Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 12
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Við erum að vinna að undirbúningi og því að fá nýjan liðsafla í hersveit- irnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott. Núri al Maliki forseti Íraks Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. kaffitar.is © GRAPHIC NEWSHeimildir: Al Monitor, Institute for the Study of War Ljósmynd: AP Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS) Svæðisstjórn Kúrda 100 km Damaskus Bagdad Áhrifasvæði ISIS Borgir á valdi ISIS Nýleg átök Abu Bakr al-Baghdadi Rashad Sulayman BegBaiji Mosul Raqqa Kirkuk Tikrit Ramadi Fallujah Deir al Zawr Í R A K T Y R K - L A N D S Ý R L A N D J Ó R D A N Í A S Á D I - A R A B Í A Í R A N L ÍB A N O N K Ú V E I T KIRKUK- HÉRAÐ SALAHEDIN- HÉRAÐ ANBAR- HÉRAÐ DEIR AL ZAWR- HÉRAÐ RAQQA- HÉRAÐ NINEVEH- HÉRAÐ ISIS*: Samtök herskárra íslamista. Liðsmenn taldir vera 3.000 til 5.000, þar á meðal hundruð útlendinga. 2012: Samtökin standa að rúmlega 560 sprengjuárásum og þeim tókst að frelsa meira en 500 fanga úr Abu Ghraib-fangelsinu. Apríl 2013: Al Baghdadi segir sam- tökin hafa sameinast al Nusra fylk- ingunni, sem voru samtök herskárra íslamista í Sýrlandi. Sameinuð samtök heiti ISIS. Forkólfar al Nusra bera þetta þó til baka. 2013-14: ISIS nær héruðunum Raqqa og Deir al Zawr í Sýrlandi á sitt vald. Andstæðingar þeirra hálshöggnir. Janúar 2014: ISIS nær völdum í Fallujah og Ramadi. Febrúar: Drepur sendiboða frá Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Kaída. 10. júní: ISIS nær völdum í Mosul. 11. júní: ISIS nær völdum í Baji, þar sem stærsta olíuhreinsistöð Íraks er. Bardagar geisa í Tikrit. Uppruni: Stofnuð á fyrstu árum Íraksstríðsins og hétu þá al-Kaída í Írak. Þekkt fyrir að birta á netinu myndbönd af aftökum. 2004: Abu Musab al Zarqawi, leiðtogi samtakanna, sver Osama bin Laden hollustueið. Bandarískir hermenn verða Al Zarqawi að bana árið 2006. 2006-10: Hernaðarmáttur samtak- anna minnkar eftir að bandarískum hermönnum var fjölgað í Írak. Banda- rískir og íraskir hermenn drepa eða taka höndum 34 háttsetta forystu- menn samtakanna. 2011: Eftir brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak hófu samtökin sprengjuherferð. Bandaríkin leggja fram 10 milljónir dala til höfuðs leiðtoganum Abu Bakr al Baghdadi. *Arabísk skammstöfun samtakanna ISIS stendur fyrir Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær ÍRAK, AP Núri al Maliki, forseti Íraks, segir að herskáir íslamist- ar geti þakkað sigurgöngu sína síðustu daga samsæri meðal hers og lögreglu, sem hafi flúið átök í borgunum Mosul og Tikrit í stað- inn fyrir að standa vörð um borg- irnar. Hann segir að refsa eigi þeim sem flúðu en heitir því að nú verði taflinu snúið við: „Í dag er mikilvægast að við erum að vinna að því að leysa vandann,“ sagði hann. „Við erum að vinna að undir- búningi og því að fá nýjan liðs- afla í hersveitirnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott,“ sagði Al Maliki. Uppreisnarmenn úr samtökun- um Íslamskt ríki í Írak og Aust- urlöndum nær, eða ISIS, hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Mosul er næststærsta borg landsins, höfuð borg Nineveh-héraðs í norðurhluta þess, en Tikrit er mun sunnar og aðeins í 130 kíló- metra fjarlægð frá höfuðborg- inni Bagdad. Liðsmenn samtakanna hafa náð stjórnarbyggingum á sitt vald, hrakið burt her og lög- reglu og hertekið herbifreiðar og annan búnað, en almennir borg- arar hafa flúið í stórum stíl. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi forðað sér frá Mosul, sem féll í hendur uppreisnar- manna aðfaranótt þriðjudags. Fjöldi fólks hefur einnig flúið frá borginni Tikrit, en hún virð- ist hafa verið komin undir stjórn uppreisnarmanna í gær eftir nokkur átök í borginni framan af degi. Athíl al Núnajaifi, héraðsstjóri í Mosul, var flúinn til borgar- innar Abril, sem er höfuðstað- ur sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu Írak. Hann sagðist bjartsýnn á að Mosul geti „komist aftur á lappir og losað sig við alla utanaðkom- andi“, að því er hann sagði við fréttamenn í Abril í gær. Hann sagði stjórnvöld vinna að því að fá íbúa til þess að mynda vopnaðar sveitir sem myndu gegna hlutverki við að ná borg- inni aftur. Uppreisnarsveitir ISIS náðu fyrr á árinu borgunum Ramadi og Falluja, skammt vestur af Bagdad, á sitt vald. Stjórnar- Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenn- ingur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu. NOREGUR, AP Snemma í mars sást dularfullt skip, á stærð við stóra far- þegaferju, sigla nýsmíðað úr höfn í Rúmeníu, halda sem leið liggur í gegn um Bospórussund og þaðan áleiðis til Skandinavíu. Um það bil mánuði síðar skýrði Kjell Grandhagen, yfirmaður leyniþjónustu norska hersins, frá því að skipið væri ætlað til njósna og eftirlits á norðurslóðum, sérstaklega útbúið til að fylgjast með umsvifum rússneska hersins þar. „Stjórnmálaleiðtogar okkar hafa gert kröfur um að fá lýsingar á því hvað er að gerast á þessum slóðum,“ sagði Grandhagen í viðtali við AP-fréttastofuna. Hann upplýsti jafnframt að smíði skipsins hefði kostað jafnvirði tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Til bráðabirgða fékk skipið nafn- ið Marjata. - gb Glænýtt norskt njósnaskip verður notað á norðurslóðum: Norðmenn fylgjast með Rússum NJÓSNASKIPIÐ MARJATA Norðmenn ætla að vera tilbúnir þegar Rússar fara að auka hernaðarumsvif við norðurskautið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP hernum hefur enn ekki tekist að hrekja þær þaðan. Al Maliki forseti hvatti íbúa í Nineveh til að gefast ekki upp, en búast við að átökin geti staðið í einhvern tíma. „Við stöndum með ykkur, ríkið stendur með ykkur, her- inn stendur með ykkur. Jafnvel þótt átökin verði langvarandi, þá munum við ekki bregðast ykkur.“ gudsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.