Fréttablaðið - 12.06.2014, Qupperneq 26
12. júní 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Enginn er sár, hvað þá
gramur, nei, það er helst
að maður fyllist sorg – sorg
yfir því að horfa upp á enn
einn faraldurinn ríða húsum
skefjalaust í okkar krump-
aða og um margt vanþróaða
samfélagi. Nú heitir farald-
urinn; Hótel má vera í öðru
hverju húsi í 101.
Borgarkerfið tekur þátt
í að bera smitið út með því
að horfa aðeins til stund-
argræðgissjónarmiða. Kerfið
stundar blekkingarleiki í kynn-
ingu á fyrirhuguðum breytingum
á reitnum Grettisgötu 17 auk lóð-
anna fyrir norðan reitinn. Þar sem
t.d. reiturinn er ekki nefndur með
nafni heldur 1.7.2.2. og er að auki
auglýstur í Fréttablaðinu 23.12.13,
já, á Þorláksmessu.
Þannig er engu líkara en stjórn-
völd gangi til liðs við gíruga fjár-
festa sem krefjast ávöxtunar með
ljóshraða og hafa gjarnan enga til-
finningu fyrir umhverfi, væntan-
legu raski, lífi, framtíð eða sögu
borgarhlutans. Hótellóðarreitirn-
ir eru gjarnan fylltir með of miklu
byggingarmagni og oftar en ekki
fylgja smekklausar lausnir (eins
og dæmin sanna).
Ef framkvæmdir vegna Grettis-
götu 17 ganga eftir mun fylgja
því heilmikið rask, jafnvel rask
sem skaðað getur nærliggjandi
hús, fyrir utan aðrar afleiðingar.
Nú er svo komið að í Grettisgötu
einni eru 12 gistihús og enn fjölgar
þeim. Afleiðingin af þessu er aug-
ljós; göturnar fyllast af rútum og
bílaleigubílum sem þjónusta ferða-
menn. Skröltandi ferðatöskur lið-
langan sólarhringinn setja mark
sitt á hljóðheiminn og ekki síður
hið sýnilega.
Eftirlátssemi
og stjórnleysi
Nú á að farga gömlum og
fallegum silfurreyni –
óbeint er vegið að tilvist
íbúanna sem fyrir eru í
101 – það er verið að tak-
marka lífsgæði þeirra og
það sem meira er, það er
verið að lækka verðgildi
og gæði húsa þeirra, hver
vill þegar upp er staðið
búa í þyrpingu hótela –
hér á að byggja ofan í jörðina og
láta gamalt hús þjóna sem fortjald
með því að flytja það að götu, en
reisa stærri byggingar innar í lóð-
inni að húsum við Laugaveg.
Verstur verður fylgikvillinn
sem er að þjónustan við íbúana fer
þverrandi – þegar ber á þessu og ef
fram heldur sem horfir þá er stutt í
að íbúarnir flytji í burtu.
Hvað stendur þá eftir, þegar 101
verður orðinn að samfelldri byggð
gistihúsa þar sem ferðamenn gapa
hver upp í annan.
Skynsemi segir að þetta beri að
takmarka – það sé ráðlegt að búa til
regluverk um hvers konar hótel eigi
að vera í 101 og hvað þau megi vera
þétt. Þessi eftirlátssemi og stjórn-
leysi Reykjavíkurborgar leiðir til
þess að allir tapa – íbúarnir flytjast
úr hverfunum og einsleitnin verður
allsráðandi í stóru og smáu – getur
verið að einhver sækist í þannig
umhverfi? – Nei, ekki ég og heldur
ekki sá sem vill kynnast landi og
þjóð á sínum ferðalögum.
Gerum Grettisgötu 17 að aðlað-
andi reit – litlu torgi þar sem við öll,
því öll erum við ferðamenn í gegn-
um þetta skarða líf – já, þar sem
við öll eigum griðland undir öldr-
uðum SILFURREYNI, sem enn á
eftir 150 ár.
Af silfurreyni og
hótelfaraldri í 101
eða reitur 1.7.2.2.
Í nýafstöðnum sveitar-
stjórnarkosningum gerð-
ust þau ömurlegu tíðindi
að framboð Framsóknar-
flokksins í Reykjavík sigldi
undir merkjum trúarfor-
dóma og andúðar á aðfluttu
fólki og fékk aukið fylgi út
á það. Þetta kemur ekki
alveg á óvart því í mörgum
nágrannalöndum okkar
hefur viðlíka áróður skilað
árangri, ekki síst á tímum
þrenginga og upplausnar. Hér á
Íslandi hafa nokkur smáframboð
reynt þetta á undanförnum árum
en ekki haft mikið upp úr krafsinu,
þar til nú að Framsóknarflokknum
tókst að safna til sín þeim sálum
sem þessi andstyggðarmálflutning-
ur höfðar til.
Evrópumenn hafa langa og
sára reynslu af svona haturs-
áróðri og hvert hann getur leitt.
Þess vegna hefur víða verið góð
samstaða milli allra sómakærra
stjórnmálaafla um það að starfa
ekki með þeim flokkum, sem leita
fylgis í þessum skuggalegu afkim-
um þjóðarsálarinnar. Hér á landi
hafa menn ekki staðið frammi
fyrir slíku fyrr en nú, að nýkjörn-
ir borgarfulltrúar þurfa að íhuga
hvernig þeir eiga að bregðast við
þessum ógæfukrákum.
Sem betur fer kom það fram
í aðdraganda kosninganna að
aðstandendum allra hinna listanna
leist afar illa á þennan málflutning
Framsóknarflokksins. Þeir þurfa nú
að gera upp við sig hvort þessi nýi
Framsóknarflokkur er gjaldgengur
í samstarfi eða hvort taka eigi hann
sömu tökum og gjarnan er gert með
svipaða flokka: Hafna skilyrðislaust
öllu samstarfi við þá.
Eina leiðin
Eftir kosningar hefur vel
meinandi fólk reynt að
skamma Framsóknar-
flokkinn fyrir að gerast
málsvari þeirra mannfjandsam-
legu skoðana sem þeir gerðu að
sínum á lokasprettinum fyrir
kosningar. Svör Framsóknar hafa
hins vegar verið öll á einn veg: Það
var ekkert athugavert við okkar
málflutning, við meintum ekki
það sem við sögðum en endurtök-
um það samt, þið eruð bara að níð-
ast á okkur!
Þess er því varla að vænta að
borgarfulltrúar Framsóknar dragi
nokkuð í land með sinn ógeðfellda
málflutning og frekar er hætta á að
þeir eigi eftir að færast í aukana.
Á þeim forsendum vil ég skora á
nýkjörna borgarfulltrúa að bindast
samtökum um að sniðganga Fram-
sóknarflokkinn í borgarstjórn eftir
megni. Á sjálfstæðismenn skora
ég að mynda ekki bandalag með
Framsókn þegar kosið er í ráð og
nefndir og á nýjan meirihluta skora
ég að gera hlut sjálfstæðismanna
ekki verri í nefndum og ráðum en
hann hefði orðið með samstarfi
með Framsókn.
Setjum Framsókn í skammar-
krókinn! Það er eina leiðin til að
sýna í verki að fylgi sem fæst með
því að blása í glæður trúarfordóma
og útlendingahaturs er einskis
virði í íslenskum stjórnmálum.
Setjum Framsókn
í skammarkrókinn
*
Vegna framkvæmda eru farþegar
hvattir til að mæta tímanlega
MÆTTU FYRR
Í FRÍIÐ
Vegna endurbóta við farangursflokkunarkerfið í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar má búast við miklu álagi við innritun til 1. júlí. Um leið og við
biðjumst velvirðingar á óþægindunum hvetjum við farþega til að
mæta tímanlega í flugstöðina fyrir brottför. Innritun í morgunflug
hefst nú kl. 4.30.
Mætum snemma og
styttum biðraðirnar.
Góða ferð!
Mættu fyrir klukkan 5.00 á völlinn
og fáðu afslátt af langtímastæðum
KEF Parking við flugstöðina
Gildir til 15. júní
SKIPULAG
Egill Ólafsson
íbúi á Grettisgötu
STJÓRNMÁL
Freyr Þórarinsson
sjálfstætt starfandi
➜ Evrópumenn
hafa langa og sára
reynslu af svona
haturs áróðri og hvert
hann getur leitt.