Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512- 5434 Ábyrgð- armaður: Jón Laufdal. Undanfarin sex ár hefur verið mikill kraftur í Svansstarf-inu hérlendis. Svanurinn á 25 ára afmæli á þessu ári og verð- ur stór ráðstefna haldin af því til- efni hérlendis í haust. Að sögn Önnu Sigurveigar Ragnarsdótt- ur, sérfræðings hjá Umhverfis- stofnun, voru einungis fjögur ís- lensk fyrirtæki með Svansleyfi árið 2008 en í byrjun þessa árs bættist 27. fyrirtækið í hópinn. „Í dag eru flest fyrirtækin í þjónustugeiran- um. Af þeim eru tíu prentsmiðjur, sjö ræstingafyrirtæki, sex hótel og farfuglaheimili og nýlega bættust veitingastaðir og mötuneyti í hóp- inn.“ Anna bendir á að erlendar ferðaskrifstofur séu í æ ríkari mæli farnar að gera kröfur um umhverf- isvottun og því séu hótel, farfugla- heimili og veitingastaðir farnir að huga meira að þessum málaflokki. Ágætis byrjun Haustið 2011 fór verkefnið „Ágæt- is byrjun“ af stað hjá Umhverfis- stofnun. Verkefnið fólst í því að gefa nýbökuðum foreldrum lít- inn poka sem innihélt bækling um efni í umhverfi barna. Einn- ig fylgdu með prufur af nokkrum Svansvottuðum ungbarnavörum. „Verkefninu lauk síðasta haust og var afar vel tekið af foreldrum. Við stefnum að því að hefja það aftur næsta haust enda mjög mikilvægt verkefni. Umhverfisvottanir hjálpa neytendum að velja vörur með eig- inleikum sem eru almennt ekki sjáanlegir en geta haft áhrif á um- hverfi og heilsu.“ Innkaupanetið stofnað Í fyrra var stofnað sérstakt neyt- endateymi innan Umhverfisstofn- unar. Svanurinn er þar undir ásamt fleiri þáttum sem snerta neytend- ur. Anna segir teymið gera starfs- mönnum kleift að vinna að ýmsum nýjum verkefnum og nefnir Inn- kaupanetið sem dæmi. „Innkaupa- netið er verkefni sem hefur verið starfrækt á Norðurlöndunum í nokkur ár með mjög góðum ár- angri. Markhópur þessa verkefnis er fyrirtæki sem vilja skuldbinda sig til að minnka umhverfisáhrif sín með því að stunda vistvæn innkaup og styðjast við umhverfis- merkingar á borð við Svaninn, Evr- ópublómið eða sambærileg merki.“ Innkaupanetið er meðal annars hugsað til að koma til móts við fyr- irtæki sem ekki geta fengið Svans- vottun. „Fyrirtæki sem ganga í Inn- kaupanetið setja sér innkaupa- stefnu, innkaupareglur og skýra innkaupaferla. Innkaupanetið veitir stuðning og leiðbeiningar um hvernig gott er að bera sig að og geta haft jákvæð áhrif á umhverfið. Við erum að leita að stofnmeðlim- um í verkefnið og eru áhugasam- ir hvattir til að hafa samband við okkur hjá Umhverfisstofnun.“ Svanurinn í sókn Mikil vakning er meðal fyrirtækja þegar kemur að umhverfismálum. Svanurinn verður 25 ára í ár og fá sífellt fleiri fyrirtæki vottun. „Innkaupanetið er verkefni sem hefur verið starfrækt á Norðurlöndunum í nokkur ár með góðum árangri,“ segir Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. MYND/GVA VIÐ ELSKUM UMHVERFIÐ! gudjono@gudjono.is511 1234 www.rekstrarland.isRekstrarland | Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 70 2 Rekstrarland leggur mikla áherslu á vistvæna og umhverfisvottaða vöru. Með því að velja vöru og þjónustu með vottuðum umhverfismerkjum stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína. Norræni svanurinnEvrópublómið Blái kransinn (Astma-Allergi Danmark) Blái engillinn Sjálfbærir skógar Húðofnæmisprófað OKKUR ER ANNT UM UMHVERFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.