Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. mars 2014 | SKOÐUN | 15 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir ➜ Ekki er samræmi á milli fagaðila í þó samræmdu kerfi. Við sem erum komin með bílpróf og eigum jafnvel bíl vitum að það er skynsamlegt að fara með bílinn í skoðun reglulega, annars vegar til að koma í veg fyrir að hann falli úr ábyrgð og hins vegar vegna þess að við viljum vera örugg um að allt sé í lagi. Nýjasta tækni gerir okkur svo kleift að lesa með einföldum hætti hvað það er sem mögulega hrjáir bílinn. Því til við- bótar eru ákveðnir fyrirfram gefn- ir kílómetrar eða tími sem hlutirn- ir eiga að endast, líkt og olían og bremsurnar svo dæmi sé tekið. Þetta er allt svo einfalt og þægi- legt, við treystum því að þegar búið er að lesa af tölvunni verði gert við það sem þarf. Því verða einu áhyggjurnar sem við þurfum að hafa af hinum ökumönnunum í umferðinni. Slysin gera svo sem ekki boð á undan sér en maður er þó alltént með allt sitt á hreinu, ekki satt? Þegar kemur að líkamanum flækist málið töluvert, en það er ekki enn búið að finna upp neina vél sem jafnast á við það sem mannslíkaminn getur og er vænt- anlega enn býsna langt í það. Við læknar erum enn að reyna að átta okkur á eðlilegri starfsemi hans og skilja hana til hlítar, fyrir utan það að geta brugðist við þegar líkam- inn bilar með einum eða öðrum hætti. Okkur miðar ágætlega áfram en eigum mjög langt í land með það að geta stungið okkur í samband við tæki sem framkvæm- ir bilanagreiningu. Það er þarna sem áhugi, þekking og innsæi í bland við mannlega þáttinn gerir læknisfræðina svo skemmtilega. Allt árið um kring Núna í marsmánuði erum við upptekin af vitundarvakningu á krabbameinum karla. Í október munum við svo blása aftur í lúðra og vekja konur til vitundar um krabbamein í bleikum mánuði. Þetta er allt gott og blessað og ber að fagna því sérstaklega, enda ekki vanþörf á að minna okkur á hætturnar sem liggja í leyni. Það þarf bara að gera það allt árið um kring. Karlar jafnt sem konur ættu að vera jafn meðvituð um krabbamein hvort sem það eru þessir mánuðir eða einhverjir aðrir á árinu. Hið sama á við um aðra sjúk- dóma, en ef litið er til Bandaríkj- anna þá eru yfir 150 sjúkdómar og vandamál sem eiga sinn dag, viku eða mánuð. Áhugavert er að sjá að í júlí og desember er minnst um slíkt og sennilega er það á grund- velli markaðsaðstæðna. Annars vegar eru flestir í fríi og eru ekk- ert að velta sér upp úr þessu eða vilja halda jólin hátíðleg og ekki láta trufla sig í þeim undirbúningi. Gallinn er bara sá að sjúkdóm- ar, hverjir sem þeir eru, stinga sér niður alla daga ársins, líka á aðfangadag! Eitthvað öfugsnúið Skipulagt heilsufarseftirlit í for- varnarskyni á vegum ríkisins er í gangi allt árið á Íslandi. Má þar nefna ungbarna- og mæðravernd, legháls- og brjóstakrabbameins- skimun auk öflugrar fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri í gegn- um skólakerfi og Embætti land- læknis. Þá skipar heilsugæslan stóran sess sem fyrsti viðkomu- staður í heilbrigðiskerfinu á lands- vísu. Þrátt fyrir þetta eru margir óöruggir með það hvert skuli leita, hvað eigi að skoða, hvernig og á hvaða aldri. Ekki er samræmi á milli fagaðila í þó samræmdu kerfi og engar klínískar leiðbeiningar til hjá Embætti landlæknis hvað þetta snertir. Það eru hins vegar til leið- beiningar um skimun gegn ristil- krabbameini sem eru frá 2002 sem hefur enn ekki verið framfylgt sökum fjárskorts heilbrigðisyfir- valda. Þetta er eitthvað öfugsnúið! Bretar hafa í gegnum sitt NHS- kerfi nýlega sett fram NICE-leið- beiningar um almennt heilsu- farseftirlit allra einstaklinga á aldrinum 40-74 ára, á að minnsta kosti fimm ára fresti. Þar sem markmiðið er að stemma stigu við hjarta- og æðasjúkdómum, heila- áföllum, sykursýki, háum blóð- þrýstingi og nýrnasjúkdómum til viðbótar við hefðbundna skimun gegn krabbameinum. Allt lífsstíls- tengdir þættir og þeir telja sig geta komið í veg fyrir 650 dauðs- föll, 1.600 hjartaáföll og 4.000 nýgreiningar á sykursýki af teg- und 2 á hverju ári með þessum hætti. Þetta er áhugaverð nálgun og sennilega verða margar gagn- rýnisraddir uppi, en boltinn er far- inn að rúlla. Temdu þér hollan lífs- stíl, ekki reykja og láttu skoða þig reglubundið, mæla blóðþrýsting- inn, kólesterólið, nýrnastarfsemina og blóðsykurinn auk þess að vera á varðbergi gagnvart krabbamein- um. Það er engin tölva sem getur lesið líkamann ennþá! Er búið að tékka á þér? Fjölgun ferðamanna til Íslands undanfarin ár hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og síst þeim sem vinna í þjóðgörðum, friðlýstum svæðum og öðrum ferða- mannastöðum lands- ins. Ferðamannastaðir á Íslandi eru flestir í eigu ríkis eða sveitarfélaga og margir friðlýstir á ein- hvern hátt. Erlendis gilda mjög skýrar reglur um stjórnun og rekstur ferðaþjónustu innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Hjá þjóðgarðastofnun Bandaríkj- anna og Kanada, Umhverfisstofn- un Nýja-Sjálands og Ástralíu eru ferðaþjónustufyrirtæki starfsleyf- isskyld innan þjóðgarða. Fyrirtæk- in lúta kröfum og reglum en sam- hliða eru innheimt gjöld fyrir afnot ferðaþjónustu af svæðum í opin- berri eigu. Ef viðskiptatækifærin snúast um takmarkaða auðlind eru þau boðin út. Á Nýja-Sjálandi eru þjóðgarð- ar og friðlýst svæði helstu ferða- mannastaðir landsins og því er góð stjórnun og skýr stefna lykilatriði. Grunnreglan er að þeir sem hafa fjárhagslegan ávinning af því að vera inni á svæðum undir stjórn umhverfisstofnunar Nýja-Sjá- lands, þjóðgörðum, þjóðskógum og öðrum verndarsvæðum, verða að gera um það samninga og borga fyrir afnot. Þetta kerfi á við alla notkun í viðskiptalegum tilgangi m.a. beitarafnot, námavinnslu, skógarhögg, kvikmyndatökur yfir í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Gjöldin felld inn í verð Þar sem ferðaþjónustan er stærsti notandi þjóð- garða borgar hún fyrir öll afnot af slíkum svæðum. Verðskráin er byggð upp fyrir mismunandi notkun og tímalengd og samningar geta verið fyrir einn atburð eða til fleiri ára. Ferða- skrifstofurnar fella síðan gjöldin inn í verð til ferða- manna. Hins vegar greiða skattborg- arar Nýja-Sjálands og ferðamenn á eigin vegum ekki aðgangseyri að þeim svæðum sem Umhverfisstofn- un Nýja-Sjálands stýrir. Þessa nýsjálensku aðferð tel ég vera mjög skýra og sanngjarna að því leyti að hún gerir ráð fyrir að þeir borgi gjald sem nýta svæð- in í viðskiptalegum tilgangi og af þeim sem valda augljóslega mestu álagi á svæðin. Aðrir greiða ekki. Á þennan hátt verða ferðamenn heldur ekki varir við gjaldtök- una þannig að upplifunin af því að heimsækja fallegar náttúruperlur verður ekki rofin af því að greiða aðgangseyri líkt og farið sé inn í dýragarð eða skemmtigarða. Axlar ábyrgð Stórnotendur þjóðgarða og frið- lýstra svæða eru ferðaþjónustu- fyrirtækin sjálf sem selja ferð- ir á þá staði. Með slíku kerfi er hægt að koma gjaldinu inn í verð til ferðamanna sem greiða það en um leið verða til upplýsingar um fjölda og nýtingu ferðaþjón- ustunnar sem hjálpar til að stýra og byggja upp staðina. Á þenn- an hátt axlar ferðaþjónustan sem atvinnugrein ábyrgð á því ástandi sem skapast þegar þúsundir ferða- manna á hennar vegum heimsækja helstu náttúruperlur landsins á sama tíma. Þessi aðferð hentar til að skapa tekjur til uppbyggingar og rekstur fyrir þá staði sem eru í opinberri eigu en einnig aðra staði sem eru í eigu einkaaðila eða með blönduðu eignarhaldi. Greitt væri þá fyrir þann fjölda sem heimsæk- ir hvert svæði og það deildist niður á svæðin. Umsýsla og eftirlit vegna slíks kerfis er verkefni til að leysa en það er morgunljóst að öllum kerf- um sem nefnd hafa verið til sög- unnar fylgir umsýsla af mismun- andi tagi. Hjá Umhverfisstofnun Nýja-Sjálands er haldið utan um alla samninga á innra landupplýs- ingakerfi stofnunarinnar og hafa starfsmenn aðgang að því þegar eftirliti er sinnt. Hægt er að kalla fram allar upplýsingar úr sama gagnagrunni um allt landið. Þeir sem fara um slík svæði án samn- ings fá fyrst tvær áminningar en kært er í þriðja sinn. Það er jákvætt og nauðsynlegt að núverandi ríkisstjórn sé að skoða leiðir til að fá tekjur til að standa undir nauðsynlegri uppbyggingu til að fást við þann fjölda ferða- manna sem kemur til Íslands. Það þarf hins vegar að gerast að vand- lega athuguðu máli og þannig að fjármagnið nýtist beint á þeim stöðum sem ferðamenn heimsækja. Nýsjálenska aðferðin við gjaldtöku í þjóðgörðum FERÐAÞJÓNUSTA Einar Á. E. Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóð- garðsins á Þingvöllum og landslagsarkitekt Ég vinn sem kennari. Sem slíkur hitti ég nemendur á hverjum degi. Ólíka nem- endur sem vinna á ólíkan hátt, eru með ólíkan bak- grunn og vinna mishratt. Sumir eru fljótir að til- einka sér hluti, sumir hæg- ari og sumir strögla. Ekki dytti mér í hug að ætlast til að þeir væru allir eins. Þeir, eins og fólk almennt í samfélaginu, eru ólíkir. Eitt sinn vorum við með skólakerfi þar sem aðeins hluti nemenda fór í framhaldsnám. Hinir fóru að vinna. Nú erum við með fjöl- breyttan hóp nemenda í alls konar námi, bóknámi, verknámi og list- námi. Sumir ljúka námi á skemmri tíma en fjórum árum, sumir ljúka námi á lengri tíma og sumir ljúka meira en einni tegund af námi. Enda eru þetta ólíkir nemendur með ólík- ar þarfir. Eins og við öll. Því finnst mér undarleg sú umræða sem nú er enn komin upp um að setja öllum nem- endum þær skorður að ljúka námi sínu á þremur árum. Ef það tekur þá lengri tíma þá sorrí. Hvað er þá orðið um sveigjanleika áfangakerfis- ins? Kerfi sem gerir nem- endum kleift að haga sínum námstíma eftir því hvað þeim hentar sem námsmönnum? Hvað er þá orðið um að hafa fjölbreytt skólakerfi með fjöl- breyttu námi fyrir fjölbreytt- an nemendahóp? Helst dettur mér í hug mynd sem ég sá í gagnfræðaskóla á sínum tíma. Þetta var myndin The Wall þar sem nemendur voru hópur með eins grímu, allir eins sem sagt, sem færðust eftir sama færibandi í sömu hakkavél og komu út sem sama kjöt. Kannski er það sá skóli sem þeir vilja sem nú ræða hvað helst um að gera alla framhaldsskóla að þriggja ára skólum? Skóli fyrir suma? MENNTUN Jóhann G. Thorarensen framhaldsskóla- kennari Hið norræna samvinnufélagsmódel 08:15 Skráning og kaffi 08:30 Setning málþings Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og fundarstjóri setur málstofu Ávarp ráðherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra Samvinnufélög að norrænni fyrirmynd Emil B Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar Conventus-verkefnið og „hið lærða samvinnufélagsform“ Dr. Sigrún Lilja Einarsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst Hlutverk samvinnufélaga í nútíma Norðurlöndum Danish social Coops – new ways to sustainable welfare Susanne Westhausen, framkvæmdarstjóri Kooperationen - Danmörk Re-vitalize the Swedish cooperative sector Gordon Hahn, Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri SERUS - Svíþjóð Worker cooperatives as a tool to fight unemployment – experiences from 1990’s economic downturn in Finland Jarmo Hanninen, fræðimaður og stjórnarmaður í Co Op Finnlandi - Finnland Kaffi Lög og starfsumhverfi samvinnufélaga á Norðurlöndum An outline of co-operative legislation in Iceland: Purpose and history Arnar Stefánsson, nemandi í meistaranámi í lögfræði (ML) við Háskólann á Bifröst Co-operative legislation in Norway – Reasons, requirements and results May Woldnes, forstöðumaður miðstöðvar norskra samvinnufélaga - Noregur New Cooperative Act in Finland - Major and fundamental changes, and their impact in practice Jarmo Hanninen, fræðimaður og stjórnarmaður í Co Op Finnlandi - Finnland Fyrirspurnir Vilhjálmur Egilsson stýrir umræðum. Málþing um hlutverk samvinnufélaga í atvinnusköpun á Norðurlöndum RANNSÓKNASETUR VERSLUNARINNAR VELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Föstudaginn 21. mars kl. 08:15 – 12:15, Sjávarútvegshúsinu, Skúlagötu 4, Reykjavík Vilhjálmur Egilsson Eygló Harðardóttir Sigrún Lilja EinarsdóttirEmil B. Karlsson Gordon HahnSusanne Westhausen May Woldnes Jarmo Hanninen Arnar Stefánsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.