Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 34

Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 34
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og Tíska. Hafdís Huld Þrastardóttir. Hvað gera frægir um páskana? Hönnun. Samskiptamiðlarnir. 6 • LÍFIÐ 17. APRÍL 2014 „Ég opnaði verslunina í lok mars og viðtökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum,“ segir Rakel Hlín Bergs dóttir, eigandi vefverslunarinnar Snúran, snuran.is. Verslunin leggur áherslu á fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið frá Norðurlöndum, aðal- lega frá Danmörku. Til dæmis var hún að skrifa undir einka- réttarsamning við sænska hönn- unarfyrirtækið Prettypegs, sem hannar fætur undir húsgögn í alls konar gerðum. „Ótrúlega sniðug og skemmtileg lausn sem gjör- breytir húsgagninu. Ég er allt- af að leita að nýjum merkjum og legg mikið upp úr því að vera með vörur sem hafa ekki áður fengist á Íslandi en sjást mikið í er- lendum hönnunarblöðum,“ segir Rakel Hlín sem hefur reynslu af verslunarrekstri þar sem hún átti barnafataverslunina Fiðrildið í Skeifunni fyrir nokkrum árum. Rakel Hlín er að flytja í hús- næði við Lækjartorg þar sem hún mun deila herbergi með tveim- ur öðrum, vefversluninni Nola.is og Kristbjörgu Maríu Guðmunds- dóttir iðnhönnuði. Þá er auglýs- ingastofan Brandenburg í sama húsnæði. „Markmiðið hjá mér er að fólk geti keypt vörur í næði heima hjá sér á aðgengilegri síðu sem er ekki of flókin. Svo legg ég mikið upp úr góðri þjónustu enda sé ég sjálf um að keyra vörurnar út á höfuðborgarsvæðinu, yfir- leitt daginn eftir pöntun. Þannig fæ ég að hitta viðskiptavininn sem skiptir mig miklu máli.“ HÖNNUN KEYRIR VÖRURNAR UPP AÐ DYRUM Rakel Hlín Bergsdóttir er fagurkeri sem opnaði vefverslun með vel valinni hönnun fyrir heimilið. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM PÁSKANA? „Ef öll plön ganga eftir að þá verða páskarnir haldnir hátíðlegir í Róm með liðsfélögum Emils og eigin- konum þeirra. Ef plönin ganga hins vegar ekki eftir, eins og vill oft ger- ast í ítalska boltanum, þá munum við fagna upprisu frelsarans hér í Verona. Páskalambið verður á sínum stað og svo erum við búin að fá Góu páskaegg send út sem skiptir að sjálfsögðu mestu máli.“ Ása Reginsdóttir, bloggari „Draumurinn væri að komast í sumar bústað, grilla, kúra og svamla í heitum potti. Annars er mitt páskaplan bara að hitta loksins fjölskylduna mína – búin að vera mikil törn hjá mér núna. Það voru tvær frumsýningar í þess- ari viku, þar sem ég er að leika með Karlakór Hreppamanna og í leiksýn- ingunni Útundan ásamt því að ég er að leikstýra leikfélaginu Peðinu.“ Magnús Guðmundsson leikari „Ég ætla að taka upp sjónvarps- þátt með Evu Laufeyju þar sem hún kemur með mér í vinnuna og svo förum við heim að elda. Svo ætlum við fjölskyldan í sumarbústað þar sem páskalambið verður eldað og páskaeggin borðuð. Vinir okkar ætla að kíkja í mat þangað.“ Hrefna Rósa Sætran, kokkur og eigandi Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins. „Ég verð á Ísafirði að fagna lífinu og listinni með vinum um páska- helgina. Við verðum eitthvað að skralla þarna á Aldrei fór ég suður og stíg ég þar á stokk með Highlands og Retro Stefson.“ Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður HK living RosenbergCph Fuss Nordal Merkin í Snúran Hollenskar hönnunarvörur frá HK Living. Falleg teppi frá Rosenberg CPH. Klassísku kertastjakarnir frá Nagelstager Repro. Rakel Hlín Bergsdóttir hefur fengið góðar viðtökur við hönnunarversluninni Snúran þar sem fást vel valdar vörur frá Norður- löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Nynne Rosenvinge Mintstudio Sud Nagelstager Repro Prettypegs Miðaverð 4.500 kr. Miðasala á Súfistanum Strandgötu Nánar á: www.mlh.is facebook: Menningar og listafélag Hafnarfjarðar Hashtag: #heimahatid Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson Bjartmar • Ylja • Hallur Joensen (FO) Vök • Strigaskór nr. 42 • Mono Town Elíza Newman • Jónas Sigurðsson Fjallabræður • DossBaraDjamm Björn Thoroddsen + Jón Rafnsson & Andrea Gylfa Snorri Helgason & Silla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.