Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 8
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. 20% afsláttur SVEITASTJÓRNIR Útkoma ársreikn- ings Kópavogsbæjar er tíu sinnum betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarafgangur samstæðu bæj- arins var 1.192 milljónir 2013, en áætlun gerði ráð fyrir 108 milljón- um. Munurinn er 1.084 milljónir. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður ræddur í bæjarstjórn 22. apríl. Í tilkynningu frá bænum segir að skýringin á þessum mun liggi fyrst og fremst í hagnaði vegna úthlutunar lóða sem nemi 660 millj- ónum króna og gengishagnaði upp á rúmar 300 milljónir. Þá lækkuðu skuldir Kópavogsbæjar um rúma 2 milljarða króna á árinu þrátt fyrir hækkun lífeyrisskuldbindinga og hækkun vegna gjaldfærslu verðbóta á verðtryggðum lánum. „Niðurgreiðsla skulda Kópavogs- bæjar um tvo milljarða eru góðar fréttir fyrir Kópavogsbúa og mikill rekstrarafgangur sömuleiðis,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í tilkynningu. Hafsteinn Karlsson, bæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það hefur verið sameiginlegt átak bæði meiri- og minnihluta á þessu kjörtímabili að ná skuldum niður. Við í fyrri meirihluta lögðum mikla áherslu á að hagræða og það hefur skilað sér út allt þetta kjörtímabil.“ Samtals námu laun og launa- tengd gjöld bæjarstjórnar, bæjar- ráðs og bæjarstjóra 73 milljónum króna á árinu 2013. - fbj Hagnaður vegna úthlutunar lóða og gengishagnaður ástæða góðrar útkomu hjá Kópavogsbæ árið 2013: Skuldir Kópavogs lækka um tvo milljarða GÓÐAR FRÉTTIR Íbúar í Kópavogi voru 32.303 þann 1. desember 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PÁSKAEGGJALEIKUR Í FÁKASELI Sveppi og Gói verða á staðnum og halda uppi fjörinu Húllahoppkeppni Andlitsmálning fyrir krakka Heimsóknir í hesthúsið Páskatilboð Hestaleikhússins Aðeins 2.500 kr. inn á sýningar kl. 15:00 og 19:00 þann 19. apríl. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. fakasel.is | fakasel@fakasel.is | s. 483 5050 Laugardaginn 19. apríl – dagskráin byrjar kl. 13:oo. Aukasýning 19. apríl Hestaleikhús kl. 15:00 með Sveppa og Góa ÚKRAÍNA, AP Úkraínskir hermenn, sem voru á ferð á sex bryn- vörðum vögnum, sýndu enga mót- spyrnu þegar aðskilnaðarsinnar umkringdu bifreiðarnar og tóku þær á sitt vald. Bifreiðunum var síðan ekið inn í borgina Slovjansk, sem upp- reisnar menn hafa haft á valdi sínu undanfarna daga. Hermennirnir óku bifreiðunum en aðskilnaðar- sinnar sátu ofan á þeim. „Hvað átti ég að gera þegar byssum var beint að mér?“ spurði einn hermannanna. Annar her- maður sagði að þeir væru gengnir til liðs við aðskilnaðarsinna. Mikil spenna hefur verið í austan verðu landinu undanfarið. Úkraínustjórn hefur sent herlið til þess að ná stjórnarbyggingum úr höndunum á aðskilnaðar sinnum, sem vilja að Rússland innlimi nokkur héruð til viðbótar við Krímskaga. NATO fullyrðir að Rússar hafi sent allt að 40 þúsund hermenn upp að landamærum Úkraínu. Bæði núverandi Úkraínustjórn og ráðamenn á Vesturlöndum hafa sakað Rússa um að kynda undir ólgunni í austanverðu landinu. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði í gær að NATO yrði sýnilegra í nágrenni Úkraínu á næstunni: „Við munum vera með fleiri flugvélar á lofti, fleiri skip á siglingu og meiri við- búnað á landi,“ sagði hann við blaðamenn í Brussel í gær. Stefnt er að fundi í dag þar sem Rússar og vestrænir ráða- menn munu spjalla um ástandið í Úkraínu. Óljóst er þó enn hvort Rússar ætli að taka þátt í fundinum. Í héruðunum austan til í landinu var mikill stuðningur við Viktor Janúkóvitsj, fyrrverandi for- seta sem hrökklaðist frá völdum í febrúar eftir langvinn mótmæli vestanmegin í landinu. Þau mót- mæli hófust eftir að hann neitaði að staðfesta samstarfssamning við Evrópusambandið, en í staðinn styrkti hann tengslin við Rússland. gudsteinn@frettabladid.is Hertóku sex herbifreiðar Aðskilnaðarsinnar í austanverðri Úkraínu náðu á sitt vald sex brynvörðum bifreiðum frá úkraínska hernum. Úkraínsku hermennirnir sýndu enga mótspyrnu. SPENNA Í AUSTURHLUTA ÚKRAÍNU Úkraínsk herþota flýgur yfir þar sem hópur fólks hafði stöðvað sex úkraínskar herbifreiðar. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL SFR, Stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið. Atkvæðagreiðsla fór þannig að tæp 62 prósent samþykktu. SFR er stærsta aðildarfélag BSRB með um sjö þúsund félags- menn. Einungis 40 prósenta kjör- sókn var í atkvæðagreiðslunni. Enn eru nokkur félög innan BSRB sem eiga eftir að semja við ríkið en Félag flugmálastarfs- manna ríkisins hefur boðað áfram- haldandi verkfallsaðgerðir. - ssb 60 prósent sátt við samning: SFR samþykkti kjarasamning REYKJAVÍK Bernhöftstorfa við Lækjargötu hefur nú bæst í hóp þeirra svæða í miðborginni þar sem heimilt er að hafa torgsölu. Salan er hugsuð fyrir einstak- linga en sækja þarf um þar til gert leyfi til að opna þar sölubás til allt að þriggja mánaða í senn. Aðstaðan kostar tuttugu þúsund krónur á mánuði. Hægt verður að sækja um pláss á Bernhöftstorfu frá og með 15. maí næstkomandi en það er umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sem sér um útgáfu leyfanna. - ssb Torgsala leyfð á Bernhöftstorfu við Lækjargötu: Á að blása lífi í bæinn SUMARDAGUR Meira líf verður við úti- taflið á Bernhöftstorfu gangi áætlanir borgarinnar eftir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.