Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 8
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 25% NÝTT afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum Í fárra höndum Amihai Grosz, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sayaka Shoji, Víkingur Heiðar Ólafsson, Mahler Chamber Soloists 15. júní. 15.00. Norðurljós. 4 DAGAR. 9 TÓNLEIKAR. 13.–16. JÚNÍ. Kynnið ykkur magnaða dagskrá á www.reykjavikmidsummermusic.com SVEITARSTJÓRNARMÁL Samstarfs- sáttmáli nýs meirihluta borgar- stjórnar sem er myndaður af Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum var kynntur í miklu blíðviðri í Elliða- árdal í gær. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Dagur B. Eggertsson, sem verður nýr borgarstjóri Reykja- víkur. „Ég held að það sé styrkur að þessi hópur kemur úr ólíkum áttum og þannig er borgin svolítið líka. Við ætlum að spila svolítið á breiddinni.“ Spurður út í staðsetningu fund- arins í Elliðaárdal segir hann að dalurinn sé einn sá fallegasti í Reykjavík. „Ég held að við eigum öll okkar tengingar við Elliðaár- dalinn. Ég er svolítið alinn hér upp og þetta er einn af mínum leyni- stöðum. Það er erfitt að velja stað í Reykjavík sem sameinar alla en Elliðaárdalurinn er einn af þeim.“ Í sáttmálanum segir að virð- ing fyrir öllu fólki, komandi kyn- slóðum og náttúrunni verði sett í öndvegi. Borgin mun beita sér fyrir uppbyggingu á 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúð- um í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Gagnsæi og aukið íbúalýðræði er eitt af meginverk- efnum kjörtímabilsins. S. Björn Blöndal úr Bjartri framtíð verður formaður borgar- ráðs, Sóley Tómasdóttir úr Vinstri grænum forseti borgarstjórnar og Píratinn Halldór Auðar Svansson formaður nýrrar stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Björn segir að meirihlutavið- ræðurnar hafi gengið mjög vel. „Það hafa alls kyns ágreiningsmál komið upp en okkur hefur gengið mjög vel að komast að sameinlegri niðurstöðu. Við vorum mjög hrein- skilin allan tímann og byrjuðum á að taka á erfiðustu málunum.“ Sóley er sátt við nýja sáttmálann og líst vel á samstarfið. „Ég held að við eigum eftir að bæta hvert annað upp. Við höfum tiltölulega ólíkar áherslur en eins og segir í innganginum að málefnasáttmála okkar þá er markmið okkar að við verðum stærri en summan af pört- unum okkar.“ Píratar eru í fyrsta sinn í borg- arstjórn og sömuleiðis í meiri- hlutasamstarfi. Halldór er ánægð- ur með hversu mikið af málum Pírata er inni í sáttmálanum. „Lykilatriðið í svona samstarfi er að fólk nái vel saman og líki hverju við annað. Það hefur ekki verið vandamál hingað til.“ Ný borgarstjórn tekur við á borgarstjórnarfundi næstkomandi mánudag. freyr@frettabladid.is Styrkur að koma úr ólíkum áttum Samstarfssáttmáli nýs meirihluta borgarstjórnar var kynntur í sól og blíðu í Elliða- árdalnum í gær. Dagur B. Eggertsson tekur við sem borgarstjóri af Jóni Gnarr. • Borgarstjóri: Dagur B. Eggertsson • Formaður borgarráðs: S. Björn Blöndal • Forseti borgarstjórnar: Sóley Tómasdóttir • Formaður stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar: Halldór Auðar Svansson • Formaður skóla- og frístundaráðs: Skúli Helgason • Formaður velferðarráðs: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið, Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu • Formaður umhverfis- og skipulagsráðs: Hjálmar Sveinsson • Formaður mannréttindaráðs: Líf Magneudóttir • Formaður menningar- og ferðamálaráðs: Elsa Yeoman • Formaður íþrótta- og tómstundaráðs: Þórgnýr Thoroddsen VERKASKIPTING OG FORMENNSKA Í HELSTU RÁÐUM OG NEFNDUM Í REYKJAVÍKURBORG: NÝR BORGARSTJÓRI Það var S. Björn Blöndal sem kynnti Dag B. Eggertsson sem nýjan borgarstjóra í Reykjavík. Sóley Tómas- dóttir og Halldór Auðar Svansson virtust ánægð með fyrirkomulagið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Stjórnkerfi og lýðræði Gagnsæi og aukið íbúalýðræði er eitt af meginverkefnum kjörtímabils- ins. Markmiðið er að auka traust, bæta upplýsingamiðlun og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku. ■ Húsnæðismál Borgin beiti sér fyrir því að 2.500–3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari í uppbyggingu í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Uppbyggingin verði blanda alls konar íbúða; almennra, stúdentaíbúða, íbúða fyrir fjöl- skyldur og einstaklinga, íbúða fyrir fatlað fólk, heimilislausa og eldra fólk. ■ Bætt kjör barnafjölskyldna Gjaldskrár verði samræmdar og einfaldaðar. Á árinu 2015 verður fjár- magn til skóla og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Einnig verði teknir upp systkinaafslættir þvert á skólastig. Þá verði frístundakort hækkað um 5.000 krónur á barn, hvort ár. ■ Velferð Áhersla verði lögð á einstaklingsbundinn stuðning til sjálfshjálpar og virkni. Þeim sem þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar verði boðin tækifæri til vinnu, náms, starfsendur- hæfingar eða meðferðar. Vinnufærum einstaklingum án atvinnu verði fundin störf í samvinnu við atvinnulífið, eftir því sem kostur er. Sérstök áhersla verði lögð á for- varnir og virkni ungs fólks. Nauðsynlegt er að auka fé til málaflokks fatlaðs fólks. Punktar úr málefnasamningi TEKIST Á Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum í borginni Sao Paulo í júní í fyrra. MYND/MÍDÍA NINJA MANNRÉTTINDI Mótmælendur í Brasilíu sem gripið hafa til aðgerða í aðdraganda heims- meistaramótsins í fótbolta eiga á hættu að sæta ofbeldi af hálfu lögreglu og hervaldsins. Þetta segir Amnesty International. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að notkun á táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmæl- endum hafi átt sér stað sem og handahófskenndar handtökur. Samtökin segjast búast við því að ekkert lát verði á slíku ofbeldi á meðan á keppninni stendur. - bá Óttast ástand í Brasilíu: Mótmælendur beittir ofbeldi FÉLAGSMÁL Góðgerðarfélag Menntaskólans í Reykjavík færði á þriðjudag heilabilunar- deild L4 á Landakoti rúmar sex hundruð þúsund krónur að gjöf til að bæta aðbúnað sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók við gjöfinni frá þremur útskriftarnem- um skólans. Fénu var safnað í árlegri góðgerðarviku MR, þar sem meðal annars var haldið bingó og góðgerðarskemmtun. Í tilkynningu spítalans segir að framlag nemendanna fari í að endurnýja ýmsan búnað á deildinni, svo sem dýnur og rúm. - bá MR-ingar færa peningagjöf: Landakot styrkt um 600.000 kr. NORÐURÞING Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa myndað meirihluta í sveitarstjórn Norð- urþings. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá sveitarstjórnarmenn kjörna og Vinstri græn tvo. Friðrik Friðriksson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður for- seti sveitarstjórnar. Óli Hall- dórsson, oddviti VG, verður for- maður Byggðaráðs. Á síðasta kjörtímabili starf- aði Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki. Sá meiri- hluti hélt velli eftir síðustu kosningar. Samfylkingin fékk tvo sveitarstjórnarmenn kjörna sem og Framsóknarflokkurinn. -sa Meirihluti í Norðurþingi: Vinstri græn og D-listi saman JERÚSALEM, AP Eldflaug grandaði einum Einn lést og þrír aðrir slösuðust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa-svæðið í gærkvöldi. Um er að ræða fyrstu mann- skæðu átökin milli Ísraels og Palestínu síðan nýmynduð ríkisstjórn Mahmouds Abbas tók við stjórn Gasa-svæðisins umdeilda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.