Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTIR
LÚÐRAÞYTUR Í HÖRPULúðrasveit Hafnarfjarðar kemur fram í Norður-
ljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. Það er Samband
íslenskra lúðrasveita sem blæs til tónleika-
raðar. Á efnisskránni kennir margra grasa en
hver lúðrasveit mun leika eftir sínu höfði.
R aspberry Ketones er náttúru-legur andoxunargjafi unninn úr kjarna hindberja. Að auki inni-heldur blandan grænt te sem eykur enn frekar virknina. Rannsóknir hafa sýnt að Raspberry Ketones hefur áhrif á nátt-úrulega hormónið ADIPONECTIN sem heilbrigt fólk í kjörþyngd hefur í miklu magni í líkamanum en fólk í yfirþyngd skortir. Því meira sem er af ADIPONECT-IN í blóðrásinni, því auðveldara á fitan með að losna úr frumunum. Með því að taka inn Raspberry Ketones hjálpum við líkamanum að losa sig við aukakílóin á náttúrulegan hátt.
VOTTAÐ HRÁEFNI = GÆÐI OG HÁMARKS STYRKLEIKIRaspberry Ketones er GMP-vottað hrá-
efni sem tryggir gæði og hámarksstyrk-
leika. Blandan inniheldur engin litarefni,
rotvarnarefni, laktósa eða ger.
DREGUR ÚR NART- OG NAMMIÞÖRFGræna teið eykur styrkleika hins náttúru-
lega andoxunarefnis PÓLÍFENÓLShjálpar i
NÝ SENDING KOMIN Í ALLAR VERSLANIR!GENGUR VEL KYNNIR Raspberry Ketones, nýja þyngdarstjórnunarefnið, seld-
ist upp á augabragði, enda eitt mest selda fitubrennsluefnið í heiminum í dag.
Viðskiptavinir hafa nú þegar lýst yfir ánægju sinni með árangurinn!
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is
Við erum á Facebook
Stuttir kjólar
kr. 10.900 Str. M-XXXL Fleiri litir
Fl
SVANURIÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2014
Svanurinn 25 ára
Mikil umhverfi svakning er meðal íslenskra fyrirtækja og sífellt fl eiri fá Svansvottun.
Bls. 2
Gott fordæmi
Prentsmiðjan Umslag fékk Svansvottun árið 2012 og vill með því sýna gott fordæmi. Bls. 3
Ánægja með Svaninn
Ánægja ríkir með þau fyrirtæki sem kaupa umhverfi svottaðar vörur og þjónustu, samkvæmt könnun MMR frá því í fyrra. Bls. 4
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
14
2 SÉRBLÖÐ
Svanurinn | Fólk
Sími: 512 5000
18. MARS 2014
65. tölublað 14. árgangur
Prýðilegar viðtökur
Talsmaður landeigenda á Geysis-
svæðinu segir gjaldtöku hafa gengið
prýðilega. Einhverjir ferðamenn hafa
neitað að borga aðgangseyrinn. 4
Bankaráðið dýrt Hver fundur í
bankaráði Seðlabanka Íslands kostaði
um 1,6 milljónir króna í fyrra. Tíu
fundir voru haldnir það ár. 2
Refsiaðgerðir Bæði Bandaríkin
og ESB tilkynntu í gær að Rússland
verði beitt refsiaðgerðum vegna
Krímskaga. 6
Tugir missa vinnuna Stjórnarráðið
þarf að spara 330 milljónir á árinu og
þarf að segja upp starfsmönnum. 12
SKOÐUN Ögmundur Jónas-
son skrifar um eignarnám
hér en ekki þar. 14
TÍMAMÓT Gunnar Karls-
son ætlar að verja ómennt-
aðan fornleifafræðing. 18
LÍFIÐ Bragi Þór myndaði tón-
listar- og leikkonuna Charlotte
Church fyrir The Guardian. 30
SPORT Körfuboltamenn
hafa aldrei verið duglegri
að setja þrennur. 26
Skyr.is drykkirnir
standast þær ströngu kröfur
sem gerðar eru til matvæla sem
merktar eru Skráargatinu. Þú
getur treyst á hollustu Skyr.is.
LEIÐIN TIL
HOLLUSTU
www.skyr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Paratabs®
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
HEILSURÉTTIR
FULLIR AF ORKU
Í GINGER LÁGMÚLA & AUSTURSTRÆTI
LÍFIÐ Framlag Íslands í Eurovision,
lagið Enga fordóma með Polla-
pönki, verður sungið á ensku í
úrslitakeppninni í Kaupmannahöfn
að kröfu Ríkisútvarpsins.
„Við höfum alltaf úrslitavaldið
og megum breyta laginu ef við telj-
um það þjóna laginu betur,“ segir
Hera Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri Söngvakeppninnar.
„RÚV ræður þessu alltaf á end-
anum og við vorum alveg til í að
vinna með þeim í því,“ segir Har-
aldur Freyr Gíslason Pollapönkari.
- glp / sjá síðu 38
Ræður útfærslu í Eurovision:
RÚV vildi láta
syngja á ensku
RÁÐA LITLU Pollapönk syngur á ensku
í lokakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VERKFALL Þær Fjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir notuðu fyrsta daginn í verkfalli vel og lásu saman í annars
auðri stofu í Menntaskólanum við Reykjavík. Mikilvægt er fyrir námsmenn í verkfalli að nýta tímann. Sjá síðu 10 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bolungarvík -4° NA 7
Akureyri -2° ASA 3
Egilsstaðir -1° SA 7
Kirkjubæjarkl. 0° A 9
Reykjavík 0° A 8
Kalt í veðri Í dag verður hvassast við
suðurströndina. Vaxandi úrkoma, fyrst
SV-til, yfirleitt snjókoma eða slydda.
Í kvöld má búast við úrkomu í öllum
landshlutum. 4
UTANRÍKISMÁL Áhyggjuefni er að
hér hafi ekki verið gerðar breyt-
ingar á stjórnarskrá sem þarf til
að leiða hér í lög Evrópureglu-
gerðir og -tilskipanir. Þetta er mat
Margrétar Einarsdóttur, lektors
við Háskólann í Reykjavík.
„Það þarf að breyta stjórnar-
skránni og setja inn ákvæði um
valdaframsal til alþjóðlegra stofn-
ana til þess að hægt sé að innleiða
ákvæði um bankaeftirlit á sviði
fjármálaþjónustu,“ segir
hún. Að öðrum kosti sé ekki
hægt að útiloka að ákveð-
inn hluti EES-samningsins
yrði settur í frost hjá okkur.
Samningurinn virki heldur
ekki ef við hættum að geta
innleitt afleidda löggjöf á
einhverju sviði hans.
Margrét bendir á að þótt
framkvæmdastjórn ESB
hafi enn ekki gripið til aðgerða
vegna þessa, sé það bara
pólitísk spurning á vett-
vangi Evrópusambands-
ins hvort til þess kunni
að koma. „Við þurfum
bara að laga þetta,“ segir
hún. Eigi að byggja á
EES-samningnum þurfi
að vera hægt að taka hér
upp þá löggjöf sem til sé
ætlast á grundvelli hans.
- óká / sjá síðu 8
Breyta þarf stjórnarskrá þannig að valdaframsal til stofnana verði heimilt:
EES gæti að hluta til lent í frosti
MARGRÉT
EINARSDÓTTIR
ALÞINGI Mörg stærstu mál ríkis-
stjórnarinnar á yfirstandandi þingi
eru ekki enn komin fram, þrátt fyrir
að einungis séu átján þingfundar-
dagar til stefnu uns hlé verður gert
á þinghaldinu um miðjan maí vegna
sveitarstjórnarkosninga sem fara
fram 31. maí.
Sigrún Magnúsdóttir, formaður
þingflokks framsóknarmanna, segir
að flokkurinn leggi mesta áherslu á
skuldaleiðréttingar heimilanna og
frumvarp líti dagsins ljós á allra
næstu dögum. Af öðrum málum
nefnir hún frumvörp um úrbætur
á húsnæðismarkaði og atvinnumál.
Stjórnarandstaðan segist orðin
lageyg eftir frumvarpi um skulda-
leiðréttingar heimilanna, það sé mál
sem þurfi að ræða vel í þinginu.
Helgi Hjörvar, formaður þing-
flokks Samfylkingarinnar, segir
að það sé stutt eftir af starfstíma
þingsins og því nauðsynlegt að for-
gangsraða málum. Helgi segir að
ef einhver friður eigi að ríkja um
þingstörf verði að gera grundvall-
arbreytingar á frumvarpi utanrík-
isráðherra um að draga aðildarum-
sókn Íslands að ESB til baka.
Róbert Marshall, formaður þing-
flokks Bjartrar framtíðar, segir að
þingsins bíði stór og þung mál sem
ekki sé hægt að afgreiða í flýti.
Þar sem stór mál hafa enn ekki
komið fram hafa margir áhyggjur
af því að sá tími sem er til stefnu
dugi ekki og það geti komið til þess
að sumarþing verði kallað saman.
Sigrún Magnúsdóttir segir að það
verði að vinna vel næstu tvo mánuði
ef ljúka eigi þingstörfum um miðjan
maí. Hún segir koma til greina að
lengja starfstíma þingsins. „Það
getur alveg verið að þing komi
saman að loknum sveitarstjórnar-
kosningum, sumarþing hafa áður
verið haldin,“ segir hún.
Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis, segir að það hafi ekki
verið rætt við hann að lengja starfs-
tíma þingsins.
„Menn hafa þó verið að spyrja um
þetta hingað og þangað,“ segir hann.
Svandís Svavarsdóttir, formað-
ur þingflokks VG, segir að mikil
áhersla sé lögð á að halda starfs-
áætlun þingsins. Blikur geti þó verið
á lofti. „Ef menn ætla að víkja frá
starfsáætlun þingsins berast bönd-
in að verkstjóra ríkisstjórnarinn-
ar, forsætisráðherra, með að þar sé
ekki nægilega vel haldið á málum,“
segir Svandís. - jme
Stóru málin í tímahraki
Ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt fram nokkur af stærstu málunum sem boðuð hafa verið. Sumarþing kemur til
greina, segir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Stór mál sem þarf að ræða að mati stjórnarandstöðunnar.
■ Frumvarp um framkvæmd höfuðstólsleiðréttingar verðtryggðra lána.
■ Frumvarp um húsnæðismál.
■ Frumvarp um stjórn fiskveiða.
■ Frumvarp um veiðigjöld.
■ Frumvarp um gjaldtöku í ferðaþjónustu.
Stóru málin sem ekki eru komin fram