Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 33
FRÉTTABLAÐIÐ
LÍFIÐ 14. FEBRÚAR 2014 • 7
daginn er ég hjá húðlækninum og
ég spyr hvort hann eigi bótox, og
hann segir já, og ég segi: Má ég fá?
Og hann segir: Já, ekkert mál, og
sprautar mig á milli augnanna. Það
var fáránlega óþægilegt. Það var
eins og einhver héldi með þumli á
milli augnanna á mér – ég gat ekki
hreyft mig og fékk dúndrandi haus-
verk í 2 vikur. Ég held að enginn
hafi tekið eftir þessu en mér leið
eins og ósýnilegur maður héldi um
hausinn á mér. Ég var mjög fegin
þegar þetta fór. Og þarna hugsaði
ég líka: Kristín, hvað ertu að gera?
Nú hefurðu gengið of langt!“
Trú á framfarir eða afturför
Nú eruð þið Gísli Marteinn góðir
vinir en á öndverðum meiði í póli-
tík. Eru það bara hjólreiðarnar
sem draga ykkur saman?
Kristín hlær og segir pólitík-
ina í borginni vera miklu meira
en vinstri eða hægri pólitík. „Auð-
vitað má ræða hvort útsvarið á að
vera í botni eða 0,5% undir því,
en hægri og vinstri pólitík er ekki
áberandi í borginni. Þar er það
annaðhvort trú á framfarir eða
afturför og við Gísli trúum bæði
á framfarir. Við erum með suma
borgarfulltrúa og verðandi fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins sem halda
því fram að fólk hafi valið einka-
bílinn, og það eigi að standa fast
á þeim rétti sínum sem er einka-
bíllinn. Þetta sama fólk ætlar ekk-
ert að borga þennan bíl fyrir þau.
Síðan vilja þau byggja hús mjög
langt í burtu fyrir þetta sama fólk,
svo það geti keyrt heim og keyrt í
vinnu. Þetta er svo galið, að þetta
sé einhver draumur. Við erum með
tiltölulega veikan gjaldmiðil, bens-
ín hefur aldrei verið dýrara og að
halda þessu uppi sem einhverj-
um lífsstíl sem getur hentað öllum
er nánast hrokafullt – og til þess
að gera þennan lífsstíl mögulegan
ætla þau að díla við aukna umferð
með því að setja tugi milljarða í
mislæg gatnamót. Getum við ekki
gert betur en þetta?“
Kristín vill að Reykvíkingar
njóti borgarinnar. „Þú nýtur ekki
borgarinnar með því að eyða öllum
peningunum í húsaleigu og bíla.
Auðvitað þurfa sumir að eiga bíl,
en ef allar fjölskyldur þurfa á
tveimur bílum að halda þá þarf
borgin að líta í eigin barm, því þá
erum það við sem erum að bregð-
ast.“ Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Kristín gert ýmislegt. 23 ára var
hún orðin viðskiptastjóri á auglýs-
ingastofu og þegar hún hvarf inn í
pólitíkina hafði hún lokið BS-gráðu
í umhverfis- og byggingarverk-
fræði og var í mastersnámi í sam-
gönguverkfræði.
„Ég var bara að vinna meist-
araverkefnið mitt þegar ég ákvað
að henda mér út í djúpu laugina
og hefja feril í pólitík. Ég tek einn
og einn áfanga með og ég ætla að
klára þetta. Maður fer í námið til
að fá draumavinnuna, en ég upp-
lifði að vera að „beila“ á drauma-
vinnunni til að klára námið. Þetta
var erfið ákvörðun, en ég ætla ekki
að verða pólitíkusinn sem kláraði
ekki prófið.“
„Þannig að ég
skokkaði þarna
inn, þekkti engan,
setti mig á mæl-
endaskrá, fór upp
í pontu og bilaðist.
Og sagði þeim að
þeir gætu nú bara
verið ánægðir með
að fólk væri ekki að
fatta hversu slæmt
ástandið væri, því
þá væru menn að
kveikja í strætis-
vögnum.“
Kristín Soffía á unglingsárunum. Kristín Soffía ólst upp í Reykjavík. Hér ásamt Gesti, sambýlismanni sínum.