Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 2
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Arnar, fékkstu nóg af öllu? „Nei, alltaf getur gott bestnað.“ Arnar Dan Kristjánsson lék Abel í senu Hollywood-myndarinnar Noah sem tekin var á Íslandi árið 2012 og er forsýnd á sérstakri viðhafnarsýningu í Egilshöll í dag. Arnar segir mikinn lúxus hafa verið á tökustað. ELDGOS Þensla eldfjallsins Heklu hefur aukist jafnt og þétt undan- farin ár. Jarðvísindamenn hafa búist við gosi frá því skömmu fyrir 2010 þegar þenslan mældist meiri en fyrir síðasta gos árið 2000. „Í mínum huga er óvissa um hve- nær Hekla gýs næst. En það er full ástæða til að fylgjast vel með og fara yfir viðbragðsáætlanir. En það gæti líka liðið einhver tími þar til næsta gos verður,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Það sem við teljum að hafi verið að gerast undir Heklu síðan í síðasta eldgosi er að það hafi verið kvikusöfnun undir eldfjallinu jafnt og þétt. Hún gerist þannig að það safnast kvika undir fjallið og það rís lítillega og tútnar út um nokkra millimetra á ári. Við teljum ekki útilokað að Hekla geti enn um sinn safnað í sig meiri kviku,“ segir Freysteinn og bætir við að jarðskjálftar hafi verið meiri á svæðinu upp á síðkastið en undan- farin ár. „Ef til eldgoss kemur verða jarðskjálftar líklega sterk- asta vísbendingin. Það gæti orðið með stuttum fyrirvara, einni til tveggja klukkustunda.“ Lögreglan í Rangárvallasýslu mælist til þess að fólk hafi með sér farsíma ef það ætlar að ganga á Heklu, svo hægt sé að koma skilaboðum til þess ef mælar sýna aðdraganda eldgoss. Unnin hefur verið ítarleg viðbragðsáætlun í samstarfi við ýmsa faghópa þar sem tillit er tekið til mismunandi gosa í Heklu. - fb Kvika hefur verið að safnast jafnt og þétt undir Heklu undanfarin ár, segir jarðeðlisfræðingur: Fjallið tútnar út um nokkra millimetra á ári HEKLUGOS Hekla gaus síðast árið 2000. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARKMIÐIN UNDIRRITUÐ Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar og múslíma sitja, en að baki standa Ástralinn Andrew Forrest og fulltrúi ensku biskupakirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÁFAGARÐUR, AP Leiðtogar kristinna og múslíma hafa tekið höndum saman um að útrýma þrælahaldi í heiminum. Milljónir manna, jafnt karlar sem konur, fullorðnir sem börn, búa við nútímaþrælahald og eru ýmist þvinguð til að sinna heimilisstörf- um, vændi, barnahermennsku eða nauðungarvinnu af ýmsu tagi. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar, ensku biskupakirkjunnar og músl- íma undirrituðu í gær samkomulag um að gera átak til þess að útrýma þrælahaldi. Frumkvæði átaksins kemur frá ástralska auðkýfingnum Andrew Forrest, sem jafnframt mun leggja til fjármagn. - gb Kristnir og múslímar ætla að sameinast gegn þrælahaldi: Milljónir í nútímaþrælahaldi SKÓLAMÁL Vilji er til þess hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu að gera tilraun með flutning reksturs framhaldsskóla til sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær. Garðabær, Reykjavík og Hafnarfjörður hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka að sér rekstur fram- haldsskóla og vilja hefja viðræður við menntamála- ráðuneytið um rekstur einstakra skóla. Í skýrslunni kemur fram að flutningur reksturs framhaldsskólanna sé ákveðnum vandkvæðum bundinn en kennarar og stjórnendur framhaldsskól- anna hafa áhyggjur af því að flutningurinn gæti skapað hættu á minni fjölbreytni innan skólanna og færri valmöguleikum nemenda. Jafnframt að sjálf- stæði skólanna yrði ógnað með aukinni pólitískri miðstýringu frá sveitarfélögum. Nú er staðan sú að skólarnir smíða sína eigin námsskrá sem skapar skólunum sérstöðu og sjálf- stæði. Fram kemur að með flutningi náist meiri sam- fella í nám sem skilar sér í betri þjónustu til nem- enda. Samfellan gæti minnkað brotthvarf úr fram- haldsskólum sem hérlendis er mun hærra en á Norðurlöndum og í ríkjum OECD. Flutningur reksturs framhaldsskólanna væri svar við sívaxandi kröfu um að framhaldsskólinn sé skilgreindur sem nærþjónusta. -ssb Ný skýrsla frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynnt í gær: Vilja meiri samfellu í skólastarf Í FREMSTU RÖÐ Verkefnastjórn kynnti skýrsluna á fundi í Austurbæjarskóla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UTANRÍKISMÁL Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins (ESB) gagnvart Rúss- landi til stuðnings Úkraínu eru mikilvægt skref, og Ísland ætti að taka þátt í þeim aðgerðum að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að ráðherra muni hafa lögbundið samráð við utanríkismálanefnd um þátttöku Íslands í aðgerðunum. Þar er haft eftir Gunnari Braga að Ísland geti tekið þátt í aðgerð- um ESB á grundvelli samnings- ins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). - bj Ísland á að styðja þvinganir: Málið rætt í þingnefnd í dag FJÖLMIÐLAR Tap af rekstri RÚV verður umtalsvert meira á yfir- standandi ári en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir umfangs- miklar niðurskurðaraðgerðir, meðal annars uppsagnir, sem gripið var til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Ríkisút- varpsins til Kauphallar Íslands. Í tilkynningunni segir að niður staðan valdi vonbrigðum og stjórn félagsins hafi óskað eftir því að fram fari óháð úttekt á fjármálum fyrirtækisins. Áætlað er að tap af rekstri félagsins verði 305 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins, og 357 milljónir á árinu öllu. - bj Áætlanir RÚV stóðust ekki: Tap á rekstri 305 milljónir EFNAHAGSMÁL Bankaráð Seðla- banka Íslands kom saman til tíu funda á síðasta ári. Kostnað- ur vegna hvers fundar nam 1,6 milljónum króna. Heildarkostn- aður bankans vegna bankaráðs- ins nam því 16 milljónum króna á árinu. Sjö fulltrúar sitja í banka- ráðinu og jafnmargir til vara. Gjaldfærður ferðakostnaður vegna bankaráðs Seðlabanka Íslands á síðasta ári var 881 þús- und krónur. Ólöf Nordal, formaður banka- ráðsins, býr í Sviss og bank- inn greiddi 250 þúsund krónur í ferðakostnað vegna hennar. Annar bankaráðsmaður, Jón Helgi Egilsson, bjó í Bandaríkj- unum hluta tímabilsins og bank- inn greiddi heldur meira í ferða- kostnað fyrir hann, eða tæpar 280 þúsund krónur. Þá greiddi bank- inn ferðakostnað fyrir Björn Val Gíslason og Hildi Traustadóttur. Ferðakostnaður sem greiddur var vegna þeirra beggja nam rúmum 330 þúsund krónum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum setti efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Ríkis- endurskoðun það viðmið fyrir fjórum árum að bankanum bæri að greiða ferðakostnað banka- ráðsmanna. Í svari frá bankan- um segir að við greiðslu ferða- kostnaðar sé auk þess tekið mið af reglum sem bankans um greiðslu ferðakostnaðar vegna starfsmanna. Um 14,9 milljónir króna fóru í laun og launatengd gjöld banka- ráðsmanna í fyrra, um 1,5 millj- ónir fyrir hvern fund. Það gera að meðaltali um 214 þúsund á hvern hinna sjö bankaráðsmanna, en formaðurinn fær hærri laun en aðrir. johanna@frettabladid.is Hver fundur kostar 1,6 milljónir króna Tíu fundir sem haldnir voru í bankaráði Seðlabanka Íslands í fyrra kostuðu alls 16 milljónir króna. Ferðakostnaður var greiddur vegna fjögurra fulltrúa í ráðinu. Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, býr í Sviss. Hún greindi Seðlabankanum frá þeirri ákvörðun sinni að hún ætlaði að greiða hluta af ferðakostnaði sem hlytist af veru hennar erlendis þrátt fyrir að bankanum bæri að greiða kostnaðinn. Frá því Ólöf var kosin í bankaráðið í júní í fyrra hefur kostnaður vegna ferðalaga hennar numið 588 þúsund krónum. Ólöf hefur sjálf greitt 338 þúsund en bankinn 250 þúsund. Ólöf greiðir sjálf hluta ferðakostnaðar BANKARÁÐ SEÐLABANKA ÍSLANDS Greiðslur vegna launa bankaráðsmanna og ferðakostnaðar námu samtals sextán millj- ónum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS Reykvíkingar! Ekki gleyma að kjósa um betri hverfi kjosa.betrireykjavik.is Virkjum íbúalýðræðið! Opið er fyrir atkvæðagreiðslu 11.-18. mars

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.