Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 4
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 120 prósenta hækkun hefur orðið á startgjaldi leigubíla frá árinu 1999. Startgjaldið var 300 krónur í febrúar fyrir fimmtán árum. Í febrúar síðast- liðnum var það komið upp í 660 krónur. GEYSISSVÆÐIÐ Í EIGU RÍKIS OG EINKAAÐILA NÁTTÚRA „Heilt yfir hefur þetta gengið alveg prýðilega. Gestir eru jákvæðir og þeir eru boðnir vel- komnir og kvaddir,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigenda- félags Geysis, spurður út í gjaldtök- una á svæðinu. „Við erum mjög sátt og höfum bara fundið fyrir velvild og fengið hvatningu mjög víða.“ Mikil umræða hefur verið uppi um gjaldtökuna sem félagið hóf um helgina. Sex hundruð krónur kostar inn á hverasvæðið í Hauka- dal fyrir þá sem eru eldri en sext- án ára en þeir sem eru yngri þurfa ekkert að greiða. Um eitt þúsund ferðamenn heimsóttu svæðið á laugardag og innheimti félagið um fimm hundruð þúsund krónur. Eitthvað hefur verið um að ferðamenn hafa neitað að borga sig inn og þess í stað hafa þeir staðið fyrir utan girðingu eða setið inni í rútu og horft á það sem fyrir augu ber þaðan. Garðar hefur lítið um það að segja. „Þetta er þá partur af einhvers konar aðgangsstýr- ingu og þá er minna álag á svæð- inu sjálfu. Fólk hefur bara val og frelsi til athafna. Við gerum enga athugasemd við það.“ Óánægja er með það meðal ferðaþjónustufyrirtækja hversu skammur fyrirvari var á gjaldtök- unni. Garðar blæs á þessar athuga- semdir. „Við getum engan veginn gert að því. Fyrir átján mánuðum stofnuðum við Landeigendafélag- ið og kynntum áform okkar bæði þá og síðar. Ef fólk í ferðaþjónustu hefur ekki tekið mark á því getum við í sjálfu sér ekkert gert í því. En við höfum alltaf verið heiðarleg og tilkynnt á öllum stigum um þessi áform og hvergi hvikað.“ Spurður um næstu skref Land- eigendafélagsins segir Garðar að eftir fyrstu vikuna verði staðan endurmetin. „Við reynum að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.“ freyr@frettabladid.is Viðtökur verið prýðilegar Umræðan um gjaldtökuna á Geysissvæðinu hefur verið mikil upp á síðkastið og ekki eru allir á eitt sáttir. Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis, segir fyrstu daga gjaldtökunnar hafa gengið prýðilega. VILDU EKKI BORGA SIG INN Þessir erlendu ferðamenn vildu ekki borga sig inn á Geysissvæðið og fylgdust þess í stað með fyrir utan girðinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR INN UM HLIÐIÐ Hópur ferðamanna gengur inn um hliðið að Geysissvæðinu. Land alfarið í eigu ríkissjóðs 23.046 m² Sameign ríkis og einkaaðila 176.952 m² Blesi Geysir Strokkur FYRIR DÓMI Hæstiréttur mun úrskurða um hvort rétt hafi verið að vísa Aserta- málinu frá héraðsdómi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari kærði í gær til Hæstaréttar þá niður stöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur að vísa frá ákæru embættisins á hendur handboltamanninum fyrr- verandi Markúsi Mána Michaelsyni og þremur öðrum sem var gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti. Héraðsdómur vísaði málinu frá vegna óskýrleika í ákæru. Fjór- menningunum var gefið að sök að hafa stundað viðskipti með gjald- eyri án þess að hafa til þess leyfi. Upphaflega voru fjórmenningarn- ir sakaðir um að hafa stundað við- skipti með krónur á aflandsmarkaði í gegnum eignarhaldsfélagið Aserta. Ákærunni var breytt þegar í ljós kom að viðskiptaráðherra hafði ekki undirritað reglur um gjaldeyris- mál árið 2008, og því ekki hægt að byggja refsingu á reglunum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nú sé verið að kanna hvort þau mistök geti haft áhrif á önnur mál sem verið sé að rannsaka hjá embættinu. - bj Sérstakur saksóknari kærir frávísun í Aserta-málinu í héraði til Hæstaréttar: Getur haft áhrif á önnur mál AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá KALT Í VEÐRI Í dag má búast við hvössum hviðum við fjöll syðst á landinu en annars verður hægari vindur. Snjókoma eða slydda sunnan til og úrkomusvæðið teygir sig norður á bóginn er líður á daginn. Á morgun dregur úr úrkomu en hvessir síðdegis. -4° 7 m/s -3° 8 m/s 0° 8 m/s 3° 18 m/s 3-8 m/s en strekk- ingur allra syðst. Hvessir er líður á daginn. Víða 10-18 m/s en hægari vindur syðst. Gildistími korta er um hádegi 5° 24° 7° 16° 19° 5° 19° 9° 9° 21° 13° 19° 22° 21° 19° 12° 10° 14° 0° 9 m/s 2° 10 m/s -1° 7 m/s -1° 10 m/s -2° 3 m/s -2° 4 m/s -5° 7 m/s 2° 2° 0° 0° 1° 2° 1° 0° 0° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN EFNAHAGSMÁL Nauðasamningar föllnu bankanna sem ekki taka mið af mögulegum neikvæðum áhrifum þeirra á greiðslujöfnuð gætu valdið meiri skaða fyrir Ísland en áframhaldandi fjár- magnshöft um nokkurt skeið. Þetta segir í greinargerð fjár- málaráðuneytisins um framgang áætlunar um losun fjármagns- hafta. Þar segir enn fremur að því sé mikilvægt að nauðasamn- ingarnir ýti undir stöðugleika og styðji við markmið um losun hafta. Í greinargerðinni kemur fram að aflandskrónur, það er að segja íslenskar krónur erlendra aðila, námu 327 milljörðum króna í lok árs 2013 en voru 565 milljarðar í kjölfarið hrunsins árið 2008. Seðlabankinn hafi lækkað stöðu aflandskróna bæði með sérstök- um viðskiptum og útboðum í sam- ræmi við áætlun um afnám hafta frá mars 2011. - fbj Greinargerð um losun hafta: 327 milljarðar í aflandskrónum Kona á fertugsaldri lést þegar fólksbíll lenti í árekstri við pallbíl á Ólafsfjarðarvegi á Hámundarstaðahálsi skammt frá Dalvík í gærmorgun. Tildrög slyssins voru þau að pallbíl var ekið suður þjóð- veginn og hugðist ökumaður hans aka fram úr vörubíl með snjómoksturstönn sem var að hreinsa veginn. Hann hafnaði framan á fólksbíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður pallbílsins slasað- ist ekki. Ökumaður fólksbíls- ins var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri ásamt konunni, sem var farþegi í bílnum, og öðrum farþega. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. Lést eftir árekst- ur við pallbíl BELGÍA Þing Evrópusambandsins hefur samþykkt tilskipun um að allir farsímar eigi að nota sömu hleðslutækin fyrir árið 2017. Ráð- herraráð sambandsins á eftir að samþykkja tilskipunina. Með því að samræma hvernig hleðslutæki verður notað er áætl- að að minnka megi úrgang um 51 þúsund tonn á ári. Mörg símafyrirtæki framleiða nú þegar síma með réttri gerð af hleðslutæki, en önnur þurfa að breyta símtækjum sínum. - kóh Evrópuþing samþykkir lög: Allir noti eins hleðslutæki SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Ægis tjaldvagn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.