Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 8
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 25% NÝTT afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum Í fárra höndum Amihai Grosz, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sayaka Shoji, Víkingur Heiðar Ólafsson, Mahler Chamber Soloists 15. júní. 15.00. Norðurljós. 4 DAGAR. 9 TÓNLEIKAR. 13.–16. JÚNÍ. Kynnið ykkur magnaða dagskrá á www.reykjavikmidsummermusic.com SVEITARSTJÓRNARMÁL Samstarfs- sáttmáli nýs meirihluta borgar- stjórnar sem er myndaður af Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum var kynntur í miklu blíðviðri í Elliða- árdal í gær. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Dagur B. Eggertsson, sem verður nýr borgarstjóri Reykja- víkur. „Ég held að það sé styrkur að þessi hópur kemur úr ólíkum áttum og þannig er borgin svolítið líka. Við ætlum að spila svolítið á breiddinni.“ Spurður út í staðsetningu fund- arins í Elliðaárdal segir hann að dalurinn sé einn sá fallegasti í Reykjavík. „Ég held að við eigum öll okkar tengingar við Elliðaár- dalinn. Ég er svolítið alinn hér upp og þetta er einn af mínum leyni- stöðum. Það er erfitt að velja stað í Reykjavík sem sameinar alla en Elliðaárdalurinn er einn af þeim.“ Í sáttmálanum segir að virð- ing fyrir öllu fólki, komandi kyn- slóðum og náttúrunni verði sett í öndvegi. Borgin mun beita sér fyrir uppbyggingu á 2.500 til 3.000 leigu- og búseturéttaríbúð- um í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Gagnsæi og aukið íbúalýðræði er eitt af meginverk- efnum kjörtímabilsins. S. Björn Blöndal úr Bjartri framtíð verður formaður borgar- ráðs, Sóley Tómasdóttir úr Vinstri grænum forseti borgarstjórnar og Píratinn Halldór Auðar Svansson formaður nýrrar stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Björn segir að meirihlutavið- ræðurnar hafi gengið mjög vel. „Það hafa alls kyns ágreiningsmál komið upp en okkur hefur gengið mjög vel að komast að sameinlegri niðurstöðu. Við vorum mjög hrein- skilin allan tímann og byrjuðum á að taka á erfiðustu málunum.“ Sóley er sátt við nýja sáttmálann og líst vel á samstarfið. „Ég held að við eigum eftir að bæta hvert annað upp. Við höfum tiltölulega ólíkar áherslur en eins og segir í innganginum að málefnasáttmála okkar þá er markmið okkar að við verðum stærri en summan af pört- unum okkar.“ Píratar eru í fyrsta sinn í borg- arstjórn og sömuleiðis í meiri- hlutasamstarfi. Halldór er ánægð- ur með hversu mikið af málum Pírata er inni í sáttmálanum. „Lykilatriðið í svona samstarfi er að fólk nái vel saman og líki hverju við annað. Það hefur ekki verið vandamál hingað til.“ Ný borgarstjórn tekur við á borgarstjórnarfundi næstkomandi mánudag. freyr@frettabladid.is Styrkur að koma úr ólíkum áttum Samstarfssáttmáli nýs meirihluta borgarstjórnar var kynntur í sól og blíðu í Elliða- árdalnum í gær. Dagur B. Eggertsson tekur við sem borgarstjóri af Jóni Gnarr. • Borgarstjóri: Dagur B. Eggertsson • Formaður borgarráðs: S. Björn Blöndal • Forseti borgarstjórnar: Sóley Tómasdóttir • Formaður stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar: Halldór Auðar Svansson • Formaður skóla- og frístundaráðs: Skúli Helgason • Formaður velferðarráðs: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið, Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu • Formaður umhverfis- og skipulagsráðs: Hjálmar Sveinsson • Formaður mannréttindaráðs: Líf Magneudóttir • Formaður menningar- og ferðamálaráðs: Elsa Yeoman • Formaður íþrótta- og tómstundaráðs: Þórgnýr Thoroddsen VERKASKIPTING OG FORMENNSKA Í HELSTU RÁÐUM OG NEFNDUM Í REYKJAVÍKURBORG: NÝR BORGARSTJÓRI Það var S. Björn Blöndal sem kynnti Dag B. Eggertsson sem nýjan borgarstjóra í Reykjavík. Sóley Tómas- dóttir og Halldór Auðar Svansson virtust ánægð með fyrirkomulagið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Stjórnkerfi og lýðræði Gagnsæi og aukið íbúalýðræði er eitt af meginverkefnum kjörtímabils- ins. Markmiðið er að auka traust, bæta upplýsingamiðlun og hvetja til lýðræðislegrar þátttöku. ■ Húsnæðismál Borgin beiti sér fyrir því að 2.500–3.000 leigu- og búseturéttaríbúðir fari í uppbyggingu í Reykjavík á næstu þremur til fimm árum. Uppbyggingin verði blanda alls konar íbúða; almennra, stúdentaíbúða, íbúða fyrir fjöl- skyldur og einstaklinga, íbúða fyrir fatlað fólk, heimilislausa og eldra fólk. ■ Bætt kjör barnafjölskyldna Gjaldskrár verði samræmdar og einfaldaðar. Á árinu 2015 verður fjár- magn til skóla og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Einnig verði teknir upp systkinaafslættir þvert á skólastig. Þá verði frístundakort hækkað um 5.000 krónur á barn, hvort ár. ■ Velferð Áhersla verði lögð á einstaklingsbundinn stuðning til sjálfshjálpar og virkni. Þeim sem þarfnast fjárhagslegrar aðstoðar verði boðin tækifæri til vinnu, náms, starfsendur- hæfingar eða meðferðar. Vinnufærum einstaklingum án atvinnu verði fundin störf í samvinnu við atvinnulífið, eftir því sem kostur er. Sérstök áhersla verði lögð á for- varnir og virkni ungs fólks. Nauðsynlegt er að auka fé til málaflokks fatlaðs fólks. Punktar úr málefnasamningi TEKIST Á Lögregla beitir táragasi gegn mótmælendum í borginni Sao Paulo í júní í fyrra. MYND/MÍDÍA NINJA MANNRÉTTINDI Mótmælendur í Brasilíu sem gripið hafa til aðgerða í aðdraganda heims- meistaramótsins í fótbolta eiga á hættu að sæta ofbeldi af hálfu lögreglu og hervaldsins. Þetta segir Amnesty International. Í nýrri skýrslu samtakanna segir að notkun á táragasi og gúmmíkúlum gegn mótmæl- endum hafi átt sér stað sem og handahófskenndar handtökur. Samtökin segjast búast við því að ekkert lát verði á slíku ofbeldi á meðan á keppninni stendur. - bá Óttast ástand í Brasilíu: Mótmælendur beittir ofbeldi FÉLAGSMÁL Góðgerðarfélag Menntaskólans í Reykjavík færði á þriðjudag heilabilunar- deild L4 á Landakoti rúmar sex hundruð þúsund krónur að gjöf til að bæta aðbúnað sjúklinga. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók við gjöfinni frá þremur útskriftarnem- um skólans. Fénu var safnað í árlegri góðgerðarviku MR, þar sem meðal annars var haldið bingó og góðgerðarskemmtun. Í tilkynningu spítalans segir að framlag nemendanna fari í að endurnýja ýmsan búnað á deildinni, svo sem dýnur og rúm. - bá MR-ingar færa peningagjöf: Landakot styrkt um 600.000 kr. NORÐURÞING Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn hafa myndað meirihluta í sveitarstjórn Norð- urþings. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá sveitarstjórnarmenn kjörna og Vinstri græn tvo. Friðrik Friðriksson, oddviti Sjálfstæðisflokks, verður for- seti sveitarstjórnar. Óli Hall- dórsson, oddviti VG, verður for- maður Byggðaráðs. Á síðasta kjörtímabili starf- aði Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki. Sá meiri- hluti hélt velli eftir síðustu kosningar. Samfylkingin fékk tvo sveitarstjórnarmenn kjörna sem og Framsóknarflokkurinn. -sa Meirihluti í Norðurþingi: Vinstri græn og D-listi saman JERÚSALEM, AP Eldflaug grandaði einum Einn lést og þrír aðrir slösuðust í loftárás Ísraelsmanna á Gasa-svæðið í gærkvöldi. Um er að ræða fyrstu mann- skæðu átökin milli Ísraels og Palestínu síðan nýmynduð ríkisstjórn Mahmouds Abbas tók við stjórn Gasa-svæðisins umdeilda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.