Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 6
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
STJÓRNSÝSLA Ingólfur Guðmunds-
son, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga,
sendi Fjármálaeftirlitinu bréf í
gær þar sem hann segir vegið að
æru sinni í frétt FME frá því í
apríl 2011 og krefst þess að fréttin
verði fjarlægð af heimasíðu FME
ásamt því sem birt verði afsökun-
arbeiðni vegna hinnar meiðandi
umfjöllunar. Hafi þetta ekki verið
gert fyrir klukkan þrjú í dag seg-
ist Ingólfur tilneyddur til að leita
réttar síns fyrir dómi.
Fjármálaeftirlitið fjarlægði í
gær fréttina af heimasíðu sinni í
kjölfar bréfs Ingólfs en hefur þrátt
fyrir það ekki birt umbeðna afsök-
unarbeiðni. Ingólfur segist ekki
hafa tekið ákvörðun um framhald-
ið. „Ég þarf að ræða þetta við lög-
manninn minn og hugsa þetta. Satt
að segja er ég orðinn þreyttur á
þessum málaferlum. Það sem eftir
situr hjá mér er að það hefur eng-
inn axlað ábyrgð á þessu og hvað
þá beðið mig afsökunar,“ segir
Ingólfur í samtali við Fréttablaðið.
Í frétt FME sagði meðal annars
að Embætti sérstaks saksóknara
hefði sagt í bréfi til stofnunarinn-
ar að það stæði rannsóknarhags-
munum í vegi yrði Ingólfi veittur
aðgangur að gögnum þeirra.
Ingólfur segir að eftir að hann
hafi unnið tvö dómsmál gegn
FME og tvívegis fengið stuðning
umboðsmanns Alþingis við kvört-
unum sínum, þar á meðal vegna
umfjöllunar á heimasíðunni, þá
finnist honum það sanngirnismál
að þessi meiðandi ummæli verði
fjarlægð og afsökunarbeiðni birt.
Bæði umboðsmaður Alþingis og
Héraðsdómur Reykjavíkur töldu
að framsetning fréttar FME hefði
verið til þess fallin að tengja Ing-
ólf við rannsókn sakamála hjá sér-
stökum saksóknara en fram hefði
komið að hann hefði þar hvorki
stöðu grunaðs né sakbornings. - fbj
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga hótar FME málsókn:
Vill afsökunarbeiðni frá FME
UMMÆLIN ÓGILD Bæði umboðsmaður
Alþingis og Héraðsdómur Reykjavíkur
segja ummæli FME á heimasíðunni vill-
andi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
MALASÍA, AP Leitin að malasísku
farþegaþotunni, sem hvarf laug-
ardaginn 8. mars, beinist nú að
stórum boga sem skiptist í tvo
hluta. Nyrðri hlutinn liggur frá
Kasakstan í norðri og til norður-
landamæra Taílands, en syðri hlut-
inn frá Indónesíu og lengst suður
í Indlandshaf, fram hjá Ástralíu.
Óljós merki, sem greindust í
gervihnetti, benda til þess að vélin
hafi verið stödd einhvers staðar á
þessum boga sjö og hálfri klukku-
stund eftir flugtak hennar frá
Kúala Lúmpúr. Rannsókn hefur
meðal annars beinst að flugmönn-
um vélarinnar, þótt ekkert bendi
annars til þess að þeir hafi haft
ástæðu til að ræna vélinni.
Aðstoðarflugmaður vélarinnar
kvaddi flugumferðarstjórn Mal-
asíu með orðunum „allt í lagi, góða
nótt“ tæplega 40 mínútum eftir
flugtak. Mínútu síðar var slökkt á
öðru af tveimur merkjasendinga-
kerfum vélarinnar. Hitt kerfið
virðist einnig hafa hætt að senda
merki um svipað leyti. - gb
Enn er allt á huldu um örlög malasísku farþegaþotunnar eftir níu daga:
Leitað frá Kasakstan til Ástralíu
LEITARSVÆÐIN ÚTSKÝRÐ Hishamudd-
in Hussein, samgönguráðherra Malasíu,
á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1. Hve mikið innheimti Landeigend-
afélag Geysis á fyrsta degi gjaldtöku?
2. Hver var valinn viðskiptafræðingur
ársins 2013?
3. Hverjir sýna leikritið Batman in a
box?
SVÖR:
FERÐAÞJÓNUSTA Félag sem enn er
í stofnun hyggst útbúa ylströnd
við Urriðavatn í Fljótsdalshéraði
norðan Lagarfljóts. Þar á jafn-
framt að verða í boði þjónusta
fyrir ferðamenn og önnur starf-
semi sem henni tengist.
Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt
að fela skipulags- og byggingar-
fulltrúa að setja í gang vinnu við
breytingu á aðalskipulagi sveitar-
félagsins svo það rúmi ylströnd-
ina við Urriðavatn. - gar
Efld ferðamannaþjónusta:
Ylströnd gerð
við Urriðavatn
ÚKRAÍNA Evrópusambandið hefur
ákveðið að beita 21 einstakling
refsiaðgerðum eftir að Krím-
skagi lýsti yfir sjálfstæði í gær.
Þá hafa Bandaríkin ákveðið að
beita refsiaðgerðum á tíu einstak-
linga af sama tilefni.
Refsiaðgerðirnar beinast eink-
um að ráðamönnum á Krímskaga
og rússneskum ráðamönnum, þar
á meðal Sergei Aksjonov, starf-
andi forsætisráðherra á Krím-
skaga, og Viktor Janúkóvitsj,
fyrrverandi Úkraínuforseta.
Barack Obama Bandaríkja-
forseti hótaði jafnframt frekari
refsiaðgerðum á hendur Rúss-
landi: „Ef Rússland heldur áfram
að skipta sér af Úkraínu, þá erum
við reiðubúin til þess að leggja á
frekari refsiaðgerðir.“
Þá hefur Úkraínustjórn kallað
út bæði varalið hersins og nýtt
heimavarnarlið, samtals 40 þús-
und hermenn, sem verða í við-
bragðsstöðu grípi rússneskir her-
menn eða vopnaðir Úkraínumenn
hliðhollir Rússlandi til aðgerða í
austanverðri Úkraínu.
Rússneskir ráðamenn gerðu
lítið úr þessum refsiaðgerðum,
en efnahagsástandið í Rússlandi
þolir vart mikið harðari aðgerðir
af hálfu Vesturlanda.
Gengi rússnesku rúblunn-
ar hefur lækkað hratt síðustu
vikurnar og Sergei Beljakov,
aðstoðar efnahagsráðherra Rúss-
lands, sagði Reuters-fréttastof-
unni í gær að skýr merki um
kreppu væru komin í ljós.
Vladimír Pútín Rússlands-
forseti gaf í gær út yfirlýsingu,
þar sem Rússar viðurkenna að
Krímskagi sé sjálfstætt ríki.
Rússar eru eina þjóðin sem
hefur tekið mark á þjóðarat-
kvæðagreiðslunni á Krímskaga
á sunnudag, þar sem um 96 pró-
sent kjósenda voru sögð hafa
samþykkt að lýsa yfir sjálfstæði
og sækja um aðild að Rússlandi.
Barack Obama Bandaríkja-
forseti segir hins vegar að ýmsu
hafi verið ábótavant við fram-
kvæmd þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. gudsteinn@frettabladid.is
Krímskaga svarað
með refsiaðgerðum
Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið tilkynntu í gær um refsiaðgerðir eftir að
leiðtogar Krímskaga lýstu yfir sjálfstæði og óskuðu eftir aðild að Rússlandi. Úkra-
ínustjórn hefur kallað út varalið hersins ásamt nýstofnuðu heimavarnarliði.
HÁTÍÐAHÖLD Á KRÍM Skemmtikraftar úr rússneska sjóhernum héldu uppi fjörinu
á torgi í borginni Simferopol, þar sem fólk safnaðist saman í gær til að fagna kosn-
inganiðurstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Þingmenn héraðsþingsins á Krímskaga samþykktu í gær yfirlýsingu um
sjálfstæði skagans. Jafnframt samþykktu þeir að sækja um aðild að Rúss-
landi, en fá engu að síður að halda eftir ákveðnum sjálfstjórnarréttindum
innan Rússlands.
Krímskagi stefnir á að taka upp rússnesku rúbluna innan mánaðar. Þá
er stefnt að því að klukkunni á Krímskaga verði breytt, þannig að hún
fylgi Moskvutíma, sem er tveimur klukkustundum á undan klukkunni í
Kænugarði.
Hermönnum á Krímskaga verður boðið að ganga til liðs við rússneska
herinn.
Yfirlýsing Krímskaga
1. 500 þúsund krónur. 2. Birna Einarsdóttir,
bankastjóri Íslandsbanka. 3. Leikfélag Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti.
VEISTU SVARIÐ?
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Nýtt!