Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 51

Fréttablaðið - 17.04.2014, Page 51
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2014 | MENNING | 35 NÚ Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI FRÁ 11. APRÍL TIL 4. MAÍ OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11 TIL 18 OPNUNARTÍMI UM PÁSKA: OPIÐ SKÍRDAG - OPIÐ FÖSTUDAGINN LANGA OPIÐ LAUGARDAG - LOKAÐ PÁSKADAG - OPIÐ ANNAN Í PÁSKUM 71/10061/1007,1/1049/10050/1006,9/10 NÝTT BÍÓ Rio 2 TEIKNIMYND AÐALHLUTVERK: Ævar Þór Benedikts son, Nanna Kristín Magnús- dóttir, Magnús Jónsson, Jóhann Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason. Oculus HROLLVEKJA AÐALHLUTVERK: Karen Gillan og Brenton Thwaites. ★★★★★ Dagbók jazzsöngvarans „Leikverk sem ætlar sér að fjalla um heft tilfinningalíf karla sem eru fórnarlömb feðraveldisins en leiðin þangað er ekki greið. Framsetningin hjálpar þar ekki upp á sakir.“ Jakob Bjarnar Grétarsson LEIKHÚSGAGNRÝNIEKKI MISSA AF... … útgáfupartíi b ókarinnar Of mörg orð HVAR? SLÁTURHÚSINU, EGILSSTÖÐUM Útgáfupartíið byrjar klukkan 20.30 en höfundurinn, Sigríður Lára Sigur- jónsdóttir, les upp úr bókinni klukkan 21.00. Bókinni er lýst sem þroska- sögu tiltölulega ungrar konu í góðæri. Listrænn mikilfengleikur landslags Föstudaginn langa verður Metéora frumsýnd í Bíói Paradís í tilefni dagsins. Sagan gerist í Mið-Grikklandi þar sem rétt- trúnaðarklaustur í Metéora tróna yfir landslaginu, mitt á milli himins og jarðar. Í dalnum fyrir neðan þrífst hin eilífa hringrás bændalífsins, þar sem lífsins hringrás kjarnast í dag- legu amstri nytjabúskaparins. Þetta myndar mjög sterka andstæðu við hin upphöfnu klaustur þar sem aðalpersónur myndarinnar, hinn ungi munkur Theodoros og nunnan Uriana, hafa aðsetur. Þau hafa helgað líf sitt mjög ströngum hefðum klausturlífsins en þrátt fyrir það fer þeim að þykja vænt hvoru um annað. Þau kljást því við spurn- inguna um valið á milli mann- legrar þrár og hins andlega lífs. Myndin var sýnd í keppnisflokki á kvikmyndahátíðinni í Berlín, Berlinale, árið 2012 og hefur hlotið jákvæða dóma. Hún þykir sýna fram á listrænan mikil- fengleik landslags, trúar, mann- lífs og tilverunnar allrar. Þeir sem hrifnir eru af Le quattro volte eftir Michelangelo Frammartino verða að sjá þessa mynd. Leikstjóri myndarinnar, Spiros Stathoulopoulos, segir meginumfjöllunarefni myndar- innar vera ástina. Ástin þríf- ist hvar sem er, líka í klaustr- unum þó svo að ekki hafi verið mikið fjallað um það enda er um ákveðið tabú að ræða í Grikk- landi. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Theo Alexander, er betur þekktur fyrir leik sinn sem Talbot í vampíru þáttunum True Blood. Hér er á ferðinni rómantísk dramamynd sem tekur á tilvistarspurningum, trúnni og mannlegu eðli sem gott er að velta fyrir sér á föstu- daginn langa. Sýruvestri Hinn magnaði sýruvestri Alej- andros Jodorowsky, El Torpo, frá 1970 verður á dagskrá Svartra sunnudaga sem eru í umsjón Hugleiks Dagssonar, Sigurjóns Kjartanssonar og Sjóns. Svartur sunnudagur verður á mánudegi í þetta skipti, 21. apríl klukkan 20.00 þar sem lokað verður á páskadag í Bíó Paradís. El Topo eða moldvarpan, sem leikin er af Jodorowsky sjálfum, er í flokki svokallaðra sýruvestra og segir af samnefndum manni sem leitar að tilgangi lífsins ásamt 6 ára syni sínum. Þeir feðgar lenda í miklum mannraunum og loks er El Topo drepinn en hann rís upp aftur og fær skjól hjá samfélagi afmyndaðs fólks sem er lokað inní stórum helli. Páskarnir í Bíói Paradís SVARTUR SUNNUDAGUR El Topo verður sýnd í Bíói Paradís á mánudag. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.