Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 10
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
ÁSTAND
HEIMSINS
MÓTMÆLI Í FRAKKLANDI Starfsmaður tóbaksverksmiðju í Car-
quefou með hjálm í stíl teiknimyndahetjunnar Ástríks, þar sem
hann tók þátt í mótmælum eftir að tilkynnt hafði verið að öllum
327 starfsmönnum verksmiðjunnar yrði sagt upp.
KROSSFESTING Í PERÚ Fangar í Sarita Colonia-fangelsinu í Callao í Perú settu krossfestinguna á svið á þriðjudaginn, þriðja árið
í röð.
KOSNINGABARÁTTA Í SUÐUR-AFRÍKU Helen Zille, einn frambjóðenda til forsetaemb-
ættisins í Suður-Afríku, rekur þarna kjósanda í Hammanskraal rembingskoss á munninn.
Jakob Zuma þykir þó harla öruggur um sigur í kosningunum, sem haldnar verða 7. maí.
LOFTÁRÁSIR Í SÝRLANDI Maður nokkur í borginni Aleppo bendir upp í loftið,
umvafinn reykjarmekki eftir loftárás frá stjórnarhernum.
MÓTMÆLI Í BRASILÍU Hópur fólks í Sao Paolo mótmælir því að
heimsmeistarakeppnin í fótbolta verði haldin þar í borg í sumar.
Mótmælendurnir segja að fénu sem varið verður til keppnishalds-
ins væri betur varið til að bæta almenningssamgöngur í borginni.
1
1
4
4
2
2
5
5
3
3
6
7