Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 17.04.2014, Qupperneq 2
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Óðinn, er þetta ekki upp á marga fiska? „Nei, þarna liggur þó fiskur undir steini.“ Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, gagnrýnir frumvarp til breytinga á lögum um fiskeldi og segir það illa unnið. VEÐUR Spáð er leiðindaveðri seinnipart skírdags, hvassviðri og stormi sunnan og suðvestanlands. Það gengur þó fljótt yfir og við tekur hvass- viðri og suðvestanátt með éljum á föstudag og fram á helgina. „Ég reikna ekki með að ferðaveður verði gott en það „reddast“ á vel búnum bílum,“ segir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Best verði veðrið á Norðausturlandi. „Þótt þar verði hvasst verður ekki jafn hvasst og sunnan- og vestanlands. Lengst af verður fínt veður á Norðausturlandi, bjart og ekki sterkur vindur,“ segir hann. - ssb Hvasst um land allt en „þetta reddast“ segir veðurfræðingur: Veðrið best á Norðausturlandi Á ARNARHÓLI Vor mætti vetri á höfuðborgarsvæðinu í gær. Fyrripartinn var hagl og snjókoma en birti til seinni partinn, í það minnsta um stund. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI Danske Bank þarf að greiða kauphöll Nasdaq OMX í Svíþjóð fimm þúsund sænskar krónur, jafnvirði 8,5 milljóna króna, í sekt vegna brots á lögum um hlutabréfaviðskipti. Í fréttatilkynningu Nasdaq um málið segir að starfsmaður Danske Bank hafi hlotið áminn- ingu fyrir tilraun til að hafa áhrif á hlutabréfaverð félags að nafni Astra Zeneca. Starfsmaðurinn lagði ítrekað fram pantanir í bréf félagsins, dró þær til baka sekúndum síðar og sendi þannig misvísandi skilaboð til annarra markaðsaðila. - hg Hafði áhrif á hlutabréfaverð: Nasdaq sektar Danske Bank UMFERÐARMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur miklar áhyggjur af ungmennum á raf- magnsvespum, ekki síst í ljósi slyss sem varð í vesturbæ Reykja- víkur nýlega. Þá tvímenntu tvær 13 ára stúlkur á rafmagnsvespu og keyrðu á 6 ára gamlan dreng sem var að ganga yfir gangbraut. Engan sakaði alvarlega en stúlk- urnar voru ekki með hjálm og mildi var að ekki fór verr. „Það er ekki bara lögreglan sem hefur áhyggjur, heldur borgar- arnir líka,“ segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. „Við höfum fengið ábendingar og kvartanir því margir sem eru á rafmagnsvesp- um fara ekki nógu varlega, nota ekki hjálm og eru fleiri en einn á hjólinu, sem er stórhættulegt. Það er mikilvægt að foreldrar fari yfir þessi örygg- isatriði með börnunum sínum.“ Gunnar bendir á að lítið heyrist í rafmagnsvespum og því bregði gangandi vegfarendum í brún þegar þeir mæta þeim á göngu- stígum en óheimilt er að aka vesp- unum á akbrautum þar sem þær komast ekki hraðar en 25 km/klst. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngu- stofu, segir að vegna þessa sé lögð mikil ábyrgð á ökumenn en sam- kvæmt umferðarlögum eru raf- magnsvespur ekki skráð ökutæki heldur skilgreind sem reiðhjól. Þar af leiðandi séu engar sérstakar kröfur eða skilyrði sett um hæfni og aldur ökumanna. En það gæti breyst bráðlega þar sem frumvarp til laga liggur fyrir Alþingi. Þar er mælst til þess að hjólin séu gerð að léttu bifhjóli í flokki I. „Þeim kemur til með að mega aka á akbraut þar sem hámarks- hraði er undir 50 km/klst. Gangi breytingarnar fram eins og þær voru lagðar til verða þessi hjól jafnframt skráningarskyld og vátryggingaskyld en þó verða þau undanskilin skoðunarskyldu. Þá mun þurfa ökuréttindi til að aka þeim, þ.e. skellinöðrupróf, sem miðast við 15 ára aldur, eða almennt bílpróf.“ erlabjorg@frettabladid.is Foreldrar þurfa að fara yfir öryggismál Glannalegt aksturslag og lítil notkun hjálma eru meðal áhyggjuefna lögreglu og borgara vegna unglinga sem keyra um á rafmagnsvespum. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem mælst er til að ökumenn þurfi próf og séu eldri en 15 ára. ÞÓRHILDUR ELÍN ELÍNARDÓTTIR RAFMAGNS- VESPUR Stranglega bannað er að reiða á hjólun- um þrátt fyrir að sæti sé fyrir farþega, því þá verða hjólin þung og erfiðara er að hafa stjórn á þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 1. Ekki er mælt með því að börn yngri en 13 ára séu á rafmagnsvespum. 2. Sýna skal gangandi vegfarendum tillitssemi og víkja fyrir þeim. 3. Rafmagnsvespur eru hljóðlausar og því skal nota hljóðmerki til að vara aðra við. 4. Bannað er að reiða á þessum hjólum. 5. Nauðsynlegt er að nota hlífðarhjálm og æskilegt að vera með viðbótar- hlífðarbúnað af öðrum toga. 6. Hjólin geta komist á töluverða ferð og því getur skapast meiri hætta ef ökumaður missir vald á þeim. Þau eru líka þyngri en venjuleg reiðhjól og því stærri kraftar að verki ef óhapp á sér stað. 7. Huga þarf að tryggingarmálum, hvaða og hvort tryggingar nái yfir slys eða tjón sem notkun hjólanna getur valdið. 8. Hjólin eru ekki leiktæki og viss hætta getur fylgt þeim. Leiðbeiningar frá Umferðarstofu LÖGREGLUMÁL Aldís Hilmarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Aldís verður yfirmaður deildar R-2, sem rannsakar fíkniefnamál og skipulagða glæpastarfsemi. Fram kemur í tilkynningu lög- reglu að Aldís hafi starfað í lögreglunni í meira en áratug, síðast hjá embætti sér- staks saksóknara. - óká ALDÍS HILMARSDÓTTIR Aldís ráðin yfirlögregluþjónn: Verður yfir R-2 deild lögreglu LÖGREGLUMÁL Fjórir menn voru handteknir í Engihjalla í gær eftir að þeir höfðu ráðist á sendi- bílsstjóra sem þar var á ferð. Lögreglan var kölluð til vegna árásarinnar og voru mennirnir handteknir á staðnum. Árásarmennirnir fjórir voru færðir til skýrslutöku í gær, en lögreglan í Kópavogi vildi ekki tjá sig frekar um málavexti að svo stöddu. Sendibílsstjórinn slasaðist ekki mikið við árásina. - ebg Handteknir í Engihjalla: Fjórir réðust á einn mann VIÐSKIPTI Höfuðstöðvar Creditinfo verða fluttar til Ítalíu eða Spánar. Reynir Grétarsson, eigandi fyrir- tækisins, sem er með starfsemi í ell- efu löndum, segist hafa gefist upp á að bíða eftir áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta. Fyrst var greint frá fyrirætl- unum fyrirtækisins í Kjarnanum í gær. Fram kemur í bréfi sem Reynir sendi Bjarna Benediktssyni fjár- málaráðherra og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra skömmu eftir að þingsályktunar- tillaga um slit aðildarviðræðna Íslands við Evr- ópusambandið var lögð fram á Alþingi að hann telji eiga að vera forgangsverk- efni að hlúa að rekstrar umhverfi sérhæfðra þekk- ingarfyrirtækja. „Það verður best gert með að finna lausnir sem ógna ekki íslensku hagkerfi heldur þvert á móti styðja aukinn hagvöxt,“ segir í bréfi Reynis. Um 60 manns starfa hjá Credit- info hér á landi. Fyrirtækið er leið- andi í lánstraustshugbúnaði. Helstu markaðir eru vanþróuð ríki þar sem slík þjónusta er lítil eða ekki í boði. Ekki mun koma til fjöldaupp- sagna vegna þessarar ákvörðunar að flytja höfuðstöðvarnar til útlanda enda mun starfsfólkið hér heima sinna verkefnum fyrirtækisins á Íslandi. - þþ, j me Creditinfo ætlar fljótlega að flytja höfuðstöðvar sínar til Ítalíu eða Spánar: Engum sagt upp hér á landi REYNIR GRÉTARSSON KJARASAMNINGAR Forystumenn ASÍ telja að forsendur kjarasamninganna sem undirritaðir voru í desember séu brostnar. Samningar BHM og framhaldsskólakennara fela í sér meiri launahækkanir en um var samið á almenna vinnumarkaðnum. Launahækkanir á almennum markaði voru 2,8 prósent. Fram- haldsskólakennarar fá aftur á móti tæplega 16 prósenta launahækkun á næstu tólf mánuðum. Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir greinilegt að ríki og sveitarfélög hafi tekið upp nýja launastefnu. „Eftir að við skrifuðum undir okkar samninga er greinilegt að viðsemjendur okkar hafa tekið upp önnur vinnubrögð og aðrar nálganir varð- andi hvað er til skiptanna í samfélaginu,“ segir hann. Samningar Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru til eins árs en til stendur að semja til lengri tíma í haust. Sigurður segir að í þeim við- ræðum verði farið í hart. - þþo / jme Verkalýðshreyfingin telur að forsendur desembersamninga séu brostnar: Verkalýðshreyfingin ætlar í hart SIGÐURÐUR BESSASON VÖFFLUKAFFI HJÁ RÍKISSÁTTASEMJARA Frá undirritun kjarasamninga framhaldsskólakennara í byrjun mánaðarins. Þeir sömdu eftir þriggja vikna verkfall. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Frábært verð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.