 8. febrúar. Útförin fer fram
frá Háteigskirkju mánudaginn 17. febrúar kl. 13.00.
Magný Gyða Ellertsdóttir
Ellert Þór Jóhannsson Sabrina Hussain
Guðrún Jóhannsdóttir Matthieu Saillant
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts elskulegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
tengdadóttur, ömmu og langömmu,
ELÍNAR SIGURÐARDÓTTUR
Ártúni 15, Selfossi.
Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og
allra sem önnuðust hana í gegnum baráttu
hennar við krabbamein til langs tíma.
.
Birgir Jónsson
Ari Birgisson Súsanna Valsdóttir
Jón Þór Birgisson Kathrina Andersen
Aðalheiður Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, á messudegi
heilags Valentínusar. Dagurinn er einnig stundum kallaður
Valentínsdagur og er haldinn þann 14.
febrúar ár hvert.
Dagurinn á uppruna sinn í Evrópu
á 14. öld og nýta margir daginn til að
senda elskhugum sínum gjafir og sér-
stök valentínusarkort. Þær hefðir eiga
uppruna sinn í Bretlandi, Frakklandi og
í Bandaríkjunum en í sumum öðrum
löndum er dagurinn helgaður vináttu.
Sumir halda upp á daginn hér á
landi en elstu heimildir um hann eru
úr Morgunblaðinu árið 1958 þar sem
stendur:
„... hér á landi fer minna fyrir deg-
inum. Þó hafa blómaverzlanir í Reykjavík til sölu litla blómvendi,
sem hnýttir hafa verið í tilefni dagsins.“
ÞETTA GERÐIST: Á UPPRUNA Í EVRÓPU Á 14. ÖLD
Valentínusardagurinn
haldinn hátíðlegur
DAGUR ÁSTARINNAR
Margir gleðja ástina
sína með blómum á
þessum degi.
„Þetta er frábær samningur fyrir okkur og við erum
mjög sáttir,“ segir Ari Þorgeir Steinarsson, trommuleik-
ari hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42, en sveitin hefur
gert útgáfusamning við pólska útgáfufyrirtækið Hell-
thrasher Production.
Hljómsveitin gaf út plötuna Armadillo í september á
síðasta ári en þá eingöngu á rafrænu formi, en pólska
útgáfufyrirtækið ætlar að gefa plötuna út á geisladiski.
Um er að ræða samning til tveggja ára og mun nýj-
asta plata sveitarinnar koma út víðsvegar í heiminum á
geisladiski.
„Það er ekki komin dagsetning á hvenær platan
kemur út en hún kemur líklega út um mitt ár.“ Hún mun
að öllum líkindum koma fyrst út í Balkanskagaríkjun-
um en þó einnig á Íslandi. „Við erum fyrsta hljómsveitin
sem gerir samning við fyrirtækið og er ekki algjörlega
110 prósent metal-hljómsveit þannig að við erum aðeins
að róa fyrirtækið,“ segir Ari léttur í lundu. Hann bætir
við að sveitin hafi einnig reynt eftir fremsta megni að
fá talsvert magn af Prins Póló-súkkulaði með samn-
ingnum. „Prins Pólóið hefði fullkomnað samninginn en
við er samt sem áður mjög sáttir.“
Strigaskórnir koma fram á tónleikum á Dillon í kvöld
ásamt hljómsveitinni Skepnu. Þá er sveitin einnig
bókuð á rokktónlistarhátíðina Eistnaflug sem fram fer í
sumar. - glp
Prins Póló-súkkulaðið hefði
fullkomnað útgáfusamninginn
Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 gerði á dögunum samning við pólska útgáfufyrirtækið
Hellthrasher Productions. Platan mun koma út víðs vegar á næstunni.
GEFA ÚT
ERLENDIS
Hljómsveitin
Strigaskór nr.
42 hefur gert
útgáfusamn-
ing við pólskt
út gáfufyrirtæki.
MYND/EINKASAFN
Hluta af húsnæði barna- og ung-
lingageðdeildar Landspítalans hefur
verið breytt í fjölskylduíbúð, með
sjö milljóna króna styrk frá kven-
félaginu Hringnum. „Þessi íbúð er
kölluð Hringsíbúðin,“ segir Valgerð-
ur Einarsdóttir, formaður Hringsins.
„Barna- og unglingageðdeild sendi
inn styrkbeiðni fyrir einhverju síðan
fyrir þessari íbúð. Við svöruðum því
játandi. Í fjölskylduíbúðinni verður
boðið upp á nýja tegund meðferðar,
sem er fjölskyldumeðferð í gegnum
leik og aðra jákvæða samveru,“ segir
Valgerður.
Í íbúðinni rúmast heil fjölskylda.
„Barnið sem er veikt fær fjölskylduna
sína inn á deildina. Ég held það hafi
verið ráðgert að fjölskyldur dvelji
viku og viku í íbúðinni. En það er ekki
komin reynsla á það. Þessi meðferð
er bara rétt að fara af stað og þetta
verður örugglega aðlagað eftir þörf-
um. Þetta er nýjung í meðferð sem
þau eru að fara af stað með. Þetta á
að hefjast undir eins. Það eru spenn-
andi tímar fram undan. Mjög gott
samstarf hjá starfsfólkinu á barna-
og unglingageðdeild.“ Arkitektar og
smiðir voru fengnir í verkið. „Þeir
eru búnir að vera í einhverja mánuði
að koma þessu fyrir. Þetta er afskap-
lega notaleg og flott lítil íbúð. Hún
var formlega afhent 6. febrúar og er
tilbúin til notkunar,“ segir Valgerður.
Kvenfélag Hringsins var stofnað
árið 1904. „Það er sennilega næstelsta
góðgerðarfélag landsins. Thorvald-
sensfélagið er það elsta. Árið 1942
breyttist markmið Hringsins í það að
hér skyldi byggður barnaspítali. Árið
2003 tók hann til starfa í nýrri bygg-
ingu, en hann hafði verið í öðru formi
inni á Landspítalanum áður. Starfið
hefur verið farsælt og gefandi. Það
eru duglegar konur í félaginu,“ segir
Valgerður, en hún hefur gegnt for-
mennsku í samtökunum í fimm ár.
Félagið styrkir ýmis líknar- og
mannúðarmál ár hvert, sérstaklega
í þágu barna. Í forgangi er Barna-
spítali Hringsins. „Við styrktum
hann um 110 milljónir þar síðast.
En allt frá upphafi hefur Hringur-
inn stutt barna- og unglingageðdeild
með ýmsum hætti. Það hefur verið
okkur hjartans mál, alveg frá því að
hún var opnuð árið 1971. Á barna- og
unglingageðdeild er ekki þörf á lækn-
ingatækjum, en við styrkjum meðferð
eftir þörfum. Til dæmis styrktum við
endurbætur á garði við deildina síð-
ast,“ segir Valgerður.
Hringurinn selur jólakort, jóla-
kaffi, happdrættismiða og fleira til að
fjármagna styrkina. „Svo rekum við
veitingastofu á Barnaspítala Hrings-
ins og höldum jólabasar. Auk þessa
starfs fáum við gjafir. Við eigum
afskaplega marga og góða velunnara
í þjóðfélaginu sem styrkja okkur og
styðja,“ segir Valgerður.
Ný meðferð í Hringsíbúð
Kvenfélagið Hringurinn styrkti barna- og unglingageðdeild Landspítala um sjö milljónir
til þess að byggja fj ölskylduíbúð fyrir nýja tegund meðferðar.
HRINGSÍBÚÐ Valgerður Einarsdóttir, Ólafur Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild, og Vilborg Guðnadóttir hjúkrunardeildar-
stjóri. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON.