Fréttablaðið - 13.05.2014, Qupperneq 2
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Guðjón, þarf ekki að fara að
lenda þessu máli?
„Jú, vonandi fara viðræðurnar að
komast á flug.“
Flugmenn hjá Icelandair hafa verið í verkfalli
og standa kjaraviðræður yfir. Guðjón Arn-
grímsson er upplýsingafulltrúi Icelandair.
HEILBRIGÐISMÁL Alþingismenn
jafnt sem hópur starfsmanna
Alþingis hafa glímt við heilsufars-
vanda vegna myglusvepps í hús-
næði Alþingis. Þingflokkur Pírata
hefur tímabundið flutt á milli hæða
í skrifstofuhúsnæði sínu vegna
vandans. Starfsfólk Alþingis finn-
ur ekki lengur til einkenna eftir
viðgerðir.
Karl M. Kristjánsson, fjármála-
stjóri Alþingis, staðfestir í viðtali
við Fréttablaðið að myglusveppur
hafi komið upp á tveimur stöðum
í húsnæði Alþingis. Annars vegar
í gömlu húsi við Kirkjustræti, svo-
nefndu Kristjánshúsi, og tengi-
byggingu við Blöndahlshús þar við
hliðina. Þar er fjármálaskrifstofa
þingsins til húsa. Eins á efstu hæð
í Austurstræti 14 þar sem Pírat-
ar hafa meðal annars skrifstofur
sínar.
Karl segir að gripið hafi verið til
viðeigandi ráðstafana í Kristjáns-
húsi eftir að upp komst hvers kyns
var í byrjun ársins, enda séu mál
sem þessi tekin alvarlega. Verið er
að hefjast handa við endurbætur
í Austurstræti og hefur Pírötum
verið fundin aðstaða á öðrum stað
í húsinu á meðan.
Spurður um hvort starfsmenn
þingsins í Kristjánshúsi hafi fundið
fyrir einkennum sem rekja mætti
til myglusvepps segir Karl að það
hafi ekki verið sannað þar frek-
ar en annars staðar. „Starfsmenn
kvörtuðu hins vegar yfir einkenn-
um; þreytu, augnþurrki, beinverkj-
um og fleiru. En það breyttist eftir
viðgerðirnar,“ segir Karl.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður
Pírata, sagði í þingræðu í gær að
heilbrigðisvandi vegna myglu-
svepps skyldi tekinn alvarlega,
og minntist einnig á að hann hefði
fundið fyrir einkennum þegar hann
fór í páskafrí sem hann rekur beint
til myglusvepps í Austurstræti sem
nú er verið að uppræta. Hvatti hann
þá sem áður höfðu haft aðstöðu í
Austurstræti til að hugsa sín mál,
og nafngreindi sérstaklega fram-
sóknarþingkonuna Eygló Harðar-
dóttur, félags- og húsnæðismála-
ráðherra.
Jón Þór staðfestir við Frétta-
blaðið að fleiri hafi fundið fyrir
einkennum en hann. Starfsmað-
ur þingflokks Pírata hafi leitað til
læknis sökum öndunarörðugleika,
sem raktir voru beint til eitrun-
ar frá myglunni á skrifstofunum,
segir Jón Þór. svavar@frettabladid.is
Alþingismenn flúðu
vegna myglusvepps
Þingmenn Pírata hafa flúið skrifstofur sínar vegna myglusvepps. Starfsmenn
fjárlagaskrifstofu Alþingis náðu bata eftir að myglusveppur var upprættur á skrif-
stofum við Kirkjustræti. Tökum málið alvarlega, segir fjármálastjóri Alþingis.
Alþingi samþykkti í gær með 58 samhljóða atkvæðum tillögu Kristjáns
L. Möller og tólf annarra þingmanna allra flokka um að Sigurður Ingi
Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skipi starfshóp sem taki
til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með
tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ráðherra lýsti
því yfir við samþykkt tillögunnar á Alþingi að starfshópur yrði skipaður
hið fyrsta.
Alþingi segir myglusveppum stríð á hendur
Á ALÞINGISREITNUM Kristjánshús og Blöndahlshús standa við Kirkjustræti 8 og
10, en þar veiktist starfsfólk vegna myglusvepps. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJARADEILUR „Það stefnir allt í
verkfall aftur á fimmtudag,“ segir
Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR, stéttarfélags í almannaþágu.
Um 300 sjúkraliðar og nærri 200
ófaglærðir starfsmenn á hjúkrun-
ar- og dvalarheimilum fyrir aldr-
aða lögðu niður störf í átta klukku-
stundir í gær. Auk þess raskaðist
starfsemi SÁÁ verulega þar sem
áfengisráðgjafar lögðu niður störf.
Verkfallið hafði veruleg áhrif
á starfsemi hjúkrunarheimilanna
þótt ekki skapaðist neyðarástand.
Þess var gætt að allir heimilis-
menn fengju að borða og fengju
lyf.
Samninganefndir sjúkraliða,
SFR og Samtaka atvinnulífsins
hittust í gær. Að sögn Árna Stefáns
var fundurinn árangurslaus. Krafa
þessara hópa er að njóta sambæri-
legra launa og ríkisstarfsmenn
hafa á öðrum sjúkrastofnunum. Þá
vilja menn fá viðurkennt í samn-
ingum að þeir njóti sömu réttinda
og starfsmenn ríkisins.
- jme
Stefnir í annað verkfall á fimmtudag á hjúkrunar- og dvalarheimilum:
Samningar ekki í augsýn í bráð
LÝÐHEILSA Áformað er að ný
krabbameinsáætlun verði lögð
fram í lok þessa árs, segir Krist-
ján Þór Júlíusson heilbrigðisráð-
herra. Í henni verður fjallað um
faraldsfræði, skráningu, forvarn-
ir og heilsugæslu.
„Þetta umfangsmikla verkefni
er nú óðum að taka á sig mynd og
ég bind vonir við að hægt verði
að leggja fram krabbameinsáætl-
un undir lok þessa árs,“ segir
Kristján. Áætlunin á að vera til
þriggja eða fimm ára. - hrs
Kynnt undir lok árs:
Áætlun gegn
krabbameini
STJÓRNMÁL Mikilvægt er að Sjálf-
stæðisflokkurinn í Kópavogi upplýsi
um hvaða skrár flokkurinn hefur
unnið um stjórnmálaskoðanir bæj-
arbúa, að mati forsvarsmanna fram-
boðs Pírata í bænum.
Með þessu bregðast Píratar við
ummælum Braga Mikaelssonar,
umboðsmanns Sjálfstæðisflokksins
í Kópavogsbæ, í Fréttablaðinu í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið
fram á að sjá lista yfir meðmælend-
ur framboðslista annarra flokka
vegna bæjarstjórnarkosninganna í
Kópavogi, og sagði Bragi að tilgang-
urinn væri sá að strika þá af list-
um yfir fólk sem haft yrði samband
við í kosningabaráttu Sjálfstæðis-
flokksins.
„Það er eitt að halda skrá yfir
félaga í eigin flokki en að halda
skrá um stjórnmálaskoðanir Kópa-
vogsbúa almennt og án þess að sam-
þykki þeirra liggi fyrir teljum við
að geti ekki samrýmst persónu-
verndarlögum,“ segir Ingólfur
Árni Gunnarsson, oddviti Pírata
í Kópavogi.
Sigurður Líndal lagaprófessor
segist ekki telja ólöglegt að halda
lista yfir stjórnmálaskoðanir
fólks, enda hafi slíkt verið gert
árum saman.
Í yfirlýsingu skora Píratar á Per-
sónuvernd að rannsaka málið nánar
og úrskurða um hvort um lögbrot sé
að ræða. - kóh
Píratar segja gagnasöfnun sjálfstæðismanna brot á lögum um persónuvernd:
Ósáttir við afhendingu gagna
SJÓFÆR Börnin fengu ýmist að prófa að sigla árabátum eða kajakbátum, og þau
sem reyndari voru fengu að taka í seglbáta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TÓMSTUNDIR Í gær bauð siglingaklúbburinn Þytur öllum 6. bekkingum
í Hafnarfirði í kynningu á siglinganámskeiði sínu. Krakkarnir kíktu í
Hafnarfjarðarhöfn í góða veðrinu og spreyttu sig á ýmiss konar fleyj-
um. Til boða stóð að sigla kayak eða árabát. Þeir sem höfðu reynslu af
siglingum fengu að grípa í seglbáta.
Í sumar býður klúbburinn upp á siglinganámskeið fyrir krakka 10
ára og eldri, en þá læra börnin að sigla kayak og seglbátum, og læra
einnig siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra. - kóh
Siglingaklúbburinn Þytur býður upp á prufukennslu:
Börn prófa siglinganám hjá Þyt
VERKFALL Sjúkraliðar og ófaglærðir
lögu niður störf á dvalarheimilum aldr-
aðra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ODDVITI
PÍRATA
Ingólfur Árni
Gunnarsson
leiðir fram-
boðslista Pírata
í Kópavogi.
ALÞINGI Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra segir sam-
komulag í burðarliðnum um geð-
heilbrigðisþjónustu barna og ung-
linga á Norður- og Austurlandi.
Ráðherra segist hafa beint þeim til-
mælum til forstjóra Landspítalans
og forstjóra Sjúkrahússins á Akur-
eyri, að leita allra þeirra leiða sem
færar eru til að greiða úr málinu.
Þetta kom fram í svari ráð-
herra við fyrirspurn Brynhildar
Pétursdóttur, þingmanns Bjartr-
ar framtíðar, á Alþingi. Ekki ligg-
ur fyrir á þessari stundu í hverju
samkomulagið felst. - jme
Greitt úr vanda norðanlands:
Geðlæknaþjón-
usta fyrir börn
HEILBRIGÐISMÁL Áfengi verður
rúmlega 3,3 milljónum manns
að bana árlega um heim allan –
fleirum en alnæmi, berklar og
ofbeldi til samans. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar.
Stofnunin varar við því að áfeng-
isneysla fari vaxandi.
Ef með eru talin bílslys, ofbeld-
ismál, misnotkun, veikindi og
kvillar af völdum áfengis á það
hlut í einu af hverjum tuttugu
dauðsföllum. Þetta þýðir að á
hverjum tíu sekúndum deyr ein-
hver af völdum áfengis. - kóh
Áfengi drepur 3 milljónir:
Dauðsfall á tíu
sekúndna fresti
SPURNING DAGSINS
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Falleg
hjólhýsi