Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2014 | MENNING | 23 HLJÓÐFÆRA- OG SÖNGNÁM VIÐ LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Bakkalárnám: 180 einingar á 3 árum, flytjenda- eða kennaramiðað. Diplómanám fyrir yngri nemendur. Viltu verða einleikari eða einsöngvari, flytja kammertónlist, leika í sinfóníuhljómsveit, túlka samtímatónlist eða stendur hugur þinn frekar til að verða hljóðfæra- eða söngkennari. Eftirtaldir hljóðfæraleikarar og söngvarar gætu orðið kennarar þínir: Söngur: Kristinn Sigmundsson, Ólöf K. Harðardóttir, Þóra Einarsdóttir. Píanó: Nína Margrét Grímsdóttir, Peter Maté, Richard Simm. Jazzpíanó: Kjartan Valdemarsson. Píanó - meðleikur: Helga Bryndís Magnúsdóttir, Richard Simm, Selma Guðmundsdóttir. Gítar: Pétur Jónasson, Svanur Vilbergsson. Fiðla: Ari Vilhjálmsson, Auður Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmunds- dóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir. Lágfiðla: Svava Bernharðsdóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir. Selló: Bryndís Halla Gylfadóttir, Gunnar Kvaran, Sigurgeir Agnarsson. Kontrabassi: Hávarður Tryggvason. Flauta: Martial Nardeau, Hallfríður Ólafsdóttir. Klarinett: Einar Jóhannesson, Ármann Helgason. Óbó: Daði Kolbeinsson. Fagott: Hafsteinn Guðmundsson. Horn: Joe Ognibene. Básúna: Sigurður Þorbergsson. Trompet: Eiríkur Örn Pálsson. Harpa: Elísabet Waage. Harmonika: German Khlopin. Slagverk: Frank Aarnik. Saxófónn: Sigurður Flosason Auk þess geta nemendur átt kost á að læra hjá völdum kennur- um sem teljast sérfræðingar á afmörkuðum áherslusviðum. UMSÓKNARFRESTUR TIL 21. MARS 2014 FREKARI UPPLÝSINGAR Á WWW.LHI.IS „Mér finnst óábyrgt að nefna fullt af leikurum og henda þeim inn í aðstæður sem enginn gat hugsan- lega tjáð sig um. Það finnst mér óábyrgt,“ segir leikkonan Scarlett Johansson um opinskátt bréf sem Dylan Farrow birti á bloggvef New York Times í byrjun febrúar. Í bréfinu sagði hún að faðir henn- ar, kvikmyndaleikstjórinn Woody Allen, hefði misnotað hana kyn- ferðislega í æsku. Í bréfinu heimt- aði hún svör frá samstarfsmönn- um föður síns. „Hvað ef þetta hefði verið barn- ið þitt? Cate Blanchett? Louis CK? Alec Baldwin? Hvað ef þetta hefði verið þú, Emma Stone? Eða þú, Scarlett Johansson? Þú þekkt- ir mig þegar ég var lítil stúlka, Diane Keaton. Hefurðu gleymt mér?“ skrifaði hún meðal annars. „Ég veit ekkert um þetta. Það væri fáránlegt af mér að draga ályktanir. Það er ekki eins og þetta sé einhver sem hefur verið sakfelldur fyrir eitthvað og hægt sé að segja að maður styðji ekki þennan lífsstíl,“ segir Scarlett í viðtali við The Guardian. Alec Baldwin hefur líka tjáð sig um bréfið og hafði þetta um málið að segja á Twitter-síðu sinni: „Hvað í fjandanum er að ykkur? Að ykkur þyki við þurfa öll að tjá okkur um þessar fjölskyldudeil- ur?“ Þá talaði Cate Blanchett stutt- lega um bréfið á kvikmynda- hátíðinni í Santa Barbara í byrjun febrúar en Cate hlaut Óskars- verðlaun fyrir frammistöðu sína í Blue Jasmine, nýjustu mynd Woody Allen. „Þetta hefur verið erfitt og sársaukafullt fyrir fjölskylduna og ég vona að þau finni einhverja lausn og frið,“ sagði Cate. Woody sjálfur svaraði bréfi Dylan á bloggvef New York Times og kenndi móður hennar, leik- konunni Miu Farrow, um að hafa plantað þessum hugmyndum um kynferðislegt ofbeldi í huga dótt- ur sinnar. „Auðvitað misnotaði ég ekki Dylan. Ég elskaði hana og ég vona að hún muni skilja einn dag- inn að búið er að svíkja hana um að eiga ástríkan föður og að hún hafi verið misnotuð af móður sem hefur meiri áhuga á sinni eigin reiði en velferð dóttur sinnar.“ Ástarsambandi Woody og Miu lauk árið 1992 eftir að hún fann nektarmyndir sem hann hafði tekið af Soon-Yi Previn, tvítugri kjördóttur Miu. Í kjölfarið viður- kenndi Allen að hann ætti í ástar- sambandi við hana. Við tók erfið forræðisdeila þar sem Mia sak- aði Woody um að hafa misnotað Dylan en dómari vísaði málinu frá vegna ónógra sannana. liljakatrin@frettabladid.is Kallar hegðun Dylan Farrow óábyrga Leikkonan Scarlett Johansson tjáir sig um greinina sem dóttir Woody Allen skrifaði um hann. DREGUR EKKI ÁLYKTANIR Scarlett ætlar ekki að tjá sig um bréfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.