Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 20
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20 Hræðsla kennslukvenna í grunn- skólum við stærðfræði kemur sér- staklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkj- unum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ek ker t sa m- hengi var á milli frammistöðu nemend a og stærðfræðifóbíu kennara í upp- hafi skólaárs. En við lok skóla- árs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelp- urnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir. Freyja Hreinsdóttir, stærðfræð- ingur og dósent á Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræði- fóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kenn- aranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óör- uggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærð- fræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Euro- vision-keppn- innar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“ Guðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, seg- ist verða vör við að sumir kenn- aranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strák- ar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldu- nám í stærðfræði í framhaldsskól- um hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræði- nám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nem- endur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjör- sviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. ibs@frettabladid.is Stærðfræðifóbía kennslu- kvenna bitnar á stelpum Þegar kennari sem er óöruggur gagnvart stærðfræði er kona kemur það niður á árangri stelpna í stærðfræði, að því er bandarísk rannsókn sýnir. Slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu er að kenna, segir dósent í HÍ. GARÐYRKJA Í sumar verður tíma- bundinn hverfisgarður settur upp í Laugardal við hliðina á Fjölskyldugarðinum. Hann heit- ir Laugargarður og þar býðst íbúum að rækta grænmeti. Garðurinn er einnig hugsaður sem almenningsgarður þar sem íbúar geta komið og notið útivist- ar í hverfinu sínu. Sáningardagur verður á laug- ardaginn og eru íbúar hvattir til að mæta og hjálpa til við að setja mold í beð og sá en fræ verða á staðnum fyrir þá sem mæta. Einn- ig er fólki velkomið að koma með fræ, forsáðar plöntur og eigin ílát. Það sem aðgreinir garðinn frá öðrum almenningsmatjurtagörð- um í borginni er áherslan sem lögð er á sameiginlega ræktun í bland við þá áherslu sem lögð er á félags- lega eflingu innan hverfisins. Garðurinn verður um 500 fer- metrar að stærð og þar af verð- ur 200 fermetra ræktunarsvæði. Afrakstur sumarsins verður seldur á bændamarkaði og munu tekjur af honum fara í áfram- haldandi starfsemi ásamt ýmsum öðrum uppákomum. MA-nemar og BA-nemar úr Listaháskóla Íslands og Landbúnaðarháskólanum hafa umsjón með garðinum. - fb Hverfisgarður við hliðina á Fjölskyldugarðinum: Íbúum býðst að rækta matjurtir Með því að neyta kornbrauðs og bauna, einkum brúnna bauna, er hægt að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 10 prósent. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að vísindamenn við Háskól- ann í Lundi í Svíþjóð hafi fengið 46 konur til þess að neyta bauna og kornbrauðs á ýmsu formi um fjögurra vikna skeið. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að kólesteról minnkaði og blóðþrýstingur lækkaði. Önnur rannsókn sýndi að neysla á baunum virkaði gegn ofþyngd og sykursýki. Sextán unglingar fengu baunir í kvöld- mat. Áhrifin á blóðsykur og insúlín voru jákvæð aðeins hálfum sólar- hring eftir neyslu baunanna. Trefjar í baununum eru sagðar örva bakt- eríur í ristli og draga úr hungur- tilfinningu auk þess sem hormón sem vinna gegn syk- ursýki og hjarta- og æðasjúkdómum leysast úr læðingi. - ibs Vísindamenn í Lundi: Lengra líf með baunum og kornbrauði BAUNIR Brúnar baunir eru sagðar sér- staklega hollar. Í KENNSLUSTOFU Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. NORDICPHOTOS/AFP FREYJA HREINSDÓTTIR GUÐNÝ HELGA GUNNARS- DÓTTIR FRÆIN TILBÚIN Sáningardagur verður á laugardag milli 11 og 16 þar sem íbúar eru hvattir til að mæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.