Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 10
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 KENNARAR Í KJARABARÁTTU Hrönn Baldursdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, segir að vart hafi orðið við uppgjafartón í mörgum nemendum sem orðnir voru svo- lítið eftir á í náminu. „Þeir héldu að það væri bara best að hætta. Í fyrri verkföllum hefur hins vegar verið tækifæri til að ljúka önninni ef ákveðnum viðmiðum hefur verið náð. Þess vegna er mikilvægt að nota tímann á meðan verkfallið stendur til að endurskipuleggja sig.“ Sveindís A. Jóhannsdóttir fjölskylduráðgjafi segir brýnt að foreldrar ræði stöðuna við ungmennin, bæði þau sem eru yngri og eldri en 18 ára. „Sum eru í námi án þess að það sé markmið í sjálfu sér og sjá þarna tækifæri til að fara að vinna. Ef þau fá vinnu þarf það ekki að vera það versta en það þarf að ræða um hver markmiðin og gildin í lífinu eru. Það er auðvitað hlutverk fjöl- skyldunnar að hvetja ungmennin til náms.“ - ibs ➜ Brýnt að ræða stöðuna og nota tímann HRÖNN BALDURSDÓTTIR SVEINDÍS A. JÓHANNSDÓTTIR 1 Haldið áfram að læraMikilvægt er að nota tímann á meðan á verkfalli stendur til að halda náminu áfram og rifja upp. 2 Undirbúið verkefniSkoðið kennsluáætlanir og undirbúið og vinnið verkefni sem hægt er að vinna sjálfstætt. 3 Haldið rútínunniFarið ekki of seint að sofa, vaknið fyrir hádegi, lærið á hverjum degi, hreyfið ykkur og hugsið jákvætt. 4 Takið ykkur áNú er hægt að verja tíma í það sem setið hefur á hakanum. 5 Æfið af kappiVerið dugleg að æfa ef þið stundið einhverja sérstaka íþrótt. 6 Eflið fjölskyldutengslinNú er tækifæri til að heimsækja ömmu og afa og aðra í fjölskyldunni oftar. 7 Vinnið heimilisverkSemjið við foreldrana um aukna þátttöku í heimilisstörfum. 7 ráð fyrir nemendur Ráð frá námsráðgjafa og fjölskylduráðgjafa um hvernig gott er að verja tímanum á meðan á verkfalli stendur. Í FJÖLBRAUT VIÐ ÁRMÚLA Sandra Sigurðardóttir var mætt í skólann upp úr níu í gærmorgun til að læra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sáttafundur í kjaradeilu fram- haldsskólakennara og ríkisins hefst klukkan tíu í dag. Sáttafund- ur í deilunni stóð til klukkan sex í gær án teljandi árangurs. Að sögn Gunnars Björnssonar, formanns samninganefndar ríkis- ins, ber deiluaðilum mikið í milli. Það varði ekki einungis launalið- inn heldur mun fleiri þætti í kjara- samningsgerðinni. Ríkið lagði fram tilboð til launsnar deilunni í fyrradag og kennarar skoðuðu það í gær. Að sögn Aðalheiðar Steingrímsdótt- ur, formanns Félags framhalds- skólakennara, leist kennurum illa á það. Í tilboðinu væru ekki þær tölur sem kennarar vildu sjá. Kennarar telja að laun þeirra þurfi að hækka um 17 prósent svo laun þeirra verði sambærileg laun- um þeirra stétta ríkisstarfsmanna sem þeir miða sig við. Aðalheiður segir enga ástæðu til bjartsýni um að verkfallið sé að leysast. Gunnar segir að ríkið komi ekki til með að leggja fram nýtt tilboð fyrr en þeir fái endanleg viðbrögð við tilboðinu sem lagt var fram í fyrradag. „Við eigum von á frekari viðbrögðum við því, kennarar eru ekki búnir að svara öllum þáttum þess,“ segir hann. johanna@frettabladid.is Lítið þokast í deilu kennara og ríkisins Verkfallsnefnd kennara ætlar að heimsækja nokkra skóla í dag og athuga hvort einhverjir séu að fremja verkfallsbrot. Sáttafundur í kjaradeilunni er boðaður í dag. Mikið ber enn í milli í kjaradeilunni. Ekki er von á nýju tilboði frá ríkinu. - snjallar lausnir 545 3200 wise.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Dynamics NAV er einn mest seldi bókhaldshugbúnaður á Íslandi í dag. Wise er í fararbroddi í upplýsingatækni með sérstaka áherslu á ráðgjöf, hugbúnaðargerð og innleiðingar ásamt öflugri og persónulegri þjónustu. Fjölbreyttar lausnir á sviði fjármála, viðskiptagreindar, verslunar, sérfræðiþjónustu, sjávarútvegs, sveitarfélaga og flutninga, sem einfalda þér þitt hlutverk. „Við verðum að bíða og sjá hvern- ig skólarnir ætla að framkvæma námsmat fyrir vorönnina,“ segir Jónas Fr. Jónsson, formað- ur stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hann segir að þegar það verði ljóst verði hægt að svara nemend- um sem eru á lánum frá sjóðnum um hvort þeir fái lán í vor. Nokkur hundruð nemenda á framhaldsskólastigi treysta á lán frá Lánasjóði íslenskra náms- manna sér til framfærslu. Regl- an er sú að námslán eru afgreidd frá sjóðnum þegar nemendur geta sýnt fram á að þeir hafi lokið til- skyldum einingum sem þarf til að fá lánin. „Við höfum miklar áhyggjur af þeim nemendum sem eru á námslán- um,“ segir Laufey María Jóhanns- dóttir, formaður Félags íslenskra framhaldsskólanema. „Ef verkfallið verður langt vonum við að Lánasjóðurinn sýni því skiln- ing og verði sveigjanlegur gagnvart þessu fólki,“ bætir hún við. Laufey María segir að margir nemendanna séu með yfirdráttar- lán í bönkum. Ef þeir fái ekki náms- lán til að gera upp yfirdráttarlánin geti þeir setið uppi stórskuldugir og hrökklast frá námi. - jme Fjöldi framhaldsskólanema fær námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna: Hafa áhyggjur af lánunum NEMAR Á LÁNUM Laufey María Jóhanns- dóttir, formaður Félags íslenskra fram- haldsskólanema, segir að framhaldsskóla- nemdur á námslánum séu áhyggjufullir. „Við ætlum að heimsækja nokkra skóla í dag og ganga úr skugga um að það sé enginn að brjóta verkfallið,“ segir Sigurður Ingi Andrésson, for- maður verkfallsnefndar Félags framhaldsskólakennara. Verkfallsnefndin hittist í gær og fór yfir þær reglur sem gilda í verkfall- inu. Kennarar mega til að mynda ekki vera í skólahúsnæði á verkfallstíma. Þeir mega ekki vinna við náms- og kennsluvefi. Félagsstarf nemenda sem fer fram undir umsjón kennara fellur niður á meðan verkfall stendur. Kennarar mega heldur ekki fylgja nemendum í skólaferðalög. Þá má ekki færa til stundatöflur eða breyta vinnuskipulagi þeirra starfsmanna skóla sem ekki eru í verkfalli. Allt námskeiðahald á vegum skóla í umsjón eða á ábyrgð kennara sem eru verkfalli fellur niður í framhaldsskólum landsins. Hvorki félagsstarf né skólaferðalög SJÁLFSNÁM Þrátt fyrir að kennarar séu í verkfalli ákváðu þessir krakkar í MR að koma í skólann og stunda sjálfsnám. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.