Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Svanurinn18. MARS 2014 ÞRIÐJUDAGUR 3
Umslag hefur séð um að prenta, árita, dreifa og póstleggja gögn fyrir fyrirtæki í rúmlega tutt-ugu ár. „Viðskiptavinir okkar eru meðal ann-
ars bankar, lífeyrissjóðir, tryggingafélög og korta-
fyrirtæki. Við viljum sýna gott fordæmi í allri okkar
vinnslu og hófum árið 2011 undirbúning að því að fá
Svansvottunina. Vottunina fengum við í mars árið
2012,“ útskýrir Ingvar Hjálmarsson, gæðastjóri hjá
Umslagi.
Svansvottunin nær yfir alla starfsemi fyrirtækisins
og segir Ingvar vel fylgst með að reglum sé fylgt. „Við
tryggjum að öll efni sem við notum við prentunina
séu vistvæn, allur litur, hreinsiefni á vélarnar og
allur pappír sem við notum sé vistvænn og blóm- eða
Svansmerktur sé þess kostur. Einnig fer allt efni frá
okkur í eyðingu hjá viðurkenndum aðilum. Við viljum
geta sannað fyrir okkur og okkar viðskipta vinum að
við fylgjum vottuninni út í ystu æsar.
Það er hluti af mínu starfi sem gæðastjóri að gæta
að því að starfsemin uppfylli þessar kröfur í sam-
ráði og samvinnu við starfsmenn Umslags. Við kynnt-
um vottunina fyrir starfsfólkinu reglulega á meðan
á henni stóð og hér eru allir meðvitaðir um það hvað
Svansvottunin þýðir,“ segir Ingvar.
Hann segir þó að ekki megi sofna á verðinum. Fram
undan séu breytingar á kröfum Svansmerkisins sem
meðal annars prentsmiðjur verði að fylgjast með.
„Kröfurnar sem gerðar eru til prentþjónustu verða
hertar. Það þýðir að þær prentsmiðjur sem komnar
eru með vottunina þurfa að endurskoða enn frekar
sína starfsemi. Vottunin okkar rennur út á þessu ári og
nú er unnið að því að endurnýja hana með nýjum for-
merkjum. Við reynum sífellt að skila sem bestri vinnu
og sem dæmi má nefna að Umslag er eina fyrirtækið í
prentiðnaði í dag sem fengið hefur ISO-27001 öryggis-
vottunina. Það er í raun áframhald á okkar stefnu að
vinna ávallt eftir stöðlum sem sanna og sýna að þetta
fyrirtæki hugsar um hag viðskiptavina sinna og um
hag umhverfisins.“
Hagur umhverfisins í fyrirrúmi
Prentsmiðjan Umslag fékk vottun norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum árið 2012. Ingvar Hjálmarsson segir það markmið
fyrirtækisins að hugsa ávallt um hag viðskiptavina sinna og umhverfisins. Svansvottunin nær yfir alla starfsemi Umslags og segir Ingvar vel fylgst með að reglum sé fylgt.
Umslag er
til húsa í
Lágmúla 5.
Fyrirtækið
fékk vottun
umhverfis-
merkisins
Svansins.
Prentun hjá
Umslagi er
vistvæn, allur
litur, hreinsiefni
á vélar og allur
pappír sem
notaður er er
vistvænn.
Starfsfólk Umslags reynir sífellt að skila sem bestri vinnu og hugsa um hag viðskiptavina sinna og um hag umhverfisins. MYND/GVA
FRÁ HUGMYND
TIL VIÐTAKANDA
Við getum aðstoðað þig alla leið
U M H V E R F I S V O T T A Ð
F Y R I R T Æ K I
Á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun Umslags ehf. hefur
fyrirtækið markað sér sérstöðu í prentun, pökkun og dreifingu gagna
fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við hrindum óskum viðskiptavina okkar í
framkvæmd og þjónustum þá alla leið, allt frá því að hugmyndin kviknar
og þar til hún er orðin að veruleika í höndum viðtakanda.
Umslag hefur alla tíð lagt ríka áherslu á umhverfismál og við erum því
stolt af því að vera Svansvottað fyrirtæki.
ÖRYGGI ÁRITUN PRENTBOX
PRENTUNHÖNNUN PÖKKUN
Kíktu á okkur á
facebook.com/umslag