Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 34
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26
visir.is
Mera um leiki
gærkvöldsins.
SPORT
MAGNAÐ MET Í ÞRENNUM Á TÍMABILINU
Sautján þrefaldar tvennur í Dominos-deild karla í vetur og fimmtán af þeim voru íslenskar
KÖRFUBOLTI Fréttablaðið hefur eins og aðrir
fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennu-
afrekum íslenskra körfuboltamanna enda
hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið
algjört mettímabil og það sem gleður enn
fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem
leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum.
Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir
lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það
loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið
um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö
þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og
Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þess-
um 22 umferðum Dominos-deildarinnar í
vetur. Það setur þessar sautján þrennur í
enn frekara samhengi að það voru jafn-
margar þrennur á þessu tímabili eins og
fjögur undanfarin tímabil til samans.
Þrennuvaktin á karfan.is
Hvort sem það var Hörður Tulinius sem
kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á
karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið
líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-
deildarinnar á leiktíðinni.
Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi
þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurð-
arsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá
aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra
þrennu“ í íslenskum körfubolta.
Það var samt skemmtilegast við þessa
baráttu að þarna voru þrír íslenskir leik-
stjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu
sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna
nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var
leyfður í deildinni.
Fyrsta þrennan 25 ára
Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu
tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta
datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum.
Hinn 20. október 1988 er því merkilegur
dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð
Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson
fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var
þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta
í sigri í Keflavík.
Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar
þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrenn-
unni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingur-
inn Jón Kristinn Gíslason í leik á móti KR
17. nóvember 1988 þegar hann var með 18
stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.
Milton Bell, sem lék með Skagamönnum
tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn
til að ná tveimur þrennum á sama tíma-
bili en því náði hann með tíu daga millibili
í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var
hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná
því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-
2010 tímabilsins með KR-liðinu.
Pavel Ermonlinskij var með fimm þrenn-
ur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni
(2010-11) og sló því sitt eigið met með því
að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti
með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til
8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á
listanum með frammistöðu sinni í vetur.
Emil komst líka í sögubækurnar
Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel
og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en
tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda.
Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti
mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á
meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell.
Emil náði hins vegar þrennu í seinni leikn-
um á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti
hann sinn stimpil í sögubókina með því að
vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti
báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leik-
tíð. ooj@frettabladid.is
Þrennuveturinn mikli
Leikmenn Dominos-deildar karla settu glæsilegt met yfi r fl estar þrennur á einu tímabili í úrvalsdeildinni og
þrír íslenskir leikmenn komust inn á topplistann yfi r þá sem hafa náð fl estum þrennum á einu tímabili.
➜ Flestar þrennur á einu
tímabili
Pavel Ermolinskij, KR 2013-2014 7
Pavel Ermolinskij, KR 2010-2011 5
Emil Barja, Haukum 2013-2014 4
Matthías Orri Sigurðarson, ÍR 2013-2014 3
Brenton Birmingham, Grindavík 1999-2000 3
Nate Pondexter, Hamri 2001-2002 3
Pavel Ermolinskij, KR 2009-2010 3
Maurice Miller, Tindastól 2011-2012 3
ÓTRÚLEGUR Pavel Ermolinskij er kominn með sjö
þrennur á tímabilinu sem er met. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
➜ Þessir þrír voru duglegastir á þrennuvaktinni í Dominos-deildinni í vetur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
1997
1996
1995
1994
1993
1992
1991
1990
1989
2
1 1 1 1
1
1
1
1
12 2 2 22
4 45 5 5 5 5 5
3 3
3
íslenskir leikmenn
erlendir leikmenn
1 1
6 6
Pavel Ermolinskij
7 þrennur
27 ára og 202 sm
leikstjór-
nandi úr
Emil Barja
4 þrennur
22 ára og 192 sm
leikstjórnandi
úr Haukum
Matthías Orri
Sigurðarson
3 þrennur
19 ára og
185 sm
leikstjórnandi
úr ÍR
2
15
17
55
3
2
4
77
FÓTBOLTI Bandaríski framherjinn
Chuckwudi Chijindu, betur þekktur
sem Chuck, samdi við Þór til eins árs
og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni
í knattspyrnu í sumar.
Þetta er mikill liðstyrkur fyrir norð-
anmenn en Chuck spilaði með Þór í
Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði þá
tíu mörk í átján leikjum. Þá skoraði
hann fimm mörk í níu leikjum fyrir
liðið í 1. deildinni árið 2012.
Hann er væntanlegur til landsins í
apríl en Þórsarar leika á meðal þeirra
bestu annað árið í röð eftir að þeir
héldu sér uppi sem nýliðar á síðustu
leiktíð. - tom
Chuck spilar með
Þórsurum í sumar
MARKAVÉL Chuck skoraði 10 mörk í
fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK
FÓTBOLTI Stjörnunni hefur borist
góður liðsstyrkur fyrir komandi
átök í Pepsi-deildinni en liðið
gerði í gær tveggja ára samning
við Pablo Punyed, 24 ára leik-
mann frá El Salvador.
Punyed hefur spilað hér á landi
undanfarin tvö ár, fyrst með
Fjölni í 1. deildinni og svo Fylki í
Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.
Hann skoraði eitt mark í ellefu
leikjum fyrir Árbæinga í fyrra en
meiðsli settu strik í reikninginn
hjá honum.
Þetta eru góð tíðindi fyrir
Stjörnumenn sem hafa misst
nokkra fastamenn frá síðustu
leiktíð. Liðið fékk einnig danska
varnarmanninn Niclas Vemmel-
und frá OB í síðasta mánuði. - esá
Samdi við
Stjörnumenn
ÚRSLIT
DOMINOS-DEILD KVENNA
UNDANÚRSLIT, 2. LEIKUR
VALUR - SNÆFELL 78-66 (41-32)
Valur: Anna Alys Martin 38/7 fráköst/5
stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir 13, Kristrún
Sigurjónsdóttir 8, Ragnheiður Benónísdóttir 7/4
fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/5 fráköst,
Guðbjörg Sverrisdóttir 2/8 fráköst/5 stoðsending-
ar, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, María Björnsdóttir
2/4 fráköst.
Snæfell: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 20/9
fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/7 fráköst,
Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11/6 fráköst,
Hildur Sigurðardóttir 10/8 fráköst/9 stoðsend-
ingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/15 fráköst/5
stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 2.
Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Liðin mætast næst
annað kvöld klukkan 19.15.
KEFLAVÍK - HAUKAR 65-81 (32-30)
Keflavík: Diamber Johnson 31/8 fráköst, Sara Rún
Hinriksdóttir 11/5 fráköst, Bryndís Guðmunds-
dóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8,
Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir
1/8 fráköst.
Haukar: Lele Hardy 21/15 fráköst/5 stoðsendingar,
Auður Íris Ólafsdóttir 18/8 fráköst, Gunnhildur
Gunnarsdóttir 13, Margrét Rósa Hálfdanardóttir
12/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 7, Íris Sverr-
isdóttir 4, Inga Rún Svansdóttir 2, Jóhanna Björk
Sveinsdóttir 2, Lovísa Björt Henningsdóttir 2.
Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Hauka. Liðin mætast
næst annað kvöld klukkan 19.15.
KÖRFUBOLTI Valur nýtti sér fjarveru
Chynnu Brown í liði Snæfells og
vann leik liðanna í undanúrslitum
Dominos-deildar kvenna í gær, 78-66.
Staðan í undanúrslitarimmu liðanna
er því 1-1. Snæfellingar byrjuðu betur
en Valur komst yfir eftir góðan sprett
undir lok fyrri hálfleiksins og lét for-
ystuna aldrei aftur af hendi.
Haukar eru í góðri stöðu í hinni
rimmunni og leiða 2-0 gegn Keflavík.
Valskonur jöfnuðu metin en Haukar standa vel að vígi
SYSTUR Guðrún
Gróa og Helga
Margrét Þor-
steinsdætur
léku saman með
Snæfelli í gær.
Helga Margrét
er þekktari
fyrir afrek
sín í frjálsum
íþróttum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ALLI
FÓTBOLTI Didier Drogba snýr aftur á sinn gamla heimavöll er Chelsea tekur
á móti tyrkneska liðinu Galatasaray í síðari viðureign liðanna í 16 liða
úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Drogba er mikil hetja í augum stuðningsmanna Chelsea en þessi
36 ára kappi var á mála hjá liðinu í átta ár og var spurður
í gær hvað hann myndi gera ef honum lánaðist að
skora sigurmarkið í leiknum.
„Ég myndi líklega ekki fagna miðað við alla
þá virðingu sem ég ber fyrir félaginu. En ég verð
ánægður ef við vinnum leikinn,“ sagði Drogba.
Real Madrid tekur svo á móti þýska liðinu
Schalke en Madrídingar eru svo gott sem komnir
áfram eftir 6-1 sigur í fyrri leiknum. Carlo
Ancelotti, stjóri Real Madrid, ætlar þrátt fyrir
það ekki að hvíla Cristiano Ronaldo í kvöld.
Leikirnir hefjast klukkan 19.45. - esá
Drogba mun líklega ekki fagna