Fréttablaðið - 13.05.2014, Side 1

Fréttablaðið - 13.05.2014, Side 1
KJARADEILUR Fari fram sem horfir verða miklar raskanir á flugi Ice- landair á næstunni, með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir farþega. Flugmenn eru í ótímabundnu yfirvinnubanni og flugfreyjur hafa boðað yfirvinnubann frá og með næsta sunnudegi semjist ekki við þær. Yfirvinnubann þessara hópa getur valdið því að fella verði niður flug með skömmum fyrirvara og falli eitt flug niður getur það haft keðjuverkandi áhrif. Einstaklingar og fyrirtæki í ferðaþjónustu eru orðin verulega áhyggjufull vegna verkfallsað- gerða flugmanna. Jafnframt veldur áhyggjum að samningar eru lausir við fleiri hópa. Flugfreyjur hjá Ice- landair hafa boðað tímabundið verk- fall 27. maí, sólarhringsverkfall er boðað 6. júní og annað 14. júní. Ótímabundið verkfall hefst 19. júní. Atvinnurekendur hafa boðið flug- freyjum 2,8 prósenta launahækkun en því hafa þær hafnað. Þá er ósamið við flugvirkja sem vinna hjá Icelandair. Kjaradeilu þeirra hefur verið vísað til ríkis- sáttasemjara. Flugvirkjar hafa ekki boðað til aðgerða. Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Hún segir að aðgerðir flugmanna hafi þegar valdið miklu tjóni. Margir hafi afbókað á hótelum. Þá hafi veit- ingastaðir, rútufyrirtæki og bíla- leigur tapað viðskiptum. „Stærsti hluti tekna í ferðaþjón- ustu kemur inn í maí, júní, júlí og ágúst. Hver dagur skiptir því miklu,“ segir Helga og bætir við að hætta sé á að orðspor landsins bíði hnekki og það geti haft í för með sér tekjutap í framtíðinni. Stjórn Bílgreinasambandsins hefur miklar áhyggjur af afleiðing- um verkfalls flugmanna Icelandair. Bílaleigur hafi pantað hátt í 4.000 bíla fyrir sumarið auk þess sem verkfallið hafi áhrif á hópferðafyr- irtæki. Bílgreinasambandið segir að verkfalli megi líkja við náttúruham- farir eins og eldgos, þar sem mikil óvissa er um framgang og hversu lengi hamfarirnar vara. Þá endur- skoði ferðamenn áætlanir sínar. Margra klukkustunda sáttafund- ur var í kjaradeilu flugmanna í gær og stóð hann fram á kvöld. Mikið ber enn í milli í deilunni. - jme FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 H rönn Harðardóttir, 30 ára við-skiptafræðinemi, sýndi fádæma dugnað og seiglu í sjónvarps-þáttunum Biggest Loser Ísland á dög-unum og endaði í þriðja sæti keppninn-ar. Hún missti alls 49,6 kíló í keppninni. Á tímabili virtist sem eitthvað stæði í vegi fyrir þyngdartapi Hrannar og lék grunur á að um fæðuóþol væri að ræða, en fæðuóþol er þekkt fyrir að geta tafið fyrir þyngdartapi. Allir kepp-endur gengust í kjölfarið á þessu undir fæðuóþolspróf frá Food Detective. ÓÞOL FYRIR 30 FÆÐUTEGUNDUMEftir mælinguna kom í ljós að margir keppendur höfðu óþol fyrir ákveðnum fæðutegundum en Hrönn kom lang-verst út en hún mældist með óþol fyrir 30 fæðutegundum. Í kjölfarið breytti hún mataræðinu og byrjaði vigtin fljótlega að gefa sig, sem endaði með þessum líka frábæra árangri! Í SKÝJUNUM MEÐ ÁRANGURINNÞegar keppninni var lokið tók Hrönn aftur fæðuóþolsprófið og kom í ljós að líkaminn hafði sigrast að nokkru leyti á vandamálinu. Þó reyndust átta fæðutegundir enn valda talsverðum einkennum og hefur Hrönn því haldið áfram að varai LÉTTIST UM 49,6 KÍLÓGENGUR VEL KYNNIR Food Detective-fæðuóþolsprófið hefur meðal annars hjálpað Hrönn Harðardóttur, einum keppenda í Biggest Loser Ísland, að halda áfram að léttast eftir að hún tók út úr mataræðinu þær fæðutegundir sem hún mældist með óþol fyrir og gátu mögulega staðið í vegi fyrir frekari þyngdar- tapi hjá henni. NÁTTÚRULEGT SÆTUEFNIStevía er 100 prósent náttúrulegt, hita-einingalaust sætuefni sem unnið er úr plöntunni Stevia rebaudiana. Plantan er græn, laufguð og á rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku. Plantan hefur verið notuð til lækninga um aldir. Sumarkjólar ÚT AÐ HLAUPAÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2014 2 SÉRBLÖÐ Út að hlaupa | Fólk Sími: 512 5000 13. maí 2014 111. tölublað 14. árgangur Veiðiþjófar að verki Starfsmenn Landsvirkjunar og þeir sem stunda rannsóknir við Þing- vallavatn hafa ítrekað orðið varir við veiðiþjófa í útfalli vatnsins. 4 Mygla á Alþingi Þingmenn Pírata hafa flúið skrifstofur sínar vegna myglusvepps. Sveppurinn hefur haft áhrif á heilsu starfsmanna þingsins. 2 Ekki meiri innlimun Uppreisnar- menn í austanverðri Úkraínu lýsa yfir sjálfstæði við litlar undirtektir frá rússneskum stjórnvöldum. 6 Meiri óvissa Meiri spenna, óvissa og sveiflur einkenna kosningar nú en á árum áður samkvæmt niðurstöðum kosningarannsóknar. 8 SKOÐUN Í nýrri grein er hugmyndum um andoxunar- efni og langlífi kollvarpað. 13 TÍMAMÓT Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr for- maður RSÍ. 16 LÍFIÐ Ari Jónsson smíðaði draumaskáp sem lokaverk- efni í Tækniskólanum. 30 SPORT Tímabilið í Pepsi- deild kvenna hefst í kvöld með stórleik. 26 FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT ENDURFUNDIR Izekor Osazee var greinilega létt eftir að hafa verið sleppt úr varðhaldi í gær en lögreglan hélt henni í varðhaldi á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í rúma klukkustund. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TÓNLIST Hljómsveitin Quarashi gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár á fimmtudag en sveitin er ein sú vinsælasta í íslenskri tónlistar- sögu. „Lagið heit- ir Rock On og inniheldur vís- anir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur sveit- arinnar. Quarashi starfaði frá árinu 1996 til 2005 og seldi um fjögur hund ruð þúsund plötur á heimsvísu á ferlinum. Meðlimir sveitarinnar grófu upp gamlar upptökugræjur til að fanga anda tímabilsins þegar þeir voru hvað vinsælastir. lkg / sjá síðu 30 Rappararnir snúa aftur: Fyrsta lagið frá Quarashi í tíu ár SÖLVI BLÖNDAL. Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurn- ar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. FYRIRHUGUÐ VERKFÖLL HJÁ ICELANDAIR Flugmenn Flugfreyjur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 mán þri mið fim fös lau sun mán þri mið fim fös lau sun maí júní * *Ótímabundið verkfall Auk þessa má búast við röskun á flugi hvaða dag sem er þar sem flugmenn eru í ótímabundnu yfirvinnubanni og flugfreyjur boða yfirvinnubann frá og með næstkomandi sunnudegi. Bolungarvík 7° A 6 Akureyri 7° A 3 Egilsstaðir 5° A 3 Kirkjubæjarkl. 10° SA 4 Reykjavík 11° SA 6 DÁLÍTIL VÆTA Í dag verða víðast austan 3-8 m/s og dálítil væta eystra og SV-til síðdegis. Hiti 4-12 stig, mildast SV-lands. 4 STJÓRNSÝSLA Izekor Osazee, flótta- maður frá Nígeríu, var handtekin í gærmorgun þegar hún kom á lög- reglustöð til að sinna tilkynningar- skyldu. Osazee var sleppt úr haldi eftir að hafa setið í fangaklefa í rúmlega sjö klukkustundir, en brottvísun hennar úr landi hefur verið frestað. Osazee giftist Gísla Jóhanni Grét- arssyni í síðasta mánuði. Í síðustu viku var henni tilkynnt að vísa ætti henni úr landi og bar henni að til- kynna sig til lögreglu daglega fram að því. „Þetta er eiginkona mín. Fjöl- skylda mín. Ég mun standa með henni og verði hún send úr landi mun ég líka fara úr landi,“ segir Gísli. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Osazee, segir að undanþágu sé hægt að fá frá meginreglu um að útlend- ingi beri að sækja um dvalarleyfi áður en hann kemur til lands. „Þessari undanþágu á að beita þegar um er að ræða maka ann- ars vegar og hins vegar þegar um er að ræða einhvern með við- kvæmar aðstæður. Í þessu tilfelli á hvort tveggja við.“ Helga Vala segist bjartsýn á framhaldið miðað við viðbrögð í dag. „Ég hef trú á því að það eigi að laga þessa vitleysu,“ segir Helga. „Næstu skref eru hjá stjórnvöldum. Þau eru að skoða málið og móta stefnu varðandi hvernig á að taka á því þegar makar eða aðrir nánir aðstand- endur sækja um dvalarleyfi.“ Aðstandendur Osazee hafa stofn- að vefsíðu þar sem boðað er til mót- mæla í dag við lögreglustöðina á Hverfisgötu. „Það er ólíðandi og óþolandi að saklaust fólk sé rifið frá fjölskyld- um sínum hér á landi fyrir það eitt að vera útlenskt án leyfis,“ segir á síðunni. - sks, kóh Flóttamanni haldið í fangelsi í rúmar sjö klukkustundir og hótað brottvísun: Brottflutningi Osazee frestað Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 MORA CERA STURTUSETT VERÐ ÁÐUR:64.900.- TILBOÐ:49.900.- MORA Á ÍSLANDI Í YFIR 30 ÁR Ég hef trú á því að það eigi að laga þessa vitleysu. Helga Vala Helgadóttir lögmaður Izekor Osazee

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.