Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 52

Fréttablaðið - 17.04.2014, Síða 52
Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni og Kringlunni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 Spennandi framtíð FERMING 2014 ACTIONCAM - SMÍÐUÐ FYRIR ÆVINTÝRI HDRAS30VB Full HD upptökuvél með Carl Zeiss Tessar linsu Sterkbyggð og vatnsheld (í köfunarhylki) Mögnuð hristivörn og GPS Bike eða Wearable Kit fylgir VERÐ 64.990.- POTTÞÉTTUR OG VATNSHELDUR XPERIA SONY XPERIA Z ANDROID SNJALLSÍMI 5” TFT snertiskjár með HD upplausn 13 megapixla myndavél, LED flass HD videoupptaka TILBOÐ 79.990.- VERÐ ÁÐUR 139.990.- Fermingartilboð 79.990.- Fermingartilboð 99.990.- EINN SÁ SNJALLASTI Í HEIMI SONY XPERIA Z1 ANDROID SNJALLSÍMI 4.3” TFT snertiskjár með HD upplausn 20.7 megapixla myndavél, LED flass HD videoupptaka TILBOÐ 99.990.- VERÐ ÁÐUR 109.990.- HÁRFÍN HLJÓMGÆÐI MEÐ NOICE CANCEL MDRNC8 30mm hátalarar Noice Cancel þurrkar út utanaðkomandi hljóð Lengd kapals 1.2m TILBOÐ 9.990.- VERÐ ÁÐUR 12.990.- Fermingartilboð 9.990.- www.sonycenter.is smá SONY CENTER Í KRINGLUNNI NÝ VERSLUN LÍFIÐ 17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR „Þegar hátíð ber að garði er svo gott að nýta tímann með vinum. Gleðjast yfir góðum mat og nær- ast þannig andlega og líkamlega,“ segir Helga Mogensen, sem deilir páskamatseðlinum á sínu heimili með lesendum Fréttablaðsins. „Maturinn skiptir miklu máli hjá mér og alltaf gaman að breyta til þótt íhaldssemi sé alltaf einhver. En svona lítur kvöldmatseðill út á mínu heimili yfir páskana.“ Föstudagurinn langi Bökuð bleikja með grænu salati og sítrónubakaðar kartöflur. Ofan á bleikjuna er gott að setja sweetchili-engifersósu. Sweetchili-engifersósa Hristið saman: 1 msk. sweetchili-sósa 50 ml ólífuolía Dálítið af grófu salti 1 msk. ferskur engifersafi Baðið bleikjuflökin í sósunni og bakið í góðu eldföstu formi í 10 mínútur við 190°C. Grænt blandað salat með krydd- jurtum og jarðarberjum Smátt saxað spínat Smátt saxað klettasalat (rucola) Handfylli af steinselju Handfylli af kóríander Handfylli af mintu Saxið kryddjurtirnar smátt og setjið saman við græna salatið. Þvoið jarðar- berin vel og skerið í fernt, blandið saman við og stráið smá balsamik yfir og skreytið með fetaosti. Sítrónubakaðar kartöflur 50 ml olía 2 msk. nýkreistur sítrónusafi 3 hvítlauksgeirar kreistir saman við 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 2-3 stk. kartöflur á mann Hitið ofninn og byrjið á því að skera kartöflurnar í grófa bita. Setjið í gott ofnfast form. Hristið saman olíu og krydd ásamt sítrónusafa og hellið yfir kartöflurnar. Bakið við 200°C í um 30 mín. Skreytið með söxuðu dilli. Páskadagur Bakaður lambahryggur með rauðrófuappelsínusalati og sveppa- bláberja sósu. Lambahryggurinn er bakaður eins og hver og einn kýs best. Rauðrófuappelsínusalat 2 stk. rauðrófur 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Ólífuolía 3 appelsínur Handfylli af steinselju 100 g saxaðar valhnetur Pakkið rauðrófunum inn í álpappír og setjið inn í heitan ofninn og bakið við 190°C í 30-40 mín. Kælið niður og skrælið rauðrófurnar. Skerið niður í litla munnbita, skrælið appelsínurnar og skerið niður í munnbita, blandið vel saman og hellið salatsósunni yfir og skreytið með steinselju. Salatsósa 2 tsk. Dijon-sinnep 2 msk. eplaedik 100 ml ólífuolía 1 tsk. salt ½ tsk. pipar Hristið allt vel saman og bætið mögulega meira salti saman við. Hristið allt vel saman og setjið yfir rauðrófuappelsínusalatið. Skreytið með saxaðri steinselju. Annar í páskum Hnetusteikin góða með bökuðum sætum kartöflum, sveppasósu og fersku asísku salati. Í eftirrétt verður súkkulaðikaka með blá- berjarjóma. Sveppasósa 500 g sveppir 1 laukur meðalstór 100 g smjör 2 stk. hvítlaukur 1 tsk. sítrónusafi Handfylli af saxaðri steinselju 1 tsk. paprikuduft Hnífsoddur af cayenne-pipar 1 -2 pk. kókoskrem 3 tsk. salt 2 tsk. svartur pipar 2 tsk. tamari- eða sojasósa 2 tsk. sætt sinnep Þvoið sveppina og saxið gróflega. Skrælið laukinn og hvítlaukinn og skerið gróflega niður. Bræðið smjörið í góðum potti og byrjið á því að mýkja laukinn og hvítlaukinn ásamt 1 tsk. af salti. Bætið sveppunum saman við og kryddum, sinnepi og sojasósu, látið malla þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Þá er kókoskremið sett saman við og áfram heldur sósan að malla. Smakkið til með grófu salti og grófum pipar. Maukið sósuna með töfrasprota. Hérna set ég smá rauðvín saman við en það er alls ekki nauðsynlegt. Smakkið sósuna til með grófu salti og svörtum pipar. Það sem er gott við þessa sósu er að hún er bragðgóður grunnur og auðvelt að laga að þínum smekk! Bætið t.d. kjötsoði saman við eða notið einungis rjóma. Sumum finnst gott að nota örlítið af rifs- berjasultu og gera hana sæta. Rauðvín er dásamlegt saman við en alls ekki nauðsynlegt. Síðan er gott að frysta þessa sósu og eiga fyrir næstu veislu. Páskamatseðill Helgu Mogensen Helga Mogensen deilir páskamatseðli á sínu heimili með lesendum Fréttablaðsins. KOKKURINN Helga Mogensen er fræg fyrir hnetusteikina sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HNETUSTEIKIN Ásamt bökuðum sætum kartöflum, sveppasósu og fersku asísku salati. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BLEIKJUMÁLTÍÐ Ásamt sítrónubök- uðum kartöflum og grænu salati. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.