Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 38
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Uppáhaldsrétturinn minn er eggjanúðlur með tófúkjöti á Nings.“ Ásdís María Viðarsdóttir tónlistarkona BESTI BITINN „Hann var hér um helgina og svo sem ekkert meira um það að segja. Ég get staðfest að það séu tengsl okkar á milli en get ekki farið nánar út í neitt sem því tengist,“ segir leikar- inn Gísli Örn Garðarsson, meðlimur leikhópsins Vesturports, um veru Óskarsverðlaunahafans Alfonsos Cuarón á land- inu um síðustu helgi. Eyddi Alfonso tíma með Vest- urportsfólki en Gísli er þögull sem gröfin um það hvort leik- hópurinn ætli í samstarf við leikstjórann. „Við vorum með honum á Loftinu og víðar um helgina. Það var rosa fjör,“ bætir Gísli við og mærir Alfonso sem listamann. Cuarón var sigur- sæll á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir stuttu en mynd hans, Gra- vity, sópaði til sín sjö verðlaunum og hlaut hann styttuna eftirsóknar- verðu fyrir bestu leikstjórn. Vesturport hefur notið mikill- ar velgengni síðustu ár og er leik- hópurinn vanur því að vinna með þekktum listamönnum. Má þar til dæmis nefna samstarf við tónlist- armennina Nick Cave og Warren Ellis fyrir leikritið Faust. - lkg Tengsl á milli Vesturports og Óskarsverðlaunahafans Hugsanlegt er að leikstjórinn Alfonso Cuarón og Vesturport hyggi á samstarf. ÞÖGULL Leikarinn og leikstjórinn Gísli Örn vill lítið tjá sig um Cuarón. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON EYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREY „Ég á ekki plötu með henni og veit í rauninni ekkert um hana. Ég gúgglaði hana samt þegar ég fékk djobbið,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari, sem myndaði velsku tónlistar- og leikkonuna Charlotte Church þegar hún dvaldi hér á landi í nóvembermánuði síðast- liðnum. Undir lok janúarmánaðar birt- ist stór og mikil grein um Church í The Guardian og henni fylgdi fjöldi mynda eftir Braga Þór. „Ég mynd- aði þau við köfun í Silfru á Þing- völlum, hjá Geysi og við Gígjökul. Charlotte Church er víst voða fræg en ég vissi nú samt ekkert hver hún var. Hún var ósköp indæl og virtist vera ljúf stelpa,“ segir Bragi Þór. Þetta er þó ekki í fyrsta skipt- ið sem Bragi Þór myndar fyrir erlenda miðla. „Ég er alltaf eitt- hvað að mynda fyrir erlenda miðla eins og The Guardian, Wallpaper og Wallstreet Journal svo dæmi séu tekin. Ég er með umboðsskrif- stofu, Wonderful Machine, í Banda- ríkjunum og fæ oft verkefni í gegn- um hana,“ útskýrir Bragi Þór. Charlotte Church, sem var hér á landi í tvo til þrjá daga í nóvem- bermánuði, er margverðlaunuð og hefur gefið út sex plötur og selt yfir tíu milljónir platna á heimsvísu. - glp Myndaði Charlotte Church Ljósmyndarinn Bragi Þór Jósefsson tók myndir af tónlistar- og leikkonunni Charlotte Church fyrir breska blaðið The Guardian er hún dvaldi hér á landi. ÍSLANDSVINUR Charlotte Church dvaldi hér á landi í nóvember og pósaði fyrir Braga Þór. Voru myndirnar birtar í The Guardian. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON „Við höfum alltaf úrslitavaldið og megum breyta laginu ef við telj- um það þjóna laginu betur, við erum framleiðendur lagsins. Það stóð til hjá þeim að flytja lagið á fleiri en einu tungumáli en það var bara búið að þýða viðlagið á ensku fyrir úrslitakvöldið. Við setjumst svo niður með keppendum eftir keppni og skoðum hvað megi betur fara,“ segir Hera Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Framlag Íslands í Eurovision í ár er eins og flestir vita lagið Enga fordóma með Pollapönki og var myndband við lagið frumsýnt á laugardaginn. Lagið er þó ekki á sama tungumáli og áhorfendur kusu þegar úrslitakeppnin fór fram hér á landi í febrúar. „RÚV-menn ráða þessu alltaf á endanum og við vorum alveg til í að vinna með þeim í því,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, söngvari og gítarleikari í Pollapönki, þegar hann er spurð- ur út í tungumálavalið í laginu. Ef vitnað er í fréttatilkynningu frá RÚV skömmu fyrir úrslitakvöldið kemur eftirfarandi í ljós. „Í ár verður þó sú nýbreytni kynnt til sögunnar að lögin í einvíg- inu verða flutt í þeirri útgáfu og á því tungumáli sem stefnt er að að senda til Danmerkur. Þessi breyt- ing er gerð til að áhorfendum gef- ist kostur á að heyra og velja þann texta og þá útgáfu lagsins sem mun keppa fyrir Íslands hönd í ESC 14.“ Hera segir að aðstandendur keppninnar hafi reynt að hafa lagið eins nálægt lokaútgáfunni og hægt var á úrslitakvöldinu. „Það er auð- vitað almenningur sem kýs lagið en við höfum alltaf vald til þess að breyta. Við verðum að skoða þetta í stærra samhengi og rædd- um mikið um skilaboðin sem þeir eru að koma á framfæri og það skiptir svo miklu máli að boðskap- urinn komist til skila. Við teljum það atriðinu fyrir bestu að lagið sé á ensku,“ segir Hera um breyting- arnar. Bandaríski tónlistarmaður- inn John Grant þýddi textann. Haraldur Freyr er þó á því að lagið sé ekki verra á ensku. „Ég er ekki frá því að mér finnist lagið betra á ensku. Lala-kaflinn fær nýtt líf,“ bætir Haraldur Freyr við. Bakraddasöngvararnir Óttar Proppé og Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálm- öld, fara með Pollapönki út í loka- keppnina í Kaupmannahöfn í maí. „Við höldum það enn sem komið er að Óttar sé fyrsti þingmaður- inn sem stígur á svið í lokakeppni Eurovision,“ segir Hera. „Það eru forréttindi að fá að hafa alþingispolla og slysavarnapolla/ þungarokkspolla á stóra sviðinu í Cirkus Eurosmart í Danmörku,“ segir Haraldur Freyr sem hlakkar mikið til þess að fara út. gunnarleo@frettabladid.is RÚV vildi hafa Euro- vision-lagið á ensku Pollapönk ræður ekki á hvaða tungumáli framlag Íslands í Eurovision er fl utt. Loka- útgáfan er á ensku og fékk almenningur ekki að heyra þá útgáfu í undankeppninni. FORRÉTT- INDI Snæbjörn Ragnarsson og Óttar Proppé fara með Pollapönki til Kaupmanna- hafnar í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Það er auðvitað almenningur sem kýs lagið en við höfum alltaf vald til þess að breyta. Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.