Fréttablaðið - 13.05.2014, Page 20
FÓLK|HEILSA
Salbjörg Bjarnadóttir geð-hjúkrunarfræðingur hjá Embætti landlæknis segir
sumarið geta valdið upplausn og
streitu hjá mörgum fjölskyldum.
Sú rútína sem haldist hefur yfir
veturinn riðlist og fólk þurfi að
púsla saman fríum í kringum
sumarfrí skóla, leikskóla og vinnu
og finna dægradvöl fyrir börnin
til að brúa bilin. Hún segir einnig
marga, bæði börn og fullorðna,
hafa miklar væntingar til sum-
arsins. Það fari illa með sálarlífið
þegar væntingar bresta.
„Sumir rækta ekki fjölskyldu-
tengslin sem skyldi yfir vetur-
inn. Þá eru allir á kafi í vinnu
og að sinna sínu og ætla sér að
slappa af seinna. Fólk er jafnvel
að safna fyrir ferðalagi í sum-
arfríinu þar sem allt á að vera
fullkomið. Svo kann fólk ekkert
að vera saman þegar að fríinu
kemur og allt fer í vitleysu,“
segir Salbjörg. „Væntingarnar til
sumarsins verða oft svo ofboðs-
legar að það geta komið brestir
í sambönd þegar hlutirnir fara
á annan veg. Minningarnar úr
fríinu verða ekki skemmtilegar
og fólki líður illa.“
Salbjörg segir lykilatriði að
hinir fullorðnu passi upp á sjálfa
sig og samband sitt við makann.
Börn sem búa við togstreitu for-
eldra og óöryggi kvíði sumrinu.
Einnig geti komið upp metingur
milli barna þegar þau segja
hvert öðru frá sumarfríinu.
„Þá ber að hafa í huga að það
eru ekki alltaf hamingjusömustu
börnin sem geta sagt frá stærstu
ferðunum. Þau geta kannski sagt
frá stórri ferð í Disneyland um
sumarið en hafa ekki frá neinu
öðru að segja allan veturinn.
Litlu hlutirnir sem kosta ekki
mikið geta verið jafn skemmti-
legir í minningunni fyrir börnin
eins og stórt ferðalag. Það er
samveran sem skiptir máli. Ef
foreldrarnir eru glaðir saman og
glaðir með börnunum, verður
það sem gert er skemmtilegt.
Börnin verða öruggari með sig
eftir því sem mömmu og pabba
líður betur,“ segir Salbjörg. „Það
er eilífðarverkefni að rækta fjöl-
skyldutengslin.“
SUMARIÐ GETUR
VALDIÐ STREITU
HEILSA Rútína vetrarins er senn á enda og sumarfríið tekur við. Salbjörg
Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur segir væntingarnar oft miklar.
MIKLAR VÆNTINGAR Margir gleyma að rækta fjölskyldutengslin yfir veturinn og gera
þeim mun meiri væntingar til sumarfrísins. Geðhjúkrunarfræðingur segir lykilatriði að
geta glaðst saman. NORDICPHOTOS/GETTY
Þegar fjölskyldan á frí saman
er nauðsynlegt að ætla sér ekki
um of og skipuleggja hverja
stund. Það þarf hvorki að fara
í langt ferðalag né gera eitt-
hvað ótrúlega framandi til að
skapa góðar minningar. Flestum
börnum finnst gaman að leika
sér úti í náttúrunni og auðvelt er
að finna eitthvað við allra hæfi
á útivistarsvæðum sem eru um
allt land. Þannig má slá nokkrar
flugur í einu höggi, að eiga góða
stund saman, hreyfa sig og fá
ferskt loft í lungun. Hér eru
nokkrar hugmyndir að góðum
fjölskyldustundum.
Lautarferð. Marga skemmti-
lega staði má finna í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins, svo sem
Öskjuhlíð, Heiðmörk, Hvalfjörð
og Þingvelli. Þangað er hægt að
skunda með gott nesti í körfu og
eyða heilum góðviðrisdegi við
leik og taka sér svo góðar matar-
pásur á teppi í grænni laut.
Fjallgöngur. Fjöldi fjalla sem
henta stuttum fótum er hér í
kring. Mikilvægt er þegar farið
er í fjallgöngu með börn að laga
gönguna að þeim. Látið þau
stjórna hraðanum og stoppið
þegar þau þurfa og langar. Nauð-
synlegt er að hafa nóg að borða
og drekka til að fylla á orku-
birgðirnar. Einnig þarf að huga
að klæðnaði ferðalanga og taka
mið af veðri og vindum.
Sundferð. Víða um land má
finna skemmtilegar sundlaugar.
Það er spennandi fyrir börn (og
aðra) að prófa laugar sem þau
hafa ekki farið í áður.
MIKILVÆGAR STUNDIR
NESTI Í NÁTTÚRUNNI Margir staðir
eru í nágrenninu þar sem hægt er að eyða
heilum degi úti í náttúrunni og borða þar
nesti.
GAMAN Í SUNDI
Flestum börnum
finnst gaman að
prófa nýjar sund-
laugar.
NORDICPHOTOS/GETTY
Skipholti 29b • S. 551 0770 Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan
Bleikir dagar!
15% afsláttur
af öllum jökkum dagana 7. - 17. maí
Erum með mikið úrval af jökkum
hvort sem það er við gallabuxur eða sparikjóla.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi.