Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.06.2014, Blaðsíða 22
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Seðla- bankinn er nú að setja gjald- eyriskaupin aftur í fastan farveg en bankinn vill augljóslega ekki sjá krónuna sterkari í bráð. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka RAGNHEIÐUR HALLUR ELÍSABET „Meginatriðið er að Seðlabankinn er að nýta gjaldeyrisinnflæði sumars- ins til að styrkja gjaldeyrisforðann. Ákvörðunin gerir það að verkum að krónan verður veikari en ella og þá myndast ekki jafn mikið svigrúm til að hafa stýrivexti lægri vegna þess að það kemur niður á verðbólgunni,“ segir Ingólfur Bender, forstöðu- maður Greiningar Íslandsbanka, um ákvörðun Seðlabankans um að hefja regluleg gjaldeyriskaup á ný. Seðlabankinn ætlar að kaupa þrjár milljónir evra, rúmar 465 milljónir króna, á gjaldeyrismark- aði í hverri viku út september. Bankinn hætti reglulegum gjald- eyriskaupum í árslok 2012. Hann hefur þó frá maímánuði 2013 keypt 288 milljónir evra, að jafnvirði 45,1 milljarði króna, í því skyni að draga úr sveiflum á gengi krónunn- ar. Á þessu ári hefur bankinn keypt rúmar níu milljónir evra á viku að meðaltali, eða þrefalt meira en það sem stefnt er að með reglulegu kaupunum. „Seðlabankinn er nú að setja gjaldeyriskaupin aftur í fastan far- veg en bankinn vill augljóslega ekki sjá krónuna sterkari í bráð. Núna þegar verðbólgumarkmiðið er í höfn finnst mér eðlilegt að bankinn sé að leggja áherslu á að byggja upp gjaldeyrisvarasjóðinn. Hann þarf að vera tiltölulega mikið stærri þegar kemur að afnámi gjaldeyris- hafta, ef hann á að nýtast til að verja stöðugleikann á gjaldeyrismarkaði,“ segir Ingólfur. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri gerði grein fyrir ákvörðun- inni á fundi bankans í gær þar sem ákvörðun peningastefnunefndar um að halda stýrivöxtum óbreyttum var kynnt. Már sagði svo geta farið að bankinn keypti einnig gjaldeyri í óreglulegum kaupum á næstu mán- uðum. „Markmiðið með þessum gjald- eyriskaupum er ekki það í sjálfu sér að hafa áhrif á gengi krónunnar, þó þetta hafi það kannski með ein- hverjum beinum eða óbeinum hætti. … Við höfum tvö verkefni. Annars vegar að halda verðbólgunni við markmið og hins vegar viljum við yfir tíma safna gjaldeyri til þess að breyta gjaldeyrisforða okkar úr skuld við erlenda aðila yfir í skuld við innlenda aðila,“ sagði Már. Hann sagði gjaldeyrisvið skipti Seðlabankans á síðastliðnum tólf mánuðum hafa stuðlað að auknum stöðugleika krónunnar. Már sagði gjaldeyriskaupin ekki koma í stað vaxtahækkana, þegar Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá grein- ingardeild Arion banka, spurði hvort svo gæti farið. „Við viljum frekar nota svigrúmið til að safna gjaldeyri heldur en að lækka vexti. Það er líka í ljósi stöð- unnar varðandi horfur um að við- skiptaafgangurinn sé að hverfa,“ sagði Már. haraldur@frettabladid.is Seðlabankinn safnar gjaldeyri í stað þess að lækka stýrivexti Regluleg gjaldeyriskaup Seðlabankans hefjast að nýju í næstu viku. Bankinn ætlar að kaupa þrjár milljónir evra í hverri viku. Markmiðið ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar, sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri. SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson kynnti í gær ákvörðun peningastefnu- nefndar um að halda stýrivöxtum óbreyttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hagfræðideild Landsbankans spáir því að húsnæðisverð eigi eftir að hækka um níu prósent á þessu ári. Verðið muni síðan hækka um 7,5 prósent á árinu 2015 og sjö prósent á árinu 2016. „Verð á fasteignum hefur hækkað mikið að undanförnu og viðskipti eru enn að aukast. Framboð á nýju húsnæði er lítið og því fóðrar meiri eftirspurn verðhækkanir,“ segir í nýjustu Hagsjá hagfræðideildarinnar. Þar segir einnig að fjármunir sem koma frá öðrum löndum í gegnum fjárfestingarleið Seðla- bankans hafi greinilega áhrif á fasteignamarkaðinn. - hg Viðskiptin enn að aukast: Spáir hækkun húsnæðisverðs Útflutningsfyrirtækið Marel kynnti á þriðjudag áform um að segja upp 50–60 starfsmönnum í Hollandi. Uppsagnirnar eru liður í endur- skipulagningu á starfsemi Marel í landinu. Starfsemin mun flytj- ast frá borginni Oss til bæjarins Boxmeer í suðurhluta Hollands. Um 140 starfsmenn störfuðu hjá Marel í Oss en starfsemin er einkum bundin við kjötiðnað og framleiðslu. Fyrirtækið vinnur nú að drögum að áætlun til að styðja við þá starfsmenn sem aðgerðirnar hafa áhrif á. - hg Breytt starfsemi í Hollandi: Marel segir upp 50–60 manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.