Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 26
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RAGNAR GUÐBRANDSSON blikksmíðameistari, Njarðarvöllum 6, áður Aðalgötu 19 í Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 10. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 20. mars kl. 13.00. Sigríður Einarsdóttir Björg Sigurðardóttir Jan Erik Larsson Ragnhildur Sigurðardóttir Jónas Ragnarsson Ásta Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir Helgi Gísli Eyjólfsson Erna Sigurðardóttir Guðbrandur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR ERLA HÖGNADÓTTIR Króktúni 18, Hvolsvelli, andaðist á heimili sínu þann 13. mars. Ólafur Sigurþórsson Anný Helena Hermansen Kolbeinn Hreinsson Ágúst Þór Ólafsson Anný Ólafsdóttir Róbert Lorenc Sigríður Linda Ólafsdóttir Benedikt Sveinbjörnsson Vigdís Heiða Ólafsdóttir Ólafur Erlingur Ólafsson Camilla Guðmundsdóttir Sindri, Sveinbjörn, Sigurður, Kolbeinn, Kristján, Auður, Kristín, Díana, Benedikt, Sandra og Ísabella Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG JAKOBSDÓTTIR síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir, lést föstudaginn 14. mars í faðmi fjölskyldu sinnar. Útförin verður auglýst síðar. Bjarni Árnason Jakob Árnason Lucinda Hjálmtýsdóttir Kristinn R. Árnason Dagmar Magnúsdóttir Bjarni Örn Kristinsson Rakel Lind Kristinsdóttir Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Heiðu í Auðsholti, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 22. mars kl. 14.00. Sigríður Ása Einarsdóttir Gunnar Gunnarsson Guðmundur Gils Einarsson Jarþrúður Jónsdóttir Unnsteinn Einarsson Vilborg Einarsdóttir Magnús Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, DÓRU INGVARSDÓTTUR Stapaseli 13, Reykjavík, fer fram frá Seljakirkju, fimmtudaginn 20. mars kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu Landspítalans í Kópavogi, sími 543 1159. Þórunn Ólafsdóttir Marteinn Sigurðsson Berglind Marteinsdóttir Ólafur Marteinsson Helgi Ingvarsson Bára Sólmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR Skúlagötu 44, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 21. mars, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigurður Árni Sigurðsson dætur, tengdasynir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra ÁRNA BÁRÐAR GUÐMUNDSSONAR Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði fyrir umönnun og stuðning. Guðný Árnadóttir Benedikt Jónsson Guðmundur Rúnar Árnason Ingibjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA SIGURÐARDÓTTIR lést í heimabæ sínum, Seattle í Bandaríkjunum, 24. febrúar. Jarðarförin fór fram þar. Minningarathöfn verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 21. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Gunnar Jóhannesson Sandra Gunnarsdóttir Pétur Hallgrímsson Birgir Gunnarsson Jóhannesson Svava Björg Jóhannesson Haukur Gunnarsson Jóhannesson Lisa M. McKeirnan barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, GUÐRÚN ÍSLEIFSDÓTTIR sjúkraliði, Jörundarholti 228, Akranesi, lést á sjúkrahúsi Akraness eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi 12. mars síðastliðinn. Hún verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 21. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning Landspítalans til tækjakaupa til geislameðferðar krabbameina, nr. 0513-26-022245, kt. 640394-4479. Innilegar þakkir til þeirra sem veittu henni styrk í veikindum hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar á HVE. Guðmundur Skúlason Andrea Katrín Guðmundsdóttir Henrik Garcia Bjarki Þór Guðmundsson Þóra Björg Ingvadóttir Ísleifur Örn Guðmundsson Arnbjörg Baldvinsdóttir Ísleifur Bergsteinsson Andrea Þórðardóttir Gunnar Örn Ísleifsson Þórunn Lovísa Ísleifsdóttir Ottó Ragnar Jónsson „Mér finnst Sigurður birtast í skrif- um sínum og verkum eins og hver annar menntamaður og tel hann hafa verið marktækan fornleifafræðing,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræð- ingur um Sigurð Vigfússon, sem var forstöðumaður Forngripasafnsins frá því um 1880 til 1892. Gunnar heldur hádegiserindi um hann í Þjóðminja- safninu í dag. Sigurður var af fátæku fólki kom- inn, var ólæs 14 ára gamall, sam- kvæmt vitnisburði sóknarprests, og naut ekki skólagöngu í uppvextinum. Síðar nam hann gullsmíði, meðal ann- ars í Kaupmannahöfn og stundaði þá iðju í Reykjavík þangað til hann tók við safninu. „Sigurður hefur orðið fyrir gagn- rýni og skopi fræðimanna fyrir trú- girni á Íslendingasögur. Hann hafi sífellt verið að leita staðfestingar á atburðum sem segir frá í sögunum. En hann gerði miklu meira. Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, held- ur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ lýsir Gunnar og segir skýrslur hans merkilegan vitnisburð um hversu fólk var vel að sér um fornleifar á Íslandi á síðari hluta 20. aldar. Þrátt fyrir að presturinn teldi Sig- urð ólæsan 14 ára segir Gunnar hann hafa orðið furðu fróðan og meðal annars vitna í dönsk rit. „Svo hefur hann orðið ágætlega skrifandi og efni eftir hann var oft stór hluti af árbók Fornleifafélagsins,“ segir sagnfræð- ingurinn. Sigurður Vigfússon var sá þriðji til að annast Forngripasafnið sem nú heitir Þjóðminjasafn. Fyrstur var Sigurður Guðmundsson málari og annar í röðinni var Jón Árnason þjóð- sagnasafnari. „Sigurður Vigfússon var aðstoðarmaður Jóns og tók svo við,“ segir Gunnar. „Hann kemur inn í þetta þegar Sigurður Guðmundsson málari er að hanna íslenska kven- þjóðbúninginn. Þá hefur verið leitað til Sigurðar Vigfússonar með smíði silfurverksins. Þannig komust þeir Sigurðarnir í samband.“ Fyrirlestur Gunnars í Þjóðminja- safninu í dag er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. gun@frettabladid.is Ver fornan fræðimann Vörn fyrir sjálfmenntaðan fornleifafræðing nefnist erindi sem Gunnar Karlsson heldur um Sigurð Vigfússon þjóðminjavörð í Þjóðminjasafninu milli klukkan 12 og 13 í dag. FYRIRLESARINN „Hann gætti ekki aðeins Forngripasafnsins, sem þá var á Dómkirkjuloftinu, heldur ferðaðist um stóran hluta landsins, kannaði fornleifar og talaði við fólk,“ segir Gunnar um Sigurð Vigfússon. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.