Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 50

Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 50
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 VIÐ ÓSKUM LANDSMÖNNUM GLEÐILEGRA PÁSKA OG MINNUM Á AÐ EF EITTHVAÐ VANTAR ÞÁ ER OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Í 10-11. OPIÐ ALLA PÁSKANA „Núna um páskana erum við að bjóða foreldrum og börnum að koma og hlýða á tónlist og eiga fallega stund saman,“ segir Ásta Kristrún Ragnarsdóttir en hún var að setja á fót menningarstof- una Bakkastofan ásamt eiginmanni sínum, Valgeiri Guðjónssyni, á Eyrarbakka. „Hann var að gefa út sína þriðju fuglaplötu, Fuglakantata sem inni- heldur lög Valgeirs við ljóð Jóhann- esar úr Kötlum,“ segir Ásta en hjónin búa saman í Bakkastofu á Eyrarbakka þar sem þau bjóða fjöl- skyldum heim til sín í vinnustofur sem þau nefna Tónlist og náttúra. „Fuglarnir eru friðaðir hér og það er endalaust af þeim, sem er alveg yndislegt,“ segir Ásta. „Þegar fólk er búið að syngja með Valgeiri þá er hægt að fara út og njóta náttúrunnar.“ Takmarkað pláss er hjá hjónunum og því til- valið að skrá sig á bakkastofa.is en fyrsta heimboðið er í dag klukkan tvö og verða fleiri á hverjum degi út hátíðirnar. Bjóða í Bakkastofu Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsdóttir bjóða fj ölskyldum í fuglasöng. FALLEG FEÐGIN Dóttir hjónanna, Vigdís Vala Valgeirsdóttir, mun kannski taka lagið í Bakkastofu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2014 Tónleikar 16.00 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur 6. sinfóníu Mahlers í Hofi. Hljóm- sveitin hefur aldrei áður verið svo fjölmenn en 100 manns stíga á stokk. Miðasala á menningarhus.is. 17.00 100 börn úr ýmsum kórum af höfuðborgarsvæðinu syngja ásamt Lög- reglukórnum og djasshljómsveit. Sérstakir gestir eru Auður Guðjohnsen og Egill Ólafsson en kynnir er Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir. Tónleikarnir eru í Hallgrímskirkju og er aðgangur ókeypis. 18.30 Jón Svavar Jósefsson bassabaritón útskrifaðist sem óperusöngvari frá Tón- listarháskólanum í Vínarborg. Hann syngur kvæði í Sögusafninu, Grandagarði 2. Aðgangseyrir eru 1.500 krónur. 20.00 Spunameistararnir Hilmar Jensson og Borgar Magnason leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi, Óðinsgata 2. Miðaverð er 2000 krónur. 20.00 Hljómsveitin VAR mun stíga á stokk á Hlemmur Square og flytja nokkur lög af komandi breiðskífu þeirra Hve ótt ég ber á, sem er væntanleg í sumar. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Trúbadorarnir Eggert Jóhannsson, Kormákur Bragason og Magnús Einarsson halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastígur 8. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2014 Tónleikar 15.00 Á þessum lokatónleikum stígur Megas á stokk ásamt Möggu Stínu sem bregður sér í hlutverk Jesú. Stórsveitin Píslarbandið leikur undir og Söngfjelagið flytja útsetningar valinna tónskálda á sálmunum. Miða má nálgast á heimasíðu midi.is og kostar miðinn 3.900 krónur. 20.00 Flutt verða 14 atriði úr rokkóperunni Jesus Christ Superstar í Hjallakirkju í Kópavogi. Kór Hjallakirkju ásamt átta einsöngvurum, píanó- og orgelleikara flytja. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndir 20.00 Bíómyndin Metéora verður frumsýnd í Bíó Paradís á Hverfisgötu en tíma- setningin er vel við hæfi því að í myndinni takast munkurinn Theodoros og nunnan Uriana á við trúarsannfæringu sína. Uppákomur 00.00 Roland Hartwell skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastígur 8. Aðgangur er ókeypis. Tónlist 21.00 Uppákoman er tilraun til þess að samtvinna myndlist, tónlist & hljóðlist. Dodda Maggý sýnir og flytur ný og eldri verk, sum sem hafa ekki verið sýnd áður opinberlega á Íslandi í Mengi, Óðinsgata 2. Miðaverð er 2.000 krónur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.