Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.03.2014, Blaðsíða 12
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 VINNUMARKAÐUR „Það er búið að segja upp fólki. Það er verið að segja upp fólki hjá ráðuneytum stjórnarráðsins,“ segir Hanna Dóra Hólm Másdóttir, formaður Stéttar- félags háskólamenntaðra starfs- manna stjórnarráðsins. Hún segir erf- itt að segja til um hversu marg- ir hafi misst vinnuna eða séu að missa hana. Sparnaðurinn birtist einnig í því að verið sé að lækka starfs- h lutfa l l ein - stakra starfs- manna um 10 til 50 prósent. Hanna Dóra segir að lækk- un á starfshlut- falli sé ekkert annað en kjara- skerðing, það fái enginn tíu eða 20 prósent starf einhvers staðar annars staðar. Þá sé líka verið að segja fólki upp sem á orðið lífeyrisréttindi. Hún segir að sér finnist óeðlilegt að niðurskurður hjá hinu opinbera sé réttlættur með lífeyrisréttindum einstakra starfsmanna. „Þetta eru ansi grimmar aðgerð- ir,“ segir Hanna Dóra. Í fjárlögum þessa árs er ráðu- neytum stjórnarráðsins gert að lækka kostnað um fimm prósent. Samanlagt eiga ráðuneytin að spara 330 milljónir króna. Það gæti sam- svarað 40 til 50 stöðugildum. Hanna Dóra segir að erfiðlega hafi gengið að fá upplýsingar um uppsagnirnar eða framkvæmd þeirra. „Við viljum fá að vita hverjir eiga að vinna störf þeirra sem sagt er upp. Í kjölfar uppsagnanna þarf að taka upp alla stofnanasamninga og skilgreina hvað hver og einn á að gera,“ segir Hanna Dóra og bætir við að sumir stjórnmálamenn telji þetta svo óhæft fólk að það sé allt í lagi að reka það. Hún segir að eitt af því sem verði að ræða sé framkoma sumra þeirra sem sitja í nefndum Alþingis við starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug Kristjánsdóttir, formað- ur BHM, segir að opinberir starfs- menn ætli ekki að hvika frá kröfum sínum um hækkun launa, uppsagn- ir hjá ríkinu breyti engu í því ferli. „Það er víða undirmannað hjá ríkinu og það er sums staðar veru- legt vandamál,“ segir Guðlaug og bætir við að frekari sparnaður á kostnað hennar fólks sé ekki mögu- legur. johanna@frettabladid.is Tugir missa vinnuna hjá ráðuneytunum Ráðuneyti stjórnarráðsins þurfa að lækka kostnað um 330 milljónir króna á þessu ári. Þeim sparnaði er að stærstum hluta náð með uppsögnum starfsmanna eða lækkuðu starfshlutfalli. Þetta eru grimmar aðgerðir, segir formaður FHSS. Starfsmenn stjórnarráðsins eru á sjötta hundrað og skipast svona eftir ráðuneytum: Forsætisráðuneyti 47 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti 65 Fjármála- og efnahagsráðuneyti 95 Innanríkisráðuneyti 78 Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 39 Velferðarráðuneyti 87 Utanríkisráðuneyti 132 Mennta- og menningarmálaráðuneyti 78 ➜ Fjöldi starfsmanna eftir ráðuneytum UPPSAGNIR Tugir starfsmanna stjórnarráðsins missa vinnuna vegna niðurskurðar hjá ráðuneytunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAHANNA DÓRA HÓLM MÁSDÓTTIR GUÐLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR STJÓRNMÁL Jón Steindór Valdi- marsson, formaður Já Ísland, er langt í frá hrifinn af hugmynd- um Bjarna Benediktssonar fjár- málaráðherra um að haldin verði þjóðar atkvæðagreiðsla um þá kosti að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða hafa áfram- haldandi viðræðuhlé. „Þetta er algjörlega ótækt og óásættanlegt og verður aldrei samþykkt,“ segir hann, aðspurð- ur. „Þessar hugmyndir eru ekki í nokkru einasta samræmi við það sem menn sögðu fyrir kosningar.“ Í gær höfðu yfir 51.300 manns, eða yfir 21 prósent kosningabærra manna, tekið þátt í undirskrifta- söfnun á vefsíðunni thjod.is um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram eða ekki. „Þarna er framsetningin mjög einföld og skýr. Ég vara stjórn- málamenn, bæði í stjórn og stjórnar andstöðu, við því að ætla að semja um eitthvað annað. Þá þurfa þeir að semja við þess- ar 51.300 mann- eskjur sem eru búnar að skrifa u nd i r mjög ákveðna áskor- un,“ segir Jón Steindór. „Menn verða að vara sig, þetta er ekki fyrir Alþingi til að leika sér með. Þetta er ekkert pólitískt „geim“ heldur mjög skýr og einföld krafa og hana eiga þeir að virða.“ Hann kveðst vera ánægður með þær þúsundir manna sem hafa haft uppi mótmæli á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég er sér- staklega ánægður með það líka að þetta er mjög gott þversnið af þjóðinni. Þarna er alls konar fólk á öllum aldri með alls konar póli- tískar skoðanir sem er einhuga um þessa kröfu.“ - fb Formaður Já Ísland ósáttur við fjármálaráðherra: Óásættanlegt að breyta orðalaginu JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON MÓTMÆLI Fjölmennir mótmælafundir hafa verið á Austurvelli undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKEIFUNNI | KRINGLUNNI | SPÖNGINNI M AT VÆLALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR HÓTEL SÖGU FIMMTUDAGINN 20. MARS KL. 12.00-16.30 Aðgangur er ókeypis Skráning á vefnum si.is. Staðsetning: Hótel Saga, 2. hæð RÁÐSTEFNA UM MAT OG FERÐA- ÞJÓNUSTU VÖXTUR Í FERÐAÞJÓNUSTU ER MATURINN TILBÚINN? Kl. 12.00 Skráning og hádegishressing Þróun matarferðamennsku í heiminum og reynsla Svía – Ami Hovstadius frá VisitSweden Matarferðaþjónusta á Íslandi – við hvaða uppskrift á að styðjast? Markaðssetning matvæla til ferðamanna Ísland sem matvælaframleiðandi – samkeppnishæfni og framleiðslugeta – Dr. Torfi Jóhannesson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Framlag matreiðslumanna til uppbyggingar á matarlandinu Íslandi Matarupplifun í gróðurhúsinu í Friðheimum – Helena Hermundardóttir, garðyrkjubóndi, Friðheimum Eftir erindin verða pallborðsumræður þar sem m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, taka þátt. DAGSKRÁ:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.