Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 4
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
HEILBRIGÐISMÁL Flest atvik sem
eru skráð er varða starfsmenn
Landspítala eru átök eða ofbeldi
af hendi sjúklinga eða um þrjú
hundruð atvik. Næstalgengast er
að starfsmenn verði fyrir óhappi
eða slysi við vinnu sína eða í
rúmlega 250 tilfellum.
Atvik sem eru flokkuð sem
átök eða ofbeldi eru afar ólík í
eðli sínu; geta verið líkamlegt
ofbeldi en einnig að sjúklingur
sýni af sér ógnandi hegðun.
Flest ofbeldisatvikin eru skráð
á geðsviði árið 2013, eða 190
atvik, þrátt fyrir eingöngu 430
starfsgildi. Ofbeldisatvikum á
geðsviði hefur þó fækkað veru-
lega eftir að bráðageðdeild komst
í gagnið í febrúar. Til dæmis
hefur fjöldi mála þar sem halda
þarf sjúklingi vegna ofbeldis-
ógnar fækkað um 67 prósent frá
árinu 2009.
„Með því að bæta öryggið,
auka þjálfunina og skapa betra
rými hefur okkur tekist að fækka
atvikum,“ segir María Einisdótt-
ir, framkvæmdastjóri geðsviðs
Landspítalans. „Öll hönnun á
nýju deildinni byggist á öryggi
og það er til dæmis passað að
allir sjúklingar séu í sjónlínu frá
vaktherberginu.“
María segir áherslu lagða á
hvernig hægt sé að koma í veg
fyrir ofbeldið. „Það að sýna ógn-
andi hegðun er ein leið til að
tjá vanlíðan. Þess vegna er svo
mikil vægt að lesa í þessa hegð-
un, skilja hana og hjálpa fólki
áður en ofbeldi brýst út.“
Síðustu ár hefur sérþjálfað
varnarteymi tekist á við sjúk-
linga sem róa þarf niður. Í versta
falli þarf að halda sjúklingum
niðri ef ekki tekst að róa þá með
samtali en á Íslandi eru ólar ekki
notaðar við slíkt.
„Það þarf að vanda til verka og
passa að allir haldi reisn. Það er
mikilvægt fyrir starfsmenn að
kunna ákveðna ferla og finna til
öryggis. Einnig er mikilvægt að
sjúklingar séu ekki niðurlægðir
og finni ekki til sektarkenndar
eftir að hafa misst stjórn á sér.
Það hjálpar ekki í bata.“
Þegar starfsmenn spítalans
lenda í alvarlegum atvikum við
vinnu sína er þeim veittur við-
eigandi stuðningur af sérstöku
teymi innan spítalans og sam-
kvæmt mannauðsdeild spítal-
ans er haft gott eftirlit með
úrvinnslu mála.
erlabjorg@frettabladid.is
Þrjú hundruð ofbeldisatvik
er snerta starfsfólk skráð
Árið 2013 voru tæplega þrjú hundruð atvik skráð er varða átök eða ofbeldi gegn starfsmönnum Landspítalans
af hendi sjúklinga. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, hótanir eða ógnun. Flest atvikin gerast á geðsviði.
70 milljónir plastburðarpoka falla til á ári hverju hér á
landi, að því er talið er. Það eru
um 1.120 tonn af plasti.
Langstærstur hluti þessara plastpoka
fer í urðun með öðrum heimilis-
úrgangi.
KLEPPUR Flest atvikin tengd ofbeldi og átökum eiga sér stað á geðdeildum Landspítalans á Kleppi og við Hringbraut.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ATVIK SEM SNERTA STARFSMENN LANDSPÍTALA
Átök/
ofbeldi
Óhapp/
slys
Eignatjón Stungu-
óhapp/
líkamsvessa-
mengun
Óskráð
292
263
52
227
59
190
32 18 4 15
■ ■ Öll svið Landspítala
■ ■ Starfsmenn geðsviðs 292
er heildarfj öldi
ofb eldisatvika sem
snertu starfs fólk
Landspítala árið
2013
190
atvikanna snertu
starfs fólk
geðsviðs, eða 65%
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
FÍNASTA SUMARVEÐUR Í dag má búast við hægum vindi á landinu, yfirleitt
skýjuðu sunnan og austan til en björtu N- og NV-til framan af degi. Þykknar heldur
upp síðdegis vestan til og líkur á sídegisskúrum. Hlýjast inn til landsins norðanlands.
12°
2
m/s
13°
8
m/s
15°
4
m/s
11°
8
m/s
Strekk-
ingur allra
syðst,
annars,
hæg
breytileg
átt.
Hæg
S-læg eða
breytileg
átt.
Gildistími korta er um hádegi
23°
30°
23°
25°
17°
21°
28°
20°
20°
24°
24°
34°
27°
31°
33°
23°
21°
27°
11°
4
m/s
10°
6
m/s
12°
3
m/s
10°
6
m/s
14°
2
m/s
12°
2
m/s
8°
4
m/s
13°
12°
14°
10°
10°
12°
17°
13°
18°
15°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
LAUGARDAGUR
Á MORGUN
SVEITARSTJÓRNIR Sýslumaðurinn
í Reykjavík hefur skipað þriggja
manna nefnd til að fjalla um kæru-
mál Björgvins E. Vídalín, for-
manns Dögunar, vegna lögheimil-
isskráningar Sveinbjargar Birnu
Sveinbjörnsdóttur, oddvita Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík. RÚV
greindi frá ákvörðun sýslumanns
í gær.
Nefndin hefur tvær vikur til að
rannsaka málið.
Björgvin heldur því fram
að Sveinbjörg hafi átt afdrep í
Reykjavík en
ekki raunveru-
legt heimili.
Yfirkjörstjórn
Reykjavíkur
hafði til skoðun-
ar, á fundi stjórn-
arinnar þann 11.
maí, hvort Svein-
björg uppfyllti
kjörgengisskil-
yrði í Reykjavík
eftir að haft var eftir henni í fjöl-
miðlum að hún byggi í Kópavogi,
en hún er með skráð lögheimili
í Reykjavík, þar sem hún var í
framboði.
Þar sem ákvörðun um réttmæti
lögheimilisskráningar frambjóð-
enda heyrir ekki að lögum undir
yfirkjörstjórn var kjörgengi Svein-
bjargar úrskurðað gilt.
Yfirkjörstjórn sendi þó ábend-
ingu til Þjóðskrár Íslands, með
vísan til góðra stjórnsýsluhátta.
Eftir því sem næst verður kom-
ist er Þjóðskrá enn að kanna hvar
Sveinbjörg Birna býr. - jme
Sýslumaðurinn í Reykjavík skipar nefnd til að kanna lögheimili Sveinbjargar:
Úrskurðar að vænta eftir 14 daga
SVEINBJÖRG
BIRNA SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR
TEKIST Á Meðlimur kirkjunnar borinn
burt af lögreglu á meðan leit er gerð að
Byung-eun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SUÐUR-KÓREA Um sex þúsund lög-
reglumenn réðust inn í húsa-
þyrpingu í borginni Anseong í
Suður-Kóreu í gær í leit að millj-
arðamæringnum Yoo Byung-eun.
Hann er eftirlýstur í tengslum
við ferjuslysið í Sewol í apríl.
BBC greinir frá þessu. Húsa-
þyrpingin hýsir kirkju í eigu
Byung-eun, sem einnig er talinn
eiga fyrirtækið sem rak ferjuna
sem sökk. Að minnsta kosti 292
létu lífið í slysinu en réttarhöld
hófust á þriðjudag yfir fimmtán
áhafnarmeðlimum ferjunnar. - bá
Umfangsmikil leit í S-Kóreu:
Þúsundir gera
leit að auðjöfri
DÓMSTÓLAR Tómas H. Heiðar var
kjörinn dómari við Alþjóðlega
hafréttardóminn á fundi aðildar-
ríkja hafréttar-
samnings Sam-
einuðu þjóðanna í
New York, í gær.
Hafréttardóm-
urinn hefur aðset-
ur í Hamborg og
er skipaður 21
dómara, þar af
þremur frá Vest-
urlöndum.
Tómas tekur við dómaraemb-
ættinu 1. október en hann var
kjörinn til níu ára. - jme
Tekur við dómaraembætti:
Kosinn í hafrétt-
ardómstólinn
TÓMAS H.
HEIÐAR
SAMGÖNGUR Innanríkisráðuneyt-
ið hefur komist að þeirri niður-
stöðu að Samgöngustofu hafi ekki
verið heimilt að banna Svifflug-
félagi Íslands að flytja lausar
kennslustofur sem félagið keypti
af Reykjavíkurborg upp á Sand-
skeið.
Leyfi þurfti frá Vegagerðinni,
nú Samgöngustofu, til að flytja
stofurnar. Samgöngustofa hafn-
aði flutningunum nema Kópa-
vogur veitti samþykki sem fékkst
ekki. - jme
Mega flytja lausar stofur:
Ráðuneyti snýr
við úrskurði