Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Þann 1. mars síðastliðinn voru í fyrsta sinn ráðnar ljósmæður með sérfræðileyfi við meðgöngu- og sængurkvenna- deild Landspítalans. „Þetta eru merk tímamót hjá okkur ljós- mæðrum og við erum í raun búnar að vera að bíða eftir þessari leyfisveitingu undanfarin ár,“ segir Helga Sigurðardóttir, yfirljósmóðir meðgöngu- og sængurlegudeildar 22A á kvenna- og barnasviði Land- spítalans. „Frá því 2008 hefur Landspítalinn boðið upp á tveggja ára starfsnám til sérfræðiviður- kenningar. Fyrstu ljósmæðurnar luku starfsnáminu árið 2010 en fyrstu leyfin voru veitt í haust. Þann 1. janúar 2013 var gerð ákveðin lagabreyting varðandi heilbrigðisstéttir og samfara þeim reglugerð um menntun, réttindi og skyldur ásamt starfsleyfum og sérfræðileyfum. Þá fyrst var hægt að sækja um sérfræðileyfi í ljós- móðurfræði. Það var því rökrétt framhald að þær fengu stöðu við spítalann.“ TVÆR SÉRFRÆÐILJÓSMÆÐUR Í reglugerðinni um sérfræðileyfin eru skilgreind fjögur klínisk svið; kynheilbrigði og forvarnir, með- gönguvernd og fósturgreining, fæðingarhjálp og svo sængurlega og brjóstagjöf. „Sérfræðiljós- mæðurnar sem voru ráðnar nú um síðustu mánaðamót eru þær Ingibjörg Eiríksdóttir, sem er með sérfræðileyfi í tvíburameðgöngu og brjóstagjöf, og Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sem er með sér- fræðileyfi í meðgönguvernd með áherslu á geð- og vímuefnavanda.“ NÝTIST KONUM BÆÐI BEINT OG ÓBEINT Helga segir kostina við þessar nýju stöður vera ótvíræða. „Þarna fáum við tvær öflugar ljósmæður sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á sínu sérsviði, mikla reynslu í lestri rannsókna og geta leitt faglega þróun innan síns sérsviðs. Ákveðið starfshlutfall þeirra er tileinkað verkefna- og rannsóknarvinnu og er það forsenda til að geta fylgst með í faginu, komið á breytingum sem á þarf að halda og viðhaldið ákveðinni faglegri þróun.“ Sérfræðiþekking ljósmæðra mun nýtast konum bæði beint og óbeint. „Valgerður Lísa hefur sinnt mæðravernd kvenna með fíknisjúkdóma og mæðra sem eru í neyslu á meðgöngu og kemur þannig beint að mæðravernd þess hóps. Þetta nýtist einnig öðrum konum þar sem Valgerður verður ráðgjafi annarra ljósmæðra og þær fá þannig stuðning í meðferð kvenna með þessi vandamál bæði í meðgöngu, í fæðingu og sængur- legu. Þannig nýtist þekkingin beint ákveðnum hópi og óbeint stærri hópi.“ KOMIÐ Í VEG FYRIR MISVÍSANDI UPPLÝSINGAR Ingibjörg var til að byrja með fengin í verkefnavinnu til að útbúa verklagsreglur um allt sem lýtur að brjóstagjöf en síðan var stöðunni breytt í sérfræðistöðu eftir að sérfræðileyfi hennar var gefið út. „Það hefur skort svigrúm til að vinna gæðaskjöl sem tengjast brjóstagjöf. Það hefur valdið því að fólk hefur fengið misvísandi skilaboð. Ingi- björg einbeitir sér að því að taka þetta til gagngerrar endurskoð- unar og nýtist það öllum konum sem koma í sængurlegu og þurfa fræðslu og aðstoð við brjóstagjöf. Hún mun jafnframt sinna ráðgjöf um brjóstagjöf eftir fæðingu. Hún er líka með sérþekkingu í tvíbura- meðgöngu og er verið að þróa nýtt viðtal fyrir tvíburaforeldra þar sem farið er yfir fósturskimun og fleira,“ segir Helga. „Þegar allir verða komnir með sömu þekk- ingu og verklagsreglur komnar á hreint verður vonandi hægt að koma í veg fyrir að fólk fái mis- vísandi skilaboð.“ ■ liljabjork@365.is LJÓSMÆÐUR MEÐ SÉRÞEKKINGU TÍMAMÓT Merk tímamót áttu sér stað hjá ljósmæðrum um síðastliðin mánaðamót. Þá voru fyrstu tvær sérfræðiljósmæðurnar ráðnar til starfa á Landspítalanum. NÝJAR STÖÐUR Helga Sigurðardóttir, yfirljósmóðir meðgöngu- og sængurlegudeildar, fékk fyrstu sérfræðiljósmæður Landspítalans til starfa á deild sinni á dögunum. MYND/GVA Laugardaginn 29. mars kemur út veglegt Brúðkaupsblað með Fréttablaðinu. Fjallað verður um allt sem viðkemur Brúðkaupum og er blaðinu dreift í 90.000 eintökum. Pantið auglýsingar/kynningar tímanlega hjá Bryndísi í síma 512-5434 eða á netfangið bryndis@365.is Fréttablaðsins Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution AKUREYRARAPÓTEK, Kaupangi - LYFJAVER, Suðurlandsbraut 22 BORGARAPÓTEK, Borgartúni 28 - GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti - ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 APÓTEK GARÐABÆJAR, Litlatúni 3 - REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2, APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Firði Hafnarfirði Sími 555 6655 - 662 5552 • kokulist@kokulist.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.