Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 12.06.2014, Síða 12
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Við erum að vinna að undirbúningi og því að fá nýjan liðsafla í hersveit- irnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott. Núri al Maliki forseti Íraks Afríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar. kaffitar.is © GRAPHIC NEWSHeimildir: Al Monitor, Institute for the Study of War Ljósmynd: AP Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS) Svæðisstjórn Kúrda 100 km Damaskus Bagdad Áhrifasvæði ISIS Borgir á valdi ISIS Nýleg átök Abu Bakr al-Baghdadi Rashad Sulayman BegBaiji Mosul Raqqa Kirkuk Tikrit Ramadi Fallujah Deir al Zawr Í R A K T Y R K - L A N D S Ý R L A N D J Ó R D A N Í A S Á D I - A R A B Í A Í R A N L ÍB A N O N K Ú V E I T KIRKUK- HÉRAÐ SALAHEDIN- HÉRAÐ ANBAR- HÉRAÐ DEIR AL ZAWR- HÉRAÐ RAQQA- HÉRAÐ NINEVEH- HÉRAÐ ISIS*: Samtök herskárra íslamista. Liðsmenn taldir vera 3.000 til 5.000, þar á meðal hundruð útlendinga. 2012: Samtökin standa að rúmlega 560 sprengjuárásum og þeim tókst að frelsa meira en 500 fanga úr Abu Ghraib-fangelsinu. Apríl 2013: Al Baghdadi segir sam- tökin hafa sameinast al Nusra fylk- ingunni, sem voru samtök herskárra íslamista í Sýrlandi. Sameinuð samtök heiti ISIS. Forkólfar al Nusra bera þetta þó til baka. 2013-14: ISIS nær héruðunum Raqqa og Deir al Zawr í Sýrlandi á sitt vald. Andstæðingar þeirra hálshöggnir. Janúar 2014: ISIS nær völdum í Fallujah og Ramadi. Febrúar: Drepur sendiboða frá Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Kaída. 10. júní: ISIS nær völdum í Mosul. 11. júní: ISIS nær völdum í Baji, þar sem stærsta olíuhreinsistöð Íraks er. Bardagar geisa í Tikrit. Uppruni: Stofnuð á fyrstu árum Íraksstríðsins og hétu þá al-Kaída í Írak. Þekkt fyrir að birta á netinu myndbönd af aftökum. 2004: Abu Musab al Zarqawi, leiðtogi samtakanna, sver Osama bin Laden hollustueið. Bandarískir hermenn verða Al Zarqawi að bana árið 2006. 2006-10: Hernaðarmáttur samtak- anna minnkar eftir að bandarískum hermönnum var fjölgað í Írak. Banda- rískir og íraskir hermenn drepa eða taka höndum 34 háttsetta forystu- menn samtakanna. 2011: Eftir brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak hófu samtökin sprengjuherferð. Bandaríkin leggja fram 10 milljónir dala til höfuðs leiðtoganum Abu Bakr al Baghdadi. *Arabísk skammstöfun samtakanna ISIS stendur fyrir Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær ÍRAK, AP Núri al Maliki, forseti Íraks, segir að herskáir íslamist- ar geti þakkað sigurgöngu sína síðustu daga samsæri meðal hers og lögreglu, sem hafi flúið átök í borgunum Mosul og Tikrit í stað- inn fyrir að standa vörð um borg- irnar. Hann segir að refsa eigi þeim sem flúðu en heitir því að nú verði taflinu snúið við: „Í dag er mikilvægast að við erum að vinna að því að leysa vandann,“ sagði hann. „Við erum að vinna að undir- búningi og því að fá nýjan liðs- afla í hersveitirnar sem sjá um að rýma Nineveh-hérað og hrekja þessa hryðjuverkamenn á brott,“ sagði Al Maliki. Uppreisnarmenn úr samtökun- um Íslamskt ríki í Írak og Aust- urlöndum nær, eða ISIS, hafa á síðustu dögum náð borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Mosul er næststærsta borg landsins, höfuð borg Nineveh-héraðs í norðurhluta þess, en Tikrit er mun sunnar og aðeins í 130 kíló- metra fjarlægð frá höfuðborg- inni Bagdad. Liðsmenn samtakanna hafa náð stjórnarbyggingum á sitt vald, hrakið burt her og lög- reglu og hertekið herbifreiðar og annan búnað, en almennir borg- arar hafa flúið í stórum stíl. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi forðað sér frá Mosul, sem féll í hendur uppreisnar- manna aðfaranótt þriðjudags. Fjöldi fólks hefur einnig flúið frá borginni Tikrit, en hún virð- ist hafa verið komin undir stjórn uppreisnarmanna í gær eftir nokkur átök í borginni framan af degi. Athíl al Núnajaifi, héraðsstjóri í Mosul, var flúinn til borgar- innar Abril, sem er höfuðstað- ur sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðanverðu Írak. Hann sagðist bjartsýnn á að Mosul geti „komist aftur á lappir og losað sig við alla utanaðkom- andi“, að því er hann sagði við fréttamenn í Abril í gær. Hann sagði stjórnvöld vinna að því að fá íbúa til þess að mynda vopnaðar sveitir sem myndu gegna hlutverki við að ná borg- inni aftur. Uppreisnarsveitir ISIS náðu fyrr á árinu borgunum Ramadi og Falluja, skammt vestur af Bagdad, á sitt vald. Stjórnar- Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenn- ingur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu. NOREGUR, AP Snemma í mars sást dularfullt skip, á stærð við stóra far- þegaferju, sigla nýsmíðað úr höfn í Rúmeníu, halda sem leið liggur í gegn um Bospórussund og þaðan áleiðis til Skandinavíu. Um það bil mánuði síðar skýrði Kjell Grandhagen, yfirmaður leyniþjónustu norska hersins, frá því að skipið væri ætlað til njósna og eftirlits á norðurslóðum, sérstaklega útbúið til að fylgjast með umsvifum rússneska hersins þar. „Stjórnmálaleiðtogar okkar hafa gert kröfur um að fá lýsingar á því hvað er að gerast á þessum slóðum,“ sagði Grandhagen í viðtali við AP-fréttastofuna. Hann upplýsti jafnframt að smíði skipsins hefði kostað jafnvirði tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Til bráðabirgða fékk skipið nafn- ið Marjata. - gb Glænýtt norskt njósnaskip verður notað á norðurslóðum: Norðmenn fylgjast með Rússum NJÓSNASKIPIÐ MARJATA Norðmenn ætla að vera tilbúnir þegar Rússar fara að auka hernaðarumsvif við norðurskautið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP hernum hefur enn ekki tekist að hrekja þær þaðan. Al Maliki forseti hvatti íbúa í Nineveh til að gefast ekki upp, en búast við að átökin geti staðið í einhvern tíma. „Við stöndum með ykkur, ríkið stendur með ykkur, her- inn stendur með ykkur. Jafnvel þótt átökin verði langvarandi, þá munum við ekki bregðast ykkur.“ gudsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.