Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 16
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 VINNUKOLLAR Ert þú að leita að vinnukolli fyrir heimilið eða vinnustaðinn? Fastus býður uppá gott úrval af vinnukollum og stólum í öllum stærðum, gerðum og litum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is F A S TU S _H _1 4. 03 .1 4 Veit á vandaða lausn Ég er aukapersóna í ljótri sögu sem ekki sér fyrir endann á. Mamma mín, gömul kona, er aðalper- sónan. Sagan er sjúkra- saga hennar undanfarið rúmlega hálft ár þar sem hver kollsteypan á fætur annarri hefur orðið til þess að hún er nú farlama og líður illa. Afleiðingar gegndarlauss niðurskurð- ar í heilbrigðiskerfinu blasa við í þessari sögu og bitna illa á aðalpersónunni. Ljóst er að hún er bara ein af mörgum sem eru í vondum málum vegna þessa. Við sameiningu spítal- anna var m.a. hagrætt þannig að þeir skiptu með sér verkum og mismun- andi fagdeildum. Útreikn- ingar sýndu að ódýrara væri að flytja sjúklinga á milli bygginga en að reka sams konar deildir á fleiri en einum stað. Hljómar skynsamlega og tölur tala sínu máli. En hvernig virkar þetta í veru- leikanum? Það reynir á hold, blóð og taugar, sérstaklega þegar fólk er gamalt, að fara milli spítala margsinnis á stuttu skeiði. Sjúkra- bílaferðir mömmu síðan í septem- ber sl. eru, nú þegar þetta er skrif- að, orðnar átján. Á nóttu sem degi hefur hún verið flutt frá einni deild á aðra. Elskulegir sjúkra- flutningamenn koma og flytja fólk, nærgætnir og faglegir, en vegna anna þarf stundum að bíða lengi eftir þeim. Flutningarnir hafa verið til og frá bráðamóttöku, til og frá Hringbraut eða Fossvogi, til og frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og til og frá heimili hennar í Furugerði. Sá sem sendur er heim til sín í sjúkrabíl er ekki til stórræðanna enda hefur það komið á daginn. Vítahringur Læknar, sem ég hef þó sárasjald- an hitt af því þeir eru takmarkað við, hafa útskrifað hana og í bréf- um þeirra kemur fram að hún sé fær um að sjá um sig sjálf. Þar segir kannski að henni „hætti til að fá aðsvif“ og hún sé „með dálitla verki“. Sjúkrasagan verð- ur ekki rakin í smáatriðum hér en í stórum dráttum er um að ræða tvö beinbrot sem bæði voru afleið- ing aðsvifa. Aðsvifin urðu vegna slappleika sem orsakaðist líklega af alvarlegri sýkingu sem tók margar vikur að greina og lækna. Nokkrir úr röðum heilbrigðis- starfsfólks, sem starfar í öldrun- argeiranum og á bráðamóttöku, hafa reynst vel á þessu tímabili en það liggur í augum uppi að þetta góða fólk ræður yfir takmörkuð- um úrræðum. Myndast getur víta- hringur þar sem hvert úrræðið reynist of takmarkað og kallar á annað. Heildarlausn vantar fyrir veika, aldraða á höfuðborgar- svæðinu og það er algerlega óvið- unandi. Það er nöturlegt að horfa upp á gamla fólkið okkar, sem hefur unnið hörðum höndum alla sína hunds- og kattartíð og greitt sitt til samfélagsins, upplifa niður- lægjandi og ómannúðlega meðferð þegar það er orðið hjálparþurfi. Að eldast með reisn á að vera sjálf- sagður réttur hvers og eins. Búsetuúrræði fyrir gamalt fólk verður að taka til markvissrar end- urskoðunar og efla aðhlynningu þeirra sem búa í þjónustuíbúðum vegna þess að það er orðið of langt leitt þegar það loksins fær inni þar. Það verður að fjölga hjúkrun- arrýmum og bæta aðgang gamals fólks að fagfólki. Markmiðið með þessum skrifum er að vekja athygli á því og krefjast bóta. Ljótar sögur af meðferð aldraðra á Íslandi í dag eru blettur á samfélaginu. Ómannúðleg meðferð aldraðra blettur á samfélaginu Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hags- munir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smá- ríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjög- ur stór ríki, Bretland, Frakk- land, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambands- ins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leið- andi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagn- vart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu regl- ur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusam- bandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusam- bandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmál- um. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangr- að með Svartapétur í alþjóða- stjórnmálum, nú í makríldeil- unni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sam- bandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslend- ingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmál- um þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mik- ilvægasta þátt íslenskra alþjóða- hagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að vold- ugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfir- gáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heilla- skref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri ein- angrun Íslands á alþjóðavett- vangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í? Sjálfskipuð einangrun evrópsks smáríkis UPPGJÖR & BÓKHALD Við elskum ársreikninga Einblíndu á það sem skiptir máli í þínum rekstri og láttu gerð ársreikningsins í hendur fagfólks sem hefur unun af verkinu. Hafðu samband við Birnu í síma 545 6082 og fáðu fast verð í gerð ársreikningsins. kpmg.is VELFERÐ Guðlaug Guðmundsdóttir framhaldsskóla- kennari ➜ En hvernig virkar þetta í veruleikanum? Það reynir á hold, blóð og taugar, sérstak- lega þegar fólk er gamalt, að fara milli spítala margsinnis á stuttu skeiði. EVRÓPUMÁL Magnús Árni Magnússon dósent í alþjóðastjórn- málum ➜ Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samn- ingalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.