Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.05.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 13.05.2014, Qupperneq 12
13. maí 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is www. utkall.is Í ÞÁGU VÍSINDA Þær sækja tilbúin skilaumslög til þeirra sem ákveða að taka þátt. Umslögin má einnig setja ófrímerkt í póst. Vilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræð- andi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúrú með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni mat- arbyltingardagurinn 16. maí. Tilgang- urinn er að fá börn til að verða áhuga- samari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og vel- ferð þeirra. Foreldrar– ömmur– afar Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og mat- reiða úr hollu hráefni svo þær geti til- einkað sér heilbrigðan lífsstíl. Börn morgundagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolu- tionday.com. Í tilefni matarbyltingar- dagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börn- unum góðan mat á föstudaginn eða um helgina. Tökum þátt Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðarráðuneytis- ins á netfangið postur@vel.is. Mynd- irnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeg- inum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar. „Fæðutöff “ ➜ Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food- smart“. Átak Jamie Oliver er stór- skemmtilegt og fróðlegt, en það má fi nna á www.foodrevolution - day.com. HEILBRIGÐI Eygló Harðardóttir félags- og hús- næðismálaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra Sjóræningjar í Dögun Það hefur heldur betur soðið upp úr á milli framboða smáflokkanna í Kópavogi ef marka má grein Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í Fallstykkinu, kosningablaði Pírata. Í greininni segir Helgi að van- hæfi stjórnar Pírata í Kópavogi, sem var felld á miklum hitafundi, sé ástæða þess hve brösuglega hefur gengið að koma saman framboðslista. Hann segir stjórnina ekki hafa viljað lúta lýðræðislegri niðurstöðu prófkjörs og hafa hvorki unnið vinnuna sína né unnið að málefnum Pírata. Nú sé stjórnin öll gengin í Dögun og muni bjóða fram undir þeim merkjum. Píratar stilltu upp nýjum lista í kjölfarið. Á honum eru þrettán karlar og ein kona. Birgitta blandar sér í málin Birgitta Jónsdóttir gerir orð Helga Hrafns að sínum á Facebook-síðu sinni og uppsker hörð viðbrögð fyrrverandi stjórnarmeðlima. Fyrrverandi stjórnar- meðlimur Pírata í Kópavogi segir Birgittu illa upplýsta en staðreyndina vera þá að smalað hafi verið á fundinn af þeim sem hlutu kosningu í efstu sæti listans. Þá er „flokkseigendafélag“ Pírata sakað um skort á gegnsæi og lýðræði– einkunnarorðum Pírata. Hvar er Margrét? Á vefsíðu Pírata má sjá gamla yfir- lýsingu Margrétar Tryggvadóttur, fyrr- verandi þingflokksfélaga Birgittu, þar sem hún býður fram krafta sína til sam- eiginlegs framboðs Pírata og Dögunar í Kópavogi. Hún hefur greinilega fylgt öðru dögunarfólki úr framboði Pírata ef marka má áðurnefndar umræður á Facebook en hún tekur þátt í þeim með því að lýsa yfir stuðningi við þá sem tala hvað harðast gegn Birgittu. Það er að minnsta kosti ljóst að það er ekkert of kært á milli fyrrverandi þingsystranna, þeirra Birgittu og Margrétar. snaeros@frettabladid.is Ú tkall“ Íslenzkrar erfðagreiningar, átak til að safna erfðaefni um 100.000 Íslendinga, hefur orðið tilefni talsvert harðrar opinberrar umræðu undanfarna daga. Ýmislegt hefur verið látið fjúka um fyrirtækið, aðstandendur þess og starfsfólk, sem varla getur talizt málefnalegt. Veigamesta gagnrýnin hefur hins vegar komið frá hópi vísindamanna, sem meðal annars inniheldur stjórnendur Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands. Í yfirlýsingu hópsins segir að fólk sé beðið að veita samþykki sitt fyrir rannsóknum sem ómögulegt sé að sjá fyrir á þessu stigi, og „því opnara sem samþykki er, því óupplýstara er það“. Hópurinn telur sömuleiðis að engin upplýst umræða hafi farið fram um rannsóknirnar og söfnunin sé „unnin með slíkri leiftursókn að ekkert ráðrúm gefst til umræðu“ og þar með hafi almenningur engar forsendur til að móta sér afstöðu. Hópurinn gagnrýnir að Slysavarnafélagið Landsbjörg safni saman sýnunum og fái á móti styrk frá ÍE. „Þetta setur óeðlilega pressu á fólk til að gefa lífsýni sín til rannsókna,“ segir í yfir- lýsingu hópsins. Þar er líka gagnrýnt að stjórnmálamenn og skemmtikraftar kyndi undir stemningunni að vera með. Hugsanlega má taka undir að lífsýnasöfnunina hafi borið held- ur brátt að. Hins vegar er erfitt að fallast á að umræður skorti um rannsóknir Íslenzkrar erfðagreiningar eða að það samþykki sem fólk veitir fyrir sýnatökunni sé ekki eða illa upplýst. Um fá fyrir- tæki hefur verið rætt meira á Íslandi undanfarinn hálfan annan áratug en ÍE. Fyrirtækið hefur orðið fyrir áföllum, bæði fjárhags- lega og í opinberri umræðu. Engu að síður hafa tugir þúsunda Íslendinga verið reiðubúnir að taka þátt í rannsóknum þess. Ástæðan er að ÍE hefur sýnt fram á raunverulegan árangur í erfðarannsóknum, fundið orsakir alvarlegra sjúkdóma og þar með komizt nær því að finna á þeim lækningu. Til þessa hafa rann- sóknirnar iðulega beinzt að hópum sem ganga með sjúkdóma, en í þetta sinn á að safna gögnum um stóran samanburðarhóp. Sumir segjast nú hafa áhyggjur af að rannsóknaniðurstöðurnar verði notaðar í lyfjaiðnaði – og gleyma þá að á bak við hvert einasta lyf sem linar þjáningar og læknar sjúkdóma eru miklar rannsóknir, sem hefðu ekki verið gerlegar nema með aðstoð almennings. Upplýsingarnar sem fólk hefur fengið sendar heim eru ýtar- legar og flestum spurningum svarað. Það er algjörlega skýrt og ljóst að ákvörðunina um að taka þátt í rannsókninni tekur hver og einn af fúsum og frjálsum vilja. Ótal fordæmi eru fyrir því að góðgerðastofnanir og fyrirtæki noti fræg andlit og séu í samstarfi við önnur góðgerðasamtök til að afla góðum málstað fylgis. Með því að halda því fram að fólk standist ekki slíkan þrýsting og geti ekki myndað sér sjálf- stæða skoðun, er verið að gera lítið úr íslenzkum almenningi. Umræðuna skortir ekki; gagnrýnendur átaksins hafa einmitt séð til þess að það hefur verið rætt frá mörgum hliðum og Íslenzk erfðagreining svarað gagnrýninni. Engum ætti að vera neitt að vanbúnaði að taka sína sjálfstæðu og upplýstu ákvörðun. Deilt um „útkall“ Íslenzkrar erfðagreiningar: Sjálfstæð og upplýst ákvörðun

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.