Fréttablaðið - 18.03.2014, Side 30

Fréttablaðið - 18.03.2014, Side 30
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 Í HIMNARÍKI Jon Bon Jovi lést þann 19. desember 2011 samkvæmt fjölda frétta og vefsíðunni Wikipedia. Söngvarinn sannaði að hann væri lifandi á Facebook og birti mynd af sér með orðsendingu sem í stóð: „Himna- ríki lítur út eins og New Jersey, 19. desember 2011, 6.00.“ Platfréttir um andlát stjarnanna tröllríða internetinu Sögur um að leikarinn Wayne Knight, sem þekktastur er fyrir að leika Newman í Seinfeld, væri látinn fóru á fl ug um helgina. Sögurnar reyndust ekki vera sannar og leiðrétt leikarinn misskilninginn á Twitter. Þetta er hins vegar langt frá því að vera í fyrsta sinn sem sögur af þessu tagi plata heimsbyggðina upp úr skónum. RUGLINGSLEGT KASSAMERKI Kassamerkið #nowthatchersdead ruglaði marga í ríminu þegar Margaret Thatcher lést í apríl í fyrra. Sumir lásu kassamerkið sem Now That Cher Is Dead, eða núna þegar CHER ER LÁTIN: Sögusagnirnar um andlát söngkonunnar fóru á flug og var raunveruleika- stjarnan Kim Kardashian ein þeirra sem létu blekkjast og tísti: „Var ég að heyra að Cher væri dáin? Er það rétt? Guð minn góður.“ STAÐFESTI ANDLÁTIÐ Á TWITTER Leikarinn Russell Crowe átti að hafa dáið þann 10. júní árið 2010 þegar hann var í tökum á kvikmynd í Austurríki. Russell tók þátt í gríninu og staðfesti það á Twitter. „Ég get ekki svarað tístum eftir að ég datt niður af fjallsbrún í Austurríki. Fjölmiðlar hafa aldrei rangt fyrir sér.“ ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ VERA Á LÍFI Fréttir um að Playboy- kóngurinn Hugh Hefner hefði látist úr hjartaáfalli þann 11. júlí árið 2011 fóru eins og eldur í sinu um heiminn. Hugh ákvað að leiðrétta þennan hvimleiða misskilning á Twitter-síðu sinni. „Ég er glaður yfir að sjá hve margir eru ánægðir með það að ég sé ekki dauður. Það er ég líka.“ MINNINGAR- RÆÐA UM HANN SJÁLFAN Twitter logaði 25. júní 2009 eftir að hrekkja- lómur bjó til frétt um að Jeff Goldblum hefði látist á Nýja-Sjálandi. Jeff kom fram í þætti Stephens Colbert nokkrum dögum síðar og sagðist vera lifandi. „Mér þykir leitt að trufla minn kæra vin Stephen en ég er ekki dáinn. Ég var ekki einu sinni á Nýja-Sjálandi í síðustu viku!“ sagði leikarinn. Þegar Stephen sagði honum að lögreglan á Nýja-Sjálandi hefði staðfest andlátið bauð Jeff upp á minningarræðu. „Enginn mun sakna Jeffs Goldblum meira en ég. Hann var ekki aðeins vinur og lærimeistari, hann var einn- ig … ég.“ FRÆGASTA PLATFRÉTT Í HEIMI Söngvarinn Paul McCartney á að hafa hrokkið upp af árið 1966 og hefur staðgengill hans spilað tónlist í hans stað allar götur síðan. Í mars 2012 voru þessar sögur endurvaktar þegar kassamerkið RIP Paul McCartney varð trend á Twitter. LÉST Í FLUGSLYSI Vefsíðan fakeawish.com sagði frá því í júní árið 2009 að leikarinn George Clooney hefði látist í flugslysi. Margir trúðu þessu og komust sumir vina leikarans í mikið uppnám. Söngkonan Lorde vandar forsvars- mönnum fréttaveitunnar og sjón- varpsstöðvarinnar E! ekki kveðj- urnar á Twitter-síðu sinni. E! hafði samband við kærasta henn- ar, James Lowe, til að spyrja hvort þau Lorde væru trúlofuð. Ástæða vangaveltnanna var að Lorde hafði verið mynduð með demantshring á baugfingri. „Maður er orðinn frægur þegar viðrini frá E! halda að það þýði að maður ætli að gifta sig þegar maður gengur um með hring,“ skrifar söngkonan og birtir mynd af tölvupósti sem James barst. Bætir Lorde við að hún ætli að byrja að ganga um með nammi- hring framvegis upp á grín. - lkg Lorde ekki trúlofuð Söngkonan margverðlaunaða blæs á kjaft asögurnar. EKKI SKEMMT Lorde fannst tölvupóstur frá E! ekki fyndinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRAMDI SJÁLFSMORÐ Fréttir um að söngkonan Miley Cyrus hefði framið sjálfsmorð vegna streitu grasseruðu eftir umdeilt atriði hennar á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni í fyrra. Þá var það meira að segja tekið fram að Miley hefði tekið upp kveðju fyrir aðdáendur sína áður en hún féll fyrir eigin hendi. Hún er að sjálfsgöðu enn sprelllifandi. HEFUR DÁIÐ MARGOFT Enginn hefur lent verr í því en leikarinn Morgan Freeman sem hefur oft látist í platfréttum. Náði þetta hámarki þegar einhver stofnaði Facebook- síðuna RIP Morgan Freeman. Þá lét stórleikarinn í sér heyra. „Ég er alltaf að lesa að ég sé dáinn eins og Mark Twain. Ég vona að þessar sögur séu ekki sannar – en ef þær eru það get ég hamingjusamur sagt að lífið fyrir handan er eiginlega eins og líf mitt meðal lifandi manna.“ KENNDI BETTY WHITE UM Spéfuglinn Joan Rivers var fljót að svara fyrir sig þegar fréttir um að hún hefði látist þann 14. september árið 2011 komust á kreik. „Ég veit ekki hvaðan þetta kom. Ég fór á kostum á skemmtun í Ottawa um helgina og klúðraði engu. Ég held að sagan sé komin frá Betty White – en sú tík!“ LÍFIÐ Rekstrarvörur - vinna með þér

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.