Fréttablaðið - 12.06.2014, Page 20

Fréttablaðið - 12.06.2014, Page 20
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 20 Hræðsla kennslukvenna í grunn- skólum við stærðfræði kemur sér- staklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkj- unum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ek ker t sa m- hengi var á milli frammistöðu nemend a og stærðfræðifóbíu kennara í upp- hafi skólaárs. En við lok skóla- árs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelp- urnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir. Freyja Hreinsdóttir, stærðfræð- ingur og dósent á Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræði- fóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kenn- aranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óör- uggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærð- fræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Euro- vision-keppn- innar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“ Guðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, seg- ist verða vör við að sumir kenn- aranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strák- ar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldu- nám í stærðfræði í framhaldsskól- um hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræði- nám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nem- endur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjör- sviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. ibs@frettabladid.is Stærðfræðifóbía kennslu- kvenna bitnar á stelpum Þegar kennari sem er óöruggur gagnvart stærðfræði er kona kemur það niður á árangri stelpna í stærðfræði, að því er bandarísk rannsókn sýnir. Slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu er að kenna, segir dósent í HÍ. GARÐYRKJA Í sumar verður tíma- bundinn hverfisgarður settur upp í Laugardal við hliðina á Fjölskyldugarðinum. Hann heit- ir Laugargarður og þar býðst íbúum að rækta grænmeti. Garðurinn er einnig hugsaður sem almenningsgarður þar sem íbúar geta komið og notið útivist- ar í hverfinu sínu. Sáningardagur verður á laug- ardaginn og eru íbúar hvattir til að mæta og hjálpa til við að setja mold í beð og sá en fræ verða á staðnum fyrir þá sem mæta. Einn- ig er fólki velkomið að koma með fræ, forsáðar plöntur og eigin ílát. Það sem aðgreinir garðinn frá öðrum almenningsmatjurtagörð- um í borginni er áherslan sem lögð er á sameiginlega ræktun í bland við þá áherslu sem lögð er á félags- lega eflingu innan hverfisins. Garðurinn verður um 500 fer- metrar að stærð og þar af verð- ur 200 fermetra ræktunarsvæði. Afrakstur sumarsins verður seldur á bændamarkaði og munu tekjur af honum fara í áfram- haldandi starfsemi ásamt ýmsum öðrum uppákomum. MA-nemar og BA-nemar úr Listaháskóla Íslands og Landbúnaðarháskólanum hafa umsjón með garðinum. - fb Hverfisgarður við hliðina á Fjölskyldugarðinum: Íbúum býðst að rækta matjurtir Með því að neyta kornbrauðs og bauna, einkum brúnna bauna, er hægt að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 10 prósent. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að vísindamenn við Háskól- ann í Lundi í Svíþjóð hafi fengið 46 konur til þess að neyta bauna og kornbrauðs á ýmsu formi um fjögurra vikna skeið. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að kólesteról minnkaði og blóðþrýstingur lækkaði. Önnur rannsókn sýndi að neysla á baunum virkaði gegn ofþyngd og sykursýki. Sextán unglingar fengu baunir í kvöld- mat. Áhrifin á blóðsykur og insúlín voru jákvæð aðeins hálfum sólar- hring eftir neyslu baunanna. Trefjar í baununum eru sagðar örva bakt- eríur í ristli og draga úr hungur- tilfinningu auk þess sem hormón sem vinna gegn syk- ursýki og hjarta- og æðasjúkdómum leysast úr læðingi. - ibs Vísindamenn í Lundi: Lengra líf með baunum og kornbrauði BAUNIR Brúnar baunir eru sagðar sér- staklega hollar. Í KENNSLUSTOFU Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. NORDICPHOTOS/AFP FREYJA HREINSDÓTTIR GUÐNÝ HELGA GUNNARS- DÓTTIR FRÆIN TILBÚIN Sáningardagur verður á laugardag milli 11 og 16 þar sem íbúar eru hvattir til að mæta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.